Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 22.07.2017, Síða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2017 Bjarni Valtýsson svæfingalæknir verður 60 ára á morgun. Bjarnier nýfluttur heim frá Riyadh í Sádí-Arabíu þar sem hann hef-ur dvalið síðastliðin sex ár ásamt konu sinni, Dóru Gerði Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Sigríður Ósk, Kristín Jóna, Stefán og Valtýr. Barnabörnin eru tvö, Bóas og Bjarni Henrik. Þau ætla öll ásamt fjölskyldum að fagna afmælinu með Bjarna í Meiri-Tungu í Holtum. Þar ólst Bjarni upp að hluta, en jörðin hefur verið í eigu ættarinnar frá fyrri hluta 19. aldar. Bjarni starfaði sem svæfingalæknir ásamt því að vera yfirlæknir á verkjadeildinni á King Faisal Special Hospital & Research Centre í Sádi-Arabíu. Áður starfaði hann auk Íslands í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. „Ég er búinn að starfa erlendis samtals í um 19 ár. Það er ekki al- veg orðið ljóst hvað tekur við núna, ég held áfram að starfa nokkur ár í viðbót en aðalbækistöðvar mínar verða hér á Íslandi því hér er gott að vera. Það var langt ferðalag að fara frá Sádi-Arabíu til Íslands en við komum hingað alltaf tvisvar á ári, um jólin og svo á sumrin enda meira en 40 stiga hiti yfir sumartímann í Sádi-Arabíu.“ Bjarni vill helst vera í Meiri-Tungu og sinna því sem til fellur í sveit- inni, útiveru, fara á hestbak og í veiði. „Við reistum þar íbúðarhús fyrir allnokkrum árum. Golf hefur verið í miklu uppáhaldi síðastliðin ár. Í Sádi var lítið ann- að hægt að gera í frítímanum en að spila golf og ég fór út á völl þegar færi gafst. Ég leit á Sádi-Arabíu fyrst og fremst sem góðan vinnustað, ekki heimili.“ Áfram Ísland! Bjarni ásamt fjölskyldu á Stade de France í París eftir sigurleik karlalandsliðs Íslands gegn Austurríki 22. júní 2016. Nýfluttur heim frá Sádi-Arabíu Bjarni Valtýsson verður 60 ára á morgun S igrún Ingólfsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júlí 1947, en flutti fjögurra ára í Kópavog þar sem hún ólst upp. Hún byrjaði snemma að æfa ball- ett undir stjórn Eriks Bisted og lék m.a. í tveimur barnaleikritum Þjóð- leikhússins en þekktust var hún þó fyrir að leika Rauðhettu með Leik- félagi Kópavogs. Handboltinn tók við á unglings- árunum, fyrst með Breiðabliki en þær urðu Íslandsmeistarar með 2. flokki kvenna. Síðan með hinu sig- ursæla liði Vals sem margir telja vera eitt besta kvennalið allra tíma. Var hún margfaldur Íslands-, Reykjavíkur- og bikarmeistari með liðinu. Norðurlandameistari 1964 Sigrún lék fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd en hápunkturinn var tvímælalaust þegar þær unnu Norðurlandameistaratitilinn 1964. Hefur ekkert handboltalið leikið það eftir enda vagga handboltans ávallt verið talin á Norðurlöndunum. Sigrún varð einnig fyrst kvenna á Íslandi til að taka dómarapróf í knattspyrnu og vakti það mikla at- hygli á sínum tíma. „Ég tók nám- Sigrún Ingólfsdóttir íþróttakennari – 70 ára Fjölskyldan Á góðum degi fyrir um 20 árum. „Hestarnir léku stórt hlutverk í lífi allrar fjölskyldunnar.“ Fyrsti kvendómari landsins í fótbolta Með dætrunum Sigrún fyrir framan líkan af sér við opnun sýningar í Þjóð- minjasafninu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sævar Unnar Ólafsson, bílstjóri hjá Frejlev Beton í Álaborg í Dan- mörku, verður fimmtugur 23. ágúst nk. Hann er staddur hér á landi og ætlar að halda upp á af- mælið sitt í dag. Hann verður með opið hús í Álfabakka 14a frá klukkan 14. Allir eru velkomnir. Árnað heilla 50 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Fyrir salernið Karl K. Karlsson, Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.