Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Nýtt símanúmer: 421 0000 2. tölublað 24. á rgangur Fimmtudagurinn 9. janúar 2003 Daglegar fréttir á Netinu: www.vf.is Er fátækt á Suðurnesjum? - sjá umfjöllun á bls. 16-17 Starfsemi í Leifsstöð út úr skápnum - sjá annál VF Tvöföldun Reykjanesbrautar hefst á laugardag - sjá blaðið í dag Mannlíf og menning í QMEN Jólabarnið varð að nýársbarni - sjá bls. 2 Ámorgun föstudag verðurstaðið fyrir mótmælum meðsetuverkfalli á bið- stofu Heilsugæslu Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja vegna viðvarandi læknaleysis. Helga Valdimarsdóttir sem er einn af skipuleggjendum mótmælanna sagði í samtali við Víkurfréttir að nóg væri komið: „Við höfum engin svör fengið og það eina sem við höfum heyrt frá framkvæmdastjóranum er að hún vilji ekki tjá sig um málið. Við vilj- um fá læknana aftur og tíminn er út- runninn sem deiluaðilar hafa haft til að laga ástandið. Ég vil hvetja alla sem vilja hafa hér heilsugæslu að mæta klukkan þrjú á biðstofuna og sýna stuðning í verki. Við munum í þetta sinn sitja þangað til við fáum svör og úr rætist,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir. Sitja þar til svör fást! Læknamálin: Hámenntað lögreglulið hjá Jóni Áþriðjudaginn gengu sjö nýjir lögreglumenn í raðir lögreglunnarí Keflavík og eru þeir allir útskrifaðir úr Lögregluskólanum.Jón Eysteinsson sýslumaður í Keflavík afhenti lögreglu- mönnunum skipunarbréf við hátíðlega athöfn í samkomusal lögreglunnar í Keflavík. Að sögn Karl Hermannssonar yfir- lögregluþjóns er það mikill styrkur fyrir lögregluna að fá menntað fólk í hennar raðir. Eftir ráðninguna eru eingöngu skólagengnir lögreglumenn starfandi hjá Lögreglunni í Keflavík. 2. tbl. 2003 - bls. 1 8.1.2003 18:16 Page 1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.