Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Kallinn á kassanum S tjórn S.S. hefur að und-anförnu farið ítarlegayfir tillögur sem fram komu í samkeppni um nafn á nýja móttöku og brennslu- stöð í Helguvík sem auglýst var í oktober s.l. Komst stjórnin ekki að niðurstöðu um að nota neitt þeirra nafna. Mörg nafnanna voru þegar í notkun sem firma- heiti og því ekki heppileg.Var þá leitað í örnefnaskrá hér í nágrenninu. Á síðasta fundi stjórnar lagði formaður fram tillögu um nafnið KALKA sem var samþykkt. Kalka er gamalt örnefni á vörðu, hvítri að lit, sem var efst á Háaleitinu, þar sem lágu sam- an landamörk flestra bæja og hreppa á svæðinu. Vörðuna Kölku má finna á öllum eldri landakortum, einnig er hennar getið í þjóðsögum. Þetta forna og þýðingarmikla kennileiti mun hafa horfið af sjónarsvið- inu kringum 1941. Orðið „kalka“ þýðir samkvæmt ís- lensku orðabókinni að baksa eða fást við eitthvað og að merja í sundur. Stjórn SS vill þakka öllum þátttakendum sem sendu inn tillögur fyrir áhugann og fyrir- höfnina. F.h. stjórnar SS Guðjón Guðmundsson Kalka skal hún heita! Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. í Helguvík: Kalka! Var stjórn sorpeyðingar- stöðvarinnar örugglega bara að eiga við „landa“-kort á þessum ítarlegu fundum? Er stjórnin kannski farin að kalka? KALLINN fékk bréf frá Sandgerðingi fyrir stuttu þar sem Kallinn var gagnrýndur fyrir það að gagnrýna bæjarfulltrúa Sandgerðinga. Kallinn tekur mark á allri gagnrýni og fagnar umræðu um málefni Suðurnesja. Skrif Kallsins um málefni Sandgerðis hafa ekki síst verið fallin til þess að vekja upp umræðu um stöðu bæjarfélagsins, stefnu og hvað fólk og atvinnurekendur vilja gera. En það er sama hvað skrifað hefur verið - engin umræða hef- ur átt sér stað. Kallinn hefur einfaldlega áhyggjur af stöðu mála í Sandgerði og það heyrist lítið af afrekum bæjarstjórnarinnar eða bæjarfulltrúanna. Af hverju er ekki haldinn ráðstefna þar sem fjallað verður um framtíð bæjarfélagsins og leiðir til að ná inn í bæjarfé- lagið auknum verkefnum á sviði nýsköpunar? Það vill Kallinn sjá - og þá verður hann glað- ur. KÖRFUBOLTALIÐ Keflavíkur er á niður- leið. Hvað er að gerast? Af hverju tapar Keflavík alltaf fyrir Njarðvík? Verða þeir alltaf svona hræddir þegar þeir sjá grænt? Þeir eiga náttúrulega að sjá rautt þegar þeir mæta nágrönnum sínum. Kallinn hvetur áhorfendur til að mæta betur á leiki og hvetja sína menn. Farið að spýta í lófana og áfram Keflavík. LEONCIE er kostuleg. Úr glerhúsi sínu í Sandgerði kastar hún hverjum steininum á fætur öðrum og reynir með fúkyrðum og flau- mi að láta svo líta út að allir Íslendingar séu kynþáttahatarar. Af hverju í ósköpunum flyst hún ekki til annars lands fyrst svo slæmt er að búa hér? Hún er líka búin að segja að hún sé heimsfræg annars staðar en á Íslandi. Í raun má segja að Leoncie sé mesti kynþáttahatar- inn sjálf því öll hennar gagnrýni gengur út á það hvað „hvíti“ maðurinn er vondur. Ef þér líður illa hér - flyttu þá! Þeir sem vilja sjá dæmi um það sem Leoncie hefur látið hafa eftir sér geta skoðað Kallinn á kassanum á vefsíðu Víkurfrétta. ROSALEGA eru Suðurnesjamenn heppnir. Það er nýbúið að hækka gjöld vegna læknis- þjónustu á landinu, en við Suðurnesjamenn þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Við komumst hvort sem er ekki til læknis. Það er gaman að sjá að heilbrigðisráðherra geti hækkað gjöldin, en ekki komið ástandinu í lag hér í læknamálum. KALLINUM finnst að jólaljósin hefðu mátt lifa lengur. Af hverju í ósköpunum eru þau ekki látin vera uppi að minnsta kosti út janú- ar? AÐ ÖLLUM líkindum verða þingmenn Suð- urnesja í hinu nýja Suðurkjördæmi ekki nema tveir, en voru fjórir. Hjálmar Árnason kemst örugglega inn og Árni Ragnar. En fleiri verða þeir að öllum líkindum ekki. Svona fór þá um samstöðu Suðurnesjamanna í pólitíkinni. HJÓL atvinnulífsins eru nú farin að snúast af fullum krafti eftir langt jólafrí. Loðnan er komin langt á undan áætlun, með tilheyrandi peningalykt en þá lykt á ekki að gagnrýna. Peningalyktin mun á næstu mánuðum yfir- gnæfa lyktina af úrbræddum VISA kortum sem straujuð voru fyrir jólin. Peningalykt - Æ lof it! Kveðja, kallinn@vf.is Fréttavakt allan sólarhringinn! SÍMINN ER 898 2222 2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:32 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.