Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
ANNO 2002
I . H L U T I - F Y R S T U M Á N U Ð I R Á R S I N S T V Ö E F T I R T V Ö Þ Ú S U N D
Hættuástand
ársins:
Hér kemur Árni.
Hann verður
bæjarstjóri!
Framsókn í
Reykjanesbæ
skalf í ársbyrjun.
Sjálfstæðismenn
kynntu Árna Sig-
fússon til leiks og
að hann yrði
næsti bæjarstjóri
Reykjanesbæjar.
Frömmurum var ekki skemmt og
slegið var upp með stríðsfyrir-
sögn: Meirihlutasamstarfið í
hættu? Mönnum rann fljótt reið-
in og það sem meira var að
nokkrum mánuðum síðar misstu
Framsóknarmenn hálft bæjarfull-
trúaliðið yfir til Sjálfstæðis-
manna, sem fékk hreinan meiri-
hluta í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar. Árni varð bæjarstjóri og
Framsókn fór í minnihlutann.
Útrás ársins:
Hitaveitan til Eyja - Keikó flúði!
Hitaveita Suðurnesja var haldin kaupæði á árinu. Eftir að hafa lagt
undir sig Hafnarfjörð stormuðu Júlíus og félagar til Eyja og festu
kaup á Bæjarveitum Vestmannaeyja. Pakki upp á 511 milljónir.
Greiðsluform: Hlutabréf upp á 7% í Hitaveitu Suðurnesja hf. Allir
sáttir nema Keikó - hann stakk af til Noregs!
Vegfarandi ársins:
Lögreglunni varð ekki um sel
Grimmur selur ógnaði umferð um Reykjanesbraut í ársbyrjun. Vaskir
lögreglumenn voru sendir á vettvang til að koma dýrinu úr vegarkanti
Reykjanesbrautarinnar og út í sjó. Selurinn sýndi Herði og félögum
tennurnar en lét plata sig með myndarlegri stroffu. Hann var dreginn á
sund og hefur ekki ógnað umferð síðan. Lögreglumönnum varð ekki
um sel - í orðsins fyllstu merkingu.
Flóð ársins:
Kajakar og veiðivörur á kafi í sjó
- hvað annað!
Sjór gekk á land í Reykjanesbæ oft og mörgu sinnum á árinu. Tjón
varð talsvert við Hafnargötuna þegar sjórinn braust alla leið inn í kjall-
ara verslana við götuna. Lagerar fóru á flot. Fitjarnar voru á kafi og
Innri Njarðvík var sem hafsjór yfir að horfa. Þarna á svo að setja niður
milljóna víkingaskip og treysta á að það skolist ekki upp á Akranes...!
Farsæll GK var fengsæll á árinu.
Um borð kom landsins stærsta
ýsa, að talið var. Tólf kíló og 106
sentimetrar. Flottur fengur úr
Reykjanesröstinni á land í
Grindavík.
Hreinlætismál ársins:
Kúkurinn sendur út í hafsauga
Reykjanesbær er ekki lengur í skítamálum hvað skólpið varðar. A.m.k.
er það sem gengur niður af Njarðvíkingum komið út í hafsauga með
nýju fráveitumannvirki sem kostaði hálfan milljarð króna. Kaninn
sendir kúkinn sinn sömu leið og en Keflvíkingar gera það ennþá í fjör-
urnar. Siv Friðleifsdóttir sá um að „sturta niður“ fyrsta skammtinum úr
nýju stöðinni. Keflvísk stykki eru næst á dagskrá í þessu viðamikla
umhverfisverki.
Atvinnutækifæri
ársins:
stól... stálpípur
í Helguvík?
Íbúum Reykjanesbæjar var lof-
að stálpípuverksmiðju í Helgu-
vík sem mun veita 250 manns
atvinnu og kosta milljarða í
byggingu. Aðeins var eftir að
semja um smáatriði þegar Vík-
urfréttir fluttu fréttir af málinu í
mars. Ennþá bólar ekkert á
verksmiðjunni - en góðir hlutir
gerast hægt - stundum mjög
hægt...!
Skápar ársins:
Starfsemi í
Leifsstöð út úr
skápnum
„Leifsstöð nötrar“ var fyrirsögn á
forsíðu á árinu. Tollgæslan kann-
aði innihald skápa starfsmanna í
stöðinni eftir að staðfestur var
grunur um að starfsmenn stöðv-
arinnar væru á meðal bestu við-
skiptavina verslana í flugstöð-
inni. Tollurinn sagði „bend over“
og farið með hanskana á kaf - í
skápana. Niðurstaðan var sekt til
fjölda starfsmanna fyrir tolla-
lagabrot. Skáparnir voru gerðir
upptækir - eða hvað?
Flýtir ársins:
Kíkti í heiminn
við höfuðstöðv-
ar Víkurfrétta
Lítill snáði úr Grindavík vildi
flýta sér mikið í heiminn á ár-
inu. Á meðan sjúkrabíllinn
brunaði á ógnarhraða úr
Grindavík til Keflavíkur var
það eina sem komst að hjá litla
drengnum að kíkja sem fyrst í
heiminn. Hann gerði vart við
sig hjá BYKO á Fitjum og grét
sínum fyrsta gráti þegar ekið
var framhjá höfuðstöðvum
Víkurfrétta. Sjúkraflutnings-
mennirnir úr Grindavík sögðu
þetta vera það sem gæfi lífinu
gildi. Fleiri Grindvíkingar
vildu gleðja sjúkraflutnings-
mennina á svipaðan hátt á ár-
inu í a.m.k. í einu tilviki fædd-
ist barnið áður en móðirin
komst út í sjúkrabíl. Aldeilis
krafur í Grindvíkingum.
Íslandsmet ársins:
Þessi ýsa er algjör skvísa!
2. tbl. 2003 - bls. 18 og 19 8.1.2003 18:31 Page 12