Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
H itaveita Suðurnesja hf og Bláa Lónið hfhafa gert með sér samstarfssamningum leigu og rekstur funda-, ráðstefnu-
og veitingaaðstöðu auk kynningarstarfsemi í
Eldborg, kynningar- og ráðstefnuhúsi Hita-
veitu Suðurnesja við orkuverið í Svartsengi.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja
hf. og Grímur Sæmundsen, framkvæmda-
stjóri Bláa lónsins hf., undirrituðu samning-
inn föstudaginn 20. desember s.l. í Eldborg.
Bláa lónið hf. mun taka við rekstri Eldborgar frá
og með 1. janúar 2003. Veitingaþjónusta Bláa
Lónsins hf mun þá annast rekstur, bókanir og
kynningu á Eldborg.
Í Eldborg eru þrír ráðstefnusalir sem rúma allt að
300 gesti. Felliveggir eru á milli salanna og því
auðvelt að aðskilja og sameina sali. Góð lofthæð
og fallegt útsýni er úr öllum sölum Eldborgar,
sem eru jafnframt meðal tæknivæddustu fundar-
sala landsins. Salarkynnin má einnig nota til
mannfagnaða og veisluhalda af ýmsu tagi.
Í Gjánni í kjallara Eldborgar er sýning þar sem
gestir geta kynnst jarðfræði Íslands á lifandi og
skemmtilegan hátt.
Samningsaðilar telja að með auknu samstarfi
muni nást fram rekstrarhagræði, auk þess að
markaðssetning þessarar glæsilegu ráðstefnu-,
funda- og veitingaaðstöðu efli Reykjanes enn
frekar, sem vinsælan áfangastað innlendra jafnt
sem erlendra gesta.
S tefnt er að því aðByrgið, kristilegt líkn-arfélag, sem veitir
endurhæfingarmeðferð fyr-
ir vímuefnaneytendur, flytji
starfsemi sína úr yfirgef-
inni ratsjárstöð Varnarliðs-
ins í Rockville á Miðnes-
heiði, að Brjánsstöðum í
Skeiðahreppi innan sex
mánaða. Ekki hefur verið
gengið frá húsnæðiskaup-
um en Guðmundur Jóns-
son, forstöðumaður Byrgis-
ins, segir nokkuð öruggt að
Byrgið flytjist að Brjáns-
stöðum, skammt frá Sel-
fossi.
Húsin voru reist fyrir hótel-
starfsemi og er rými á 2000
fermetrum í alls sjö misstór-
um húsum og segir Guð-
mundur húsakostinn henta
vel undir starfsemi Byrgisins.
Þar er gert ráð fyrir plássi fyr-
ir 80 manns í eftirmeðferð og
er ástand húsanna gott. And-
virði Brjánsstaða er um 150
milljónir króna samkvæmt
söluskrá og greiðir ríkið þá
upphæð, samkvæmt frétt
Morgunblaðsins.
Frá því Byrgið kom fyrst í
Rockville fyrir nokkrum
árum hefur verið varið um 80
milljónum króna í uppbygg-
ingu á svæðinu. Ekki er ljóst í
dag hvað verður um þá fjár-
festingu.
Ágætis
kolaveiði
E ftir áramótin eru bátarog skip farin á miðineftir ágætis frí yfir há-
tíðarnar. Eiríkur Þorleifsson
skipstjóri á Árna KE-89 er á
veiðum á Hafnarleirnum fyr-
ir utan Hafnirnar, en Árni er
allan ársins hring á drag-
nótaveiðum. Eiríkur sagði í
samtali við Víkurfréttir að
hann væri nær eingöngu á
sandkolaveiðum og hefði
gengið vel frá vertíðarbyrj-
un: „Það er búið að vera
mjög gott í flóanum í haust
og þetta lítur allt saman á-
gætlega út. Við erum komnir
með rúm 200 tonn frá vertíð-
arbyrjun og það er ágætt.“
Eiríkur sagði að veiðin gengi á-
gætlega í dag, en á gamlársdag
voru þeir með 7 tonn eftir dag-
inn.
Nýr vegur sem tengirGrindavík við Bláalónið er lítið sem ekk-
ert notaður. Svo virðist sem
fáir viti af tilvist vegarins og
þeir sem sjá hann hafa ekki
hugmynd um hvert vegurinn
liggur. Engar merkingar eru
við veginn og hefur minni-
hlutinn í bæjarstjórn
Grindavíkur séð ástæðu til
að gera bókun um málið. Þar
segir: Bæjarstjóra verði falið
að koma upp greinargóðri
merkingu við báða enda nýja
Bláalónsvegar sem sýni ann-
ars vegar Grindavík og hins-
vegar Bláa lónið. Merking-
arnar verði komnar upp eigi
síðar en 31. desember n.k.
Í greinargerð með tillögu þeirra
Hallgríms Bogasonar og Dag-
bjarts Willardssonar segir:
„Hálft ár er nú liðið síðan lang-
þráður draumur um veg sunnan
Þorbjarnar varð að veruleika.
Vegurinn tengir hið stórfeng-
lega Bláa lón við byggðina í
Grindavík og er ætlaður m.a. til
að auka umferð ferðamanna og
vera þar með ein af traustum
stoðum í atvinnusögu Grinda-
víkur.
Þrátt fyrir margítrekaðar á-
bendingar minnihlutans mán-
uðum saman gerist ekkert í
merkingarmálum og neyðumst
við því til að leggja þetta fram í
tillöguformi. Þar sem nær engir
vita af vegninum er hann svo til
ekkert notaður.
Hallgrímur Bogason
Dagbjartur Willardsson“
„Meirihluti bæjarstjórnar tekur
undir áhyggjur minnihlutans
varðandi uppsetningu á skilti
við Bláalónsveg um Lágafell.
Meirihlutinn bendir á að allri
vegagerð sem tilheyrir Vega-
gerð ríkisins eiga að vera merk-
ingar sem vísa til þess hvert
viðkomandi vegur liggur.
Vegagerðin hefur ekki lokið
við uppsetningu viðkomandi
skiltis og verður það að teljast
óviðunandi.
Það skal upplýst að ferðamála-
fulltrúi er að vinna að undir-
búningi fyrir enn frekari merk-
ingar og er stefnt að því að því
ljúki fyrir upphaf ferðamanna-
tímans.“
Undir þetta ritar meirihluti D-
og S-lista
Í lok síðasta árs skrifa þeir fé-lagar sinn hvorn pistilinn íVíkurfréttir um störf kjör-
nefndar Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi. Þar ræðir Val-
þór um hæfi manna til ákvarð-
anatöku og misbeitingu valds.
Kristján um klofning í kjör-
nefndinni, pólitískt siðferð og
það óréttlæti sem hann hefur
verið beittur.Við skulum gefa
okkur að allt sem þeir segja og
halda fram sé rétt.
SPURNING?
Hvernig má það vera að tillaga
hluta kjörnefndar um skipan
framboðslistans, sem er svo stór-
gölluð að engu tali tekur er sam-
þykkt af meirihluta fundarmanna
Kjördæmisráðs á fundinum í
Stapa, þar sem 158 fulltrúar
mæta. Ekki hefur einn einasti
fulltrúi í Kjördæmisráði átt að
fara í grafgötur um hvað málið
snérist, þar sem í tæpa viku fyrir
fundinn höfðu allir fjölmiðlar
landsins gert sjónarmiðum Krist-
jáns ítarleg skil.
Á sama fundi er lögð fram breyt-
ingartillaga sem leiðrétt hefði allt
óréttlæti kjörnefndarinnar að
mati fluttningsmanna, sú tillaga
var felld. Ekki er hægt að halda
því fram með rökum að fulltrúar
í Kjördæmisráði hafi ekki verið
full upplýstir um málavexti þegar
þeir felldu breytingartillöguna.
MIÐSTJÓRN
Ég er mjög sáttur við að Valþór
hefur sent miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins bréf með athugasemd-
um um störf Kjörnefndar, það er
réttur vettvangur. Ég hvet Valþór
til að birta úrskurð/svar mið-
stjórnarinnar í Víkurfréttum svo
ég og aðrir megi sjá þegar niður-
staðan liggur fyrir. Ég mun sætta
mig við þær niðurstöður sem þar
koma fram möglunarlaust.
BAKARI
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þegar menn lenda í
ógöngum og málstaður þeirra
nær ekki fram að ganga, þá hætt-
ir þeim til að „hengja bakara fyrir
smið“ því miður virðast félagar
mínir Kristján og Valþór vera að
falla í þá gryfju.
Ellert Eiríksson
Nýr Bláalónsvegur
lítið sem ekkert notaður
Kristján / Valþór
Samstarfssamningur um rekstur Eldborgar
Byrgið úr Rockville
innan 6 mánaða
2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:38 Page 14