Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 17
Hvernig skilgreinum við fátækt? Við tölum almennt um efnalega fátækt, þegar fólk skortir fæði, klæði eða húsaskjól, það sem Lúter nefndi hið “daglega brauð” sem við biðjum um í faðirvorinu. Þetta er hin altæka og almenna skilgreining á fátækt. Síðan er til afstæð skilgreining á fátækt. Þá tengist hún ólíkum aðstæðum. Það deilir t.d. enginn um að lífs- kjör hafa batnað í seinni tíð hér á landi, en um leið hafa ýmsir setið eftir samanborið við þá sem bet- ur mega sín. Próf. Símon Jóhann Ágústsson talaði um samanburð- arfátækt í þessu sambandi á sín- um tíma. Er mikið um að fólk leiti til kirkjunnar vegna fátæktar eða fjárhagsvandræða? Það et talsvert um að fólk leiti aðstoðar einkum fyrir hátíðar. Forsetinn okkar, sem var prófess- or í félagsfræði, vakti athygli á þessum vanda í áramótaávarpi sínu og benti á þversagnirnar í ís- lensku þjóðfélagi. Ein ríkasta þjóð heims ætti að geta gert betur í þessum efnum. Forsetinn fjallaði um málið á þverpólitískan hátt og gat þess að von væri á niðurstöðum rann- sóknar um fátækt nú á vormiss- eri. Það er gott að fá félagsfræði- lega úttekt á málinu og í fram- haldi af því þarf að skapa póli- tískan vilja til að takast á við vandann. Er um aukningu að ræða síð- ustu ár? Þetta er nokkuð jafnt milli ára og fátæktin er oft fylgikona sama fólksins. Mér sýnist einnig neyð- in orðin sárari. Það er t.d. ótækt fyrir íslenska þjóð ef móðir verð- ur að gefa barnið sitt vegna þess að hún getur ekki séð því far- borða. Það er ljóst að við þurfum að sinna þeim best sem verst eru settir. Um hvers konar vandamál er að ræða þegar fólk leitar til þín vegna fátæktar? Ég tel að atvinnuleysi sé alvar- legasta rót vandans. Atvinnuleysi skapast við óhagstæðar efna- hagsaðstæður en ekki vegna per- sónulegrar ógæfu. Við erum með yfir 400 atvinnulausa á skrá á Suðurnesjum og atvinnuleysið er komið yfir 3 % á landsvísu. Þjóðfélagið hefur ríkar lagalegar skyldur í þessum efnum sam- kvæmt samfélagssáttmálanum. Aðstoð sem er veitt er því ekki ölmusa. Samfélagið er miklu fremur að taka áskorun Páls postula um að bera hver annars byrðar. Hvaða lausnir sérð þú fyrir þér sem myndu útrýma eða alla- vega minnka fátækt á Íslandi? Með því að auka atvinnuþáttöku sem best við getum. Ég treysti stjórnmálamönnum til að vinna að því hvar í flokki sem þeir standa. Þá greinir hugsanlega ekki á um markmið heldur leiðir í þessum efnum. Fátæktin er fyrst og fremst fylgifiskur at- vinnuleysisins. Hún hefur ekki aðeins áhrif á afkomuna heldur einnig stöðu fólks í samfélaginu og sjálfsímyndina. Í kjölfar fá- tækar fylgir leiði, tilgansleysi og almennt heilsuleysi. Efnaleg fá- tækt getur þannig leitt fólk út í andlega fátækt uppgjafar og von- leysis. Það er lykilatriði að eng- inn láti erfiðar ytri aðstæður ræna sig voninni. VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 17 ® A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 421 0000 Fyrir síðustu jól leituðu 54fjölskyldur á Suðurnesj-um til Suðurnesjadeildar Rauða Krossins og óskuðu eft- ir aðstoð. Stefanía Hákonardóttir fram- kvæmdastjóri deildarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að Rauði Krossinn væri líknarfélag sem fólk gæti leitað til í erfiðleikum sínum: „Fólk sem minna má sín getur leitað til okkar fyrir jólin og við reynum að aðstoða það eftir fremsta megni. Við gáfum þeim fjölskyldum sem leituðu til okkar 15 þúsund króna matarmiða í Samkaup svo þau gætu keypt jólamatinn og haldið gleðileg jól. Verslunarmannafélag Suðurnesja styrkti okkur og gerði okkur það kleift að geta útdeilt þessum mið- um.“ Stefanía segir að þau finni fyrir lítilli aukningu á því að fólk leiti til þeirra fyrir jólin milli ára: „Það hefur einhver aukning orðið en ekki mikil. Hins vegar höfum við fundið fyrir aukningu á því að atvinnulausir leiti sér aðstoðar. Þeir hópar sem mest leita til okk- ar eru öryrkjar, einstæðar mæður með börn á framfæri og fólk sem er atvinnulaust,“ segir Stefanía að lokum. FYRRI HLUTI Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður tók saman. Sendu þína skoðun á johannes@vf.is Sr. Ólafur Oddur Jónsson prestur í Keflavíkurkirkju: Tel að atvinnuleysi sé alvarlegasta rót vandans 54 fjölskyldur leituðu til Suðurnesja- deildar Rauða Krossins fyrir jólin Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem vottuðu okkur samúð og sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Innilegar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans Háskólasjúkrahúss. Hjartans þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Heilsgæslu Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda. Haraldar Sveinssonar, Hlíðargötu 39, Sandgerði 2. tbl. 2003 - bls. 16 og 17 8.1.2003 18:19 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.