Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Það verður að teljastheldur óvanalegt aðunnið sé í jarðvegs- vinnu í byrjun janúar enda er það vaninn að töluvert frost sé í jörðu á þessum tíma ársins. Mikil hitatíð í vetur hefur þó gert það að verkum að starfsmenn Nes- prýði eru á fullu í slíkum verkum og eru þeir þessa dagana m.a. að vinna við gerð útivistarparadísar við Fitjar. Verkið mun kosta um 40 miljónir en nú þegar hef- ur verið komið fyrir göngu- stíg um tjarnirnar ásamt því að ljósastaurum hefur verið komið fyrir um allt svæðið. Starfsmenn Nesprýði, sem átti lægsta tilboðið í verkið, eru þessa dagana að undirbúa lagningu þakna og hlaða veggi ásamt ýmsu öðru en áætlað er að verkinu ljúki í sumar. Að sögn Viðars Más Aðalsteins- sonar framkvæmdastjóra um- hverf is- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar er hugmyndin að þarna verði einskonar um- hverfismiðja, þar sem plantað verður trjám og ýmsum gróðri ásamt því að byggð verður bryggja út í tjarnirnar til fugla- skoðunar. Má búast við að svæðið verði orðið tilbúið í sumar enda hafa starfsmenn Nesprýði fengið ágætis forskot á verkið vegna góðrar tíðar. Bæjarstarfs- menn taka á móti jólatrjám til förgunar Nú þegar jólum er lokiðer fólk í óða önn aðtaka niður jólaskraut- ið. Jólatrén eru eitt af því sem taka þarf niður og munu starfsmenn Þjónustumið- stöðvar Reykjanesbæjar taka á móti jólatrjám til förgunar frá og með 7. janúar og næstu daga þar á eftir. Jólatré skal setja á lóðarmörk og er nauðsynlegt að binda þau við ljósastaur eða grindverk ef hvasst er. Hægt er að láta vita af trjám sem á að hirða í síma 421 1552. Fyrsta barn ársins á Suð-urnesjum fæddist 2. jan-úar á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, 15 marka drengur og 52 sentimetrar. Foreldrar hans eru Sólrún Steinars- dóttir og Elvar Már Sigur- gíslason, en þetta er þeirra fyrsta barn. Sólrún segir að hún hafi verið skráð þann 19. desember en að sá stutti hafi látið bíða eftir sér: „Við vorum alveg viss um að þetta yrði jólabarn, en í staðinn varð hann nýársbarn og við erum ánægð með það,“ segir Sólrún. Elvar segir að strákur- inn sem verður skírður 19. jan- úar sé líkur þeim báðum: „Hann er með dökka hárið hennar mömmu sinnar og nefið hans pabba síns,“ segir Elvar og brosir, en hann ætlar að nýta sér 3 mánaða fæðingarorlof og verður heima hjá konu og barni út janúar og ætlar svo að sjá til. Hinir nýbökuðu foreldrar segja að allt hafi gengið mjög vel eft- ir að þau komu heim af fæð- ingardeildinni og sá stutti sé vær og yndislegur í alla staði. Víkurfréttir óska hinum nýbök- uðu foreldrum til hamingju með frumburðinn. vf stuttar Jólabarnið varð að nýársbarni Fyrsta barn ársins 2003 á Suðurnesjum: 15 ára unglingur tekinn með hass M illi hátíða tók Lög-reglan í Keflavík 15ára ungling sem var með 1 gramm af hassi á sér. Nokkur erill var hjá lögreglu í tengslum við dansleik sem haldinn var í Stapa, en 3 aðil- ar kærðu líkamsárásir.Að sögn lögreglu er um minni- háttar líkamsmeiðsl að ræða í tengslum við árásirnar. Lögregla flutti einn mann undir læknishendur vegna bólgu í andliti.Aðrir leituðu sér sjálfir læknisaðstoðar. Bláa lónið styrkti Hringinn með jólakortafé Það færist í vöxt að fyrir-tæki styrki góðan mál-stað í stað þess að senda jólakort. Í ár styrkti Bláa lónið Barnaspítalasjóð Hringsins um 100.000 kr. Á meðfylgjandi mynd má sjá Magneu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Bláa lónsins hf. Afhenda Áslaugu Viggósdótt- ur, formanni Hringsins, gjöf- ina. www.vf.is Jarðvegsvinna við útvistar- paradís í byrjun janúar Daglegar fréttir á www.vf.is 2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:30 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.