Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 23 nýir hópar upplifa atvinnu- leysi. Það tekur tíma að skapa ný atvinnutækifæri en með samhentu átaki munum við gera það. Á stærra sviði íslenskra stjórn- mála verður eflaust minnis- stætt þegar sagan verður skrif- uð að í alþjóðasamfélagið hef- ur skipað Íslandi á bás með þeim þjóðum þar sem tekjur á hvern mann eru hæstar, láns- traust landsins í hæsta flokki, spilling metin í lágmarki mið- að við samanburðarríki og um- hverfismengun með minnsta móti. Allt eru þetta mikilvægar vörður til góðrar framtíðar. Á alþjóðasviðinu verður mér minnisstæðast hvernig atburð- irnir 11. september árið 2001 hafa markað stríðsógn ársins 2002, sem enn er óvíst hvernig þróast. Af smærri málum, sem þó fá oft meiri umfjöllun Íslenskra fjölmiðla en það sem að ofan greinir má nefna ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að stíga að nýju í landsmálin, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar og á haustdögum. Ég átti ekki von á að vinur minn Þórólfur Árnason yrði kominn í stól borgarstjóra í byrjun þessa árs. Það þarf ekki að fara út í heim til að leita að minnisstæðustu ræðum ársins. Ég tilnefni ræðu Einars Guðbergs á afmæli Þroskahjálpar sem haldið var í Stapa nú í haust. Hann lýsti þeim aðstæðum sem þroska- heftir þurftu að búa við fyrir fáeinum áratugum. Það er ræða sem við ættum öll að heyra og hugleiða. Hún skapar betra og skilningsríkara samfé- lag. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur: Það minnis- stæðasta frá liðnu ári er að sjálfsögðu að taka við starfi bæjarstjóra í Grindavík og heimflutningur fjölskyldunnar frá Kanada. Það kom þægilega á óvart hver gott fólk býr hér í Grindavík auk þess sem það er samheldið á sitt og bærinn snyrtilegur og allt til staðar sem maður þarf á að halda. Af innlendum vettfangi er hvarf borgarstjórans í Reykja- vík í landsmálin og af erlend- um vettvangi er það staðfastur vilji bandaríkjaforseta að fara í stríð við Íraka og ástand mála í mið austurlöndum. Af fjölskyldumálum þá er minnisstæðast að keyra þvert yfir norður ameríku frá Kyrra- hafsströndinni til Halifax. Al- veg frábær ferð og mjög þægi- legt að ferðast í Kanada. Mjög gaman að halda aftur al- íslensk jól með íslenskum mat og komast í kirkju á aðfanga- dag og njóta jólanna með öðr- um hætti en gert er erlendis. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ: Það sem upp- úr stendur á erlendum vett- vangi á árinu sem er að líða er aukin hætta á strýðsátök- um. Það hef- ur farið mikið fyrir strýðsæs- ingamönnum og því miður ótt- ast ég að nýbyrjað ár geti orðið mikið átakaár. Síðustu daga hefur Ísraelsher verið í aukn- um mæli að drepa unglinga og börn í Palestínu. Það mun kalla á viðbrögð. Í raun finnst mér undarlegt að „siðaðar“ þjóðir skuli enn halda sam- bandi við það glæpahyski sem nú ræður för í Ísrael. Á innlendum vettvangi eru sveitastjórnarkosningarnar í vor ofarlega í huga. Þá bauð Samfylkingin í fyrsta sinn fram í mörgum sveitarfélögum og gekk yfirleitt vel. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur hún haldið áfram að eflast, ef við tökum mark á skoðana- könnunum. Mér sýnist flest benda til þess að eftir kosning- arnar næsta vor munum við sjá tvo stóra flokka, Samfylking- una og Sjálfstæðisflokkinn og þar með skýrari línur í Ís- lenskri pólitík. Minnisstæðast á persónuleg- um vettvangi er auðvitað 29. nóvember. Þá héldum við Hulda sameiginlega uppá 50 ára afmæli okkar. Við auglýst- um að við tækjum á móti ætt- ingjum og vinum í Stapanum. Það var mjög ánægjulegt að sjá Stapann fyllast af fólki. Öllum að óvörum giftum við okkur líka þetta kvöld. Það jók auðvitað enn á gleðina. 29. nóvember verður eftir- minnilegur hjá okkur hér eftir. Þetta stendur uppúr öllu öðru. Að lokum óska ég lesendum Víkurfrétta gleðilegs árs og þakka samfylgdina á liðnum árum. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn: Af erlendum vettvangi er það kannski ekki neitt eitt sérstakt. Manni stendur þó ógn af því óvissuástandi sem er að skapast í heiminum og ótti við stríðshugsunarhátt Bandaríkjaforseta. Það stefnir allt í stríð sem enginn sér fyrir endann á. Af innlendum atburðum standa deildurnar um virkjun- arframkvæmdir við Kára- hnjúka hæst og öll umræðan um umhverfismálin. Finnst mér afstaða stjórnvalda mótast af mikilli þröngsýni og óbil- gyrni. Þá eru bæjar og sveitar- stjórnakosningar í vor minnis- stæðar. Af persónulegum málum þá er mér minnisstæðir búferlaflutn- ingar mínir frá Keflavík út í Garð. Þá eru góðar stundir með fjölskyldunni heima og erlendis mjög minnisstæðar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ: Árið 2002 verður mér minnistætt fyr- ir margra hluta sakir. Segja má að fjölskyldan hafi fengið að upplifa allt frá dýpstu sorg til mikillar gleði. Það voru einnig blendnar til- finningar í haust þegar sonur okkar yfirgaf hreiðrið og flutti til borgarinnar. Af einstökum atburðum utan fjölskyldunnar eru kosningarnar í vor mér of- arlega í huga og vel heppnuð Ljósanótt í haust. Af erlendum vettvangi finnst mér stækkun Evrópusambandsins mjög minnisstæð og í raun marka endalok kalda stríðsins. Nú í lok árs er mér efst í huga þakklæti til allra sem sýnt hafa mér og mínum stuðning í sorg og leði og vona að næsta ár verði gott fyrir okkur öll. Skúli Skúlason, starfs- mannastjóri Samkaupa: Af innlendum viðburðum stendur uppúr sú mikla um- ræða sem átt hefur sér stað um virkjana- mál á hálend- inu og sú við- leitni Íslenskra stjórnvalda við að halda at- vinnuleysi í skefjum. Þá eru mér eðlilega minnistæðar nið- urstöður sveitarstjórnarkosn- inganna síðastliðið vor . Vax- andi fátækt virðist líka vera staðreynd og er það hryggileg tilhugsun í okkar ríka landi. Af erlendum viðburðum stendur mér ofarlega í huga stækkun Evrópusambandsins og svo virðist sem þróun Evrópu verði svipuð og Bandaríkjanna og við sjáum hér bandaríki Evrópu á næstu tveimur ára- tugum. Þá finnst mér forseti Bandaríkjanna ekki komast út úr 11.september tilræðinu og eiga erfitt með að grafa stríðs- öxina, afleiðingar þess geta verið hættulegar. Hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur t.d. dreg- ist saman enda vaxandi böl- sýni í kjölfar stríðsrekstrar. Árið 2002 verður minnistætt í fjölskyldunni, ekki sýst vegna þess að nánast allir fjölskyldu- meðlimir hafa verið í skóla eða mikið að spá í frekara nám. Það er kannski tímanna tákn. Þá var sumarleyfi fjölskyld- unnar sérlega vel heppnað. Skúli Thoroddsen forstöðumaður MSS: Ástandið í Palestínu er mér minnis- stæðast, eink- um miskunn- arlaus vald- beiting Ísraela gegn sjálf- stjórnarsvæðunum og Arafat forseta. Þessi valdbeiting er ógnun við lýðræðið og kemur okkur við á Íslandi. Ógnunin sækir næringu í fátækt, þjóðar- legar mótsetningar og í reiði fólks yfir ömurlegum lífsað- stæðum. Því miður óttast ég að fyrirhugaður stríðsrekstur í Írak muni enn magna mótsetn- ingarnar í Mið-austurlöndum og Palestínu, engum til góðs. Af innlendum vettvangi er mér efst í huga aðförin að landinu, við Kárahnjúka og því verð- mæta náttúruundri sem svæðið er og svo Þjórsárverin sem jafnvel stendur til að fórna í þágu erlendra álfursta fyrir nokkur innlend ársverk. Persónulega er mér minnis- stæðast að fá ekki stöðu fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, þrátt fyrir góðan stuðning heima- manna, sem ég er þakklátur fyrir. Það kom mér á óvart að heilbrigðisráðherra skildi hundsa vilja heimamanna til að koma sínum að. En það hafði sjálfsagt sinn tilgang. er þeim minnisstæðast frá árinu 2002? 2. tbl. 2003 - 24 sidur 8.1.2003 17:45 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.