Víkurfréttir - 11.09.2003, Page 5
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Lagið Ljóssins englar eftirMagnús Kjartanssontónlistarmann var valið
Ljósalagið 2003 á Ljósa-
lagskeppninni sem fram fór á
föstudagskvöld. Lagið Ljóssins
englar tileinkar Magnús mág-
konu sinni Jónínu Guðjóns-
dóttur. Rut Reginalds flutti lag-
ið, en í ár fagnar Rut 30 ára
söngafmæli en hún kom fyrst
opinberlega fram í Skrúðgarð-
inum með Magnúsi Kjartans-
syni árið 1973. Texta við lagið
gerði Kristján Hreinsson. Í
öðru sæti var lagið Bæði úti og
inni eftir Valgeir Guðjónsson
og í þriðja sæti varð lag Heru
Hjartardóttur Dimmalimm.
Geisladiskur með lögunum sem
tóku þátt í Ljósalagskeppninni er
nú til sölu og sér Ungmennafé-
lagið Njarðvík um sölu á diskn-
um.
Íris Eggertsdóttir opnaði á Ljósanótt sýningu undir yfirskriftinni Með
rauða kúlu á maganum. Íris Eggertsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Ís-
lands í vor og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Hún sýndi í Fischershús-
inu við Hafnargötu 2 en það er í fyrsta sinn sem myndlistarsýning er hald-
in þar. Húsnæðið er gamla búðin í Fischersverslun með upprunalegum
innréttingum.
Ljósanótt 2003
Menningin blómstraði í Reykjanesbæ
F jórðu Ljósanæturhelginni er nú lokið og getabæjarbúar enn einu sinni glaðst yfir velheppn-aðri hátíð og byrjað að hlakka til þeirrar næstu.
Með metnaði og samstöðu hafa íbúar Reykjanesbæjar
sett Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð endan-
lega á kortið sem eina stærstu og
glæsilegustu bæjarhátíð lands-
ins.
Fjöldi fólks kom að hátíðinni að
þessu sinni og má með sanni
segja að þeir skipti hundruðum
ef allt er til talið. Menningar- og
skemmtidagskrá helgarinnar
var viðameiri en áður og er það
samdóma álit manna að hún
hafi heppnast í alla staði vel.
Fullt hús eða um 900 manns voru í Íþróttahúsinu við
Sunnubraut á setningardaginn þegar okkar menn
mættu Dönum í hnefaleikakeppni og var umgjörð
keppninnar aðstandendum til mikillar fyrirmyndar.
Þá var uppselt í Stapa á föstudagskvöldið þegar
keppnin um Ljósalagið 2003 fór fram en það var lagið
Ljóssins englar eftir Magnús Kjartansson í flutningi
Rut Reginalds sem stóð á endanum uppi sem sigurveg-
ari enda um mjög gott lag að ræða. Ekki er hægt að
ganga frá þessu kvöldi án þess að þakka góðan undir-
búning, frábæran mat og síðast en ekki síst frábær
skemmtiatriði sem öll voru í flutningi heimamanna.
Gott veður, mannfjöldi og skemmtun einkenndi laug-
ardaginn allan þar sem verslanir, söfn og sýningar
voru stútfullar af fólki. Eftir hressilegan landsleik um
kvöldið tók fólk aftur stefnuna á útisvæðið við Hafnar-
götuna þrátt fyrir að vindur og regndropar færu að
gera vart við sig. Kvölddagskráin hófst síðan með
bryggjusöng undir stjórn Bróa og Jóns Björns og síð-
an lék Léttsveit Tónlistarskólans skemmtileg lög. Það
kom síðan í hlut Bæjarstjórnarbandsins og Hljóma að
gleðja mannfjöldann með frábærum tilþrifum fram að
stórglæsilegri flugeldasýningu í boði Sparisjóðsins í
Keflavík. Eftir útidagskrá tóku skemmtistaðir bæjar-
ins við og var Hafnargatan iðandi af lífi langt fram á
rauða nótt.
Dagskrá sunnudagsins tók óvænta stefnu þegar fréttist
af andláti okkar mikils metna skólastjóra,Vilhjálms
Ketilssonar.Vill Ljósanæturnefnd nota tækifærið og
senda vinum og aðstandendum öllum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ljósanæturnefnd kom saman í lok helgarinnar og yf-
irfór alla þætti sem tengdust hátíðinni. Viljum við í því
sambandi sérstaklega þakka jákvæðar ábendingar frá
gestum Ljósanætur og fyrirmyndar samstarfi lög-
reglu, björgunarsveitar og útideildar Reykjanesbæjar.
Síðast en ekki síst ber að þakka þeim fjölmörgu ein-
staklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem
tóku virkan þátt í hátíðinni og sköpuðu þannig þá
samstöðu sem eftir var tekið um allt land. Það verður
áfram okkar markmið að gera enn betur að ári með
ykkar aðstoð.
Fyrir hönd Ljósanæturnefndar,
Steinþór Jónsson, formaður.
Metnaður og samstaða bæjarbúa á Ljósanótt
Ljóssins englar Ljósalagið 2003
Rut Reginalds flytur sigurlagið Ljóssins englar á Ljósalagskeppninni sem fram fór í gærkvöldi.
Magnús Kjartansson, Kristján Hreinsson textahöfundur, Kjartan Már og Viktor Kjartanssynir og Jónína
Guðjónsdóttir, en lagið var tileinkað henni. Myndir: Páll Ketilsson
Með rauða kúlu á maganum
VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 12:31 Page 6