Víkurfréttir - 11.09.2003, Side 14
Vilhjálmur Ketilsson
f. 13.4. 1950 d. 6.9. 2003
Vilhjálmur Ketilsson fæddist á Túngötu 5 í Keflavík,
13. apríl 1950. Hann varð bráðkvaddur laugardag-
inn 6. september síðastliðinn.
Foreldrar hans eru Valgerður Sigurgísladóttir, f. 13.4.
1931, d. 21.6. 2002 og Ketill Vilhjálmsson, f. 14.8.
1929.
Bræður Vilhjálms eru Magnús, f. 29.4. 1951, Sigur-
gísli Stefán, f. 30.8. 1954, Páll Hilmar, f. 7.3. 1962 og
Valur, f. 6.12. 1963.
Eiginkona Vilhjálms er Sigrún Birna Ólafsdóttir, f.
4.9. 1950. Þau voru gefin saman 26. desember 1970 í
Keflavíkurkirkju.
Foreldrar Sigrúnar Birnu eru Margrét Einarsdóttir
f. 24.1. 1925, d. 14.10. 1966 og Ólafur Björnsson, f.
22.4. 1924. Núverandi eiginkona Ólafs er Hrefna
Ólafsdóttir, f. 16.4. 1923.
Börn Vilhjálms og Sigrúnar Birnu eru: 1) Garðar
Ketill, f. 15.10. 1967, kvæntur Kristínu Jónu Hilm-
arsdóttur, f. 25.1. 1964, þeirra börn eru Ásgeir Elvar,
f. 4.9. 1991, Brynjar Freyr, f. 30.7. 1995 og Katla Rún,
f. 11.6. 1999. 2) Margeir, f. 2.2. 1972, sambýliskona
hans er Herborg Arnarsdóttir, f. 26.5. 1975, sonur
þeirra er Dagur, f. 18.5 2003. Sonur Margeirs er Vikt-
or Thulin, f. 6.7. 1995. 3) Ásgeir, f. 18.4. 1973, d. 12.5.
1973, 4) Svanur, f. 6.3. 1977, sambýliskona hans er
Kellyanne Boyce, f. 31.10. 1976, dóttir þeirra er Svava
Ósk, f. 7.4. 2003. 5) Vilhjálmur, f. 2.8. 1980, d. 15.8.
2000. 6) Vala Rún, f. 9.12. 1982, sambýlismaður
hennar er Jón Ingi Jónsson, f. 18.10. 1972, dóttir
þeirra er Vilborg, f. 6.1. 2003, sonur Jóns Inga er
Rúnar Ingi f. 30.4. 1997.
Vilhjálmur ólst upp á heimili foreldra sinna og
bræðra á Túngötu 5 í Keflavík. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur og síðan
kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands. Með námi starfaði hann hjá Varnarliðinu og
Olíufélaginu Esso á Keflavíkurflugvelli og kenndi við
Myllubakkaskóla. Þá var hann æskulýðsfulltrúi í
Keflavík 1974-77 og kenndi jafnframt við Holta-
skóla. Vilhjálmur tók við starfi skólastjóra Myllu-
bakkaskóla 1978 og gegndi því til dauðadags að und-
anskildum árunum 1986-88, þegar hann var bæjar-
stjóri í Keflavík. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Al-
þýðuflokkinn 1986-1994 og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn á því tímabili.
Vilhjálmur var í gullaldarliði Keflavíkur í knatt-
spyrnu og varð Íslandsmeistari með ÍBK, 1969, ´71
og ´73 og lék nokkra leiki með unglingalandsliði Ís-
lands.
Útför Vilhjálms fer fram frá Keflavíkurkirkju á
morgun, 12. sept. og hefst athöfnin kl. 14.
Minning
VF 37. tbl. minning 9/10/03 14:41 Page 15