Víkurfréttir - 11.09.2003, Page 21
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Samkvæmt tölum fráFiskistofu Íslands erhlutur sveitarfélaga á
Reykjanesi 13,32% af heildar-
úthlutuðum aflaheimildum á
nýhöfnu fiskveiðiári eða rúm
50 þúsund tonn í þorskígildum
talið.
Hlutur Grindavíkur er langstærst-
ur en þangað fara rúm 32 þúsund
tonn. Garður fær í sinn hlut rúm
6.500 tonn og litlu minna fer til
Keflavíkur. Vogar eru með tæp-
lega 2.800 tonn, en í Sandgerði
fara tæplega 1.300 tonn. Njarð-
vík rekur lestina með rúmlega
200 tonn.
Sex sjávarútvegsfyrirtæki á
Reykjanesi ná inn á lista 50
stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á
landinu og eru þessi fyrirtæki
samtals með rúmlega 40 þúsund
tonn í þorskígildum talið. Þor-
björn Fiskanes í Grindavík er
með rúmlega 19 þúsund tonn og
er í öðru sæti listans yfir 50
stærstu kvótafyrirtækin. Vísir hf.
í Grindavík er í 7. sæti með rúm-
lega 12.500 tonn. Nesfiskur hf. í
Garði er í 18. sæti með tæp 4.500
tonn og Festi ehf. í Grindavík er
með tæp 1.400 tonn og í 37. sæti
listans. Saltver hf. í Reykjanesbæ
er með rúmlega 1.250 tonn og í
42. sæti listans. Í 43. sæti listans
er Sólbakki ehf. með rúm 1.200
tonn Þessi sex fyrirtæki eru með
tæplega 11% af úthlutuðum afla-
heimildum, en ef tekið er mið af
úthlutuðum aflaheimildum á
Reykjanes er hlutur þessa fyrir-
tækja 81,27%. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Fiskistofu eru sér-
stakar úthlutanir aflamarks ekki
innifaldar í þessum tölum.
13,32% af fiskveiði-
heimildum á Reykjanes
-sex fyrirtæki á Suðurnesjum á lista 50 stærstu
Auglýsingasíminn
421 0000
VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 13:22 Page 22