Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Page 26

Víkurfréttir - 11.09.2003, Page 26
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 27 Á laugardeginum á Ljósanótt bauð verslunin Stapafell upp á getraun þar sem geta átti hve margir Legokubbar voru í stærðarinnar súlu sem staðsett var í versluninni.Alls voru 7.338 kubbar í súlunni og tóku um 300 börn og ung- lingar þátt í getrauninni. Langt bil var á milli fjölda kubba sem giskað var á í getrauninni, en tölurnar voru frá 100 kubbum og upp í 5 millj- ónir. Kristinn Gíslason 13 ára úr Keflavík var nálægt því að geta rétt en hann giskaði á að alls væru 7.337 kubbar í súlunni og munaði einungis einum kubbi. Í öðru sæti var Björgvin Björg- vinsson 13 ára úr Hafnarfirði en hann giskaði á að 7.211 kubbar væru í súlunni og í þriðja sæti var Elínóra Einarsdóttir 6 ára sem sagði að 7.200 kubbar væru í súlunni. Guðrún Hákonardóttir verslunarkona í Stapafelli, Björgvin G. Björgvins- son, Kristinn Gíslason sem sigraði og Anna María Nílsen amma Elínóru sem varð í þriðja sæti. Giskaði næstum því rétt! VF 37. tbl. 32 sidur rest 10.9.2003 14:42 Page 27

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.