Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 27
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★ ★★ ★ ★ 28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu þessa stundina? Sókn og sigrar, saga Framsókn- arflokksins og greinasafn Ey- steins Jónssonar fyrrum ráðherra. Ertu að lesa margar í einu? Stundum gerist það. Hvað lestu yfirleitt lengi? 1/2 tíma til ein klst. þó ekki á hverju kvöldi. Hver er uppáhaldsbókin þín? Ég er mjög hrifin af Íslendinga- sögunum almennt, helst þó Njála og Grettissaga. Hef einmitt sótt námskeið hjá Endurmenntunar- stofnun bæði, Njálunámskeið og Grettissögu. Einnig hef ég sótt námskeið í Sturlungu hjá Jóni Böðvarssyni sem er jú vel- kunnugur okkur Suðurnesja- mönnum. Ef þú ættir aðeins kost á að eiga 3 bækur - hvaða bækur myndirðu velja? Njála, Sturlungu-saga, Ævi-sögu afa míns (3 bækur). H inn góðkunni útvarps-maður Rúnar Róberts-son hitti Simon Le Bon á tónleikum í Las Vegas í júlí sl. þar sem Duran Duran spilaði. Tónleikarnir fóru fram á Hard Rock Café hótelinu í Las Vegas á stað sem heitir The Joint og tekur salurinn aðeins 1400 manns. Rúnar sem hefur verið mikill aðdáandi hljómsveitar- innar frá 1980 segir að tónleik- arnir hafi verið frábærir. “Ég held að þetta séu bestu tónleik- ar sem ég hef farið á.Allir upp- runalegu meðlimirnir voru að koma saman eftir 18 ára hlé og þeir voru bara þvílíkt góðir. Salurinn tók aðeins 1500 manns og nálægðin við þá var mikil,” segir Rúnar, en þeir tóku öll sín bestu lög, auk þess sem þeir fluttu 3 ný lög. “Nýju lögin voru alveg þrælgóð.” Á næsta ári heldur Duran Duran í heimstónleikaferðalag. Rúnar notaði tækifærið og ræddi við Simon um að koma til Íslands. “Ég sagði honum að hann yrði að koma til Íslands. Hann tók vel í það, svona eins langt og það nær. En ég vona að ég hafi alla- vega sáð einhverjum fræjum. Það yrði náttúrulega toppurinn ef þeir spiluðu hér á Íslandi.” Hvaða mynd ertu með í DVD spilaranum núna? Fast and the Furius Hvernig var hún? Þokkaleg Hvað er besta kvikmynd sem þú hefur séð? Full metal jacket Hver er þín uppáhalds leikkona? Julia Roberts Hvað tekurðu DVD disk oft í mánuði? Fjórum sinnum Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Italina Job Tobías Sveinbjörnsson ljósmyndari Qmen Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður ráðherra - Rúnar Róberts hitti goðið Hitti Simon Le Bon í Las Vegas Iðandi mannlíf á Suðurnesjum Hefur þú gaman af að syngja í félagsskap hressra kvenna? Ef svo er þá vilj- um við endilega fá þig til okkar þar sem við getum bætt við okkur konum í all- ar raddir. Ef þú hefur áhuga þá láttu sjá þig í Keflavíkurkirkju (gengið inn bakdyramegin) mánudaginn 15 september 2003 kl:20:00 Við æfum 2 sinnum í viku á mánudög- um og miðvikudögum kl:20:00-22:00, stjórnandi okkar er Krisztina Szklenár og undirleikari Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Upplýsingar gefur Anna B.Árnadóttir í síma: 660- 5927 K V E N N A K Ó R S U Ð U R N E S J A Hefur þú gaman af söng? Það var mikið fjör í Stapanum sl. laugardagsvköld þar Írafár og Skítamórall spiluðu saman, en þessar tvær hljómsveitir eru þær vinsælustu á landinu. Eins og sést á myndunum skemmtu gestir sér konunglega. Ljósanæturball í Stapa VF 37. tbl. 32 sidur loka 10.9.2003 15:43 Page 28

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.