Víkurfréttir - 11.09.2003, Qupperneq 28
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 29
Rúnar með Simon Le Bon á skemmtistaðnum
The Joint í Las Vegas.
Mjög góðir
leikdómar
Sýning Suðurnesja-
manna í Tjarnarbíó
Leikrit Siguringa Sigurjónssonar,
Ráðalausir Menn sem nú er sýnt
í Tjarnarbíó hefur fengið mjög
góða dóma í leiklistargagnrýni
Morgunblaðsins og DV. Sig-
uringi er mjög ánægður og sagð-
ist í samtali við Víkurfréttir að
dómarnir yrðu vart betri.
Sýningar á leikritinu eru eftirfar-
andi:
3. sýning: f immtudaginn 11.
september kl. 20:00
4. sýning: föstudaginn 12. sept-
ember kl. 23:30 - miðnætursýn-
ing
5. sýning: f immtudaginn 18.
september kl. 20:00
6. sýning: föstudaginn 19. sept-
ember kl. 23:30 - miðnætursýn-
ing
Miðar á sýninguna gilda sem
tveir fyrir einn, út að borða á
Thorvaldsen Bar, Kaffi Viktor og
Kaffi Sólon.
Keflavík vann sinnfimmta leik í röð í 1.deildinni þegar liðið
sigraði Njarðvík á útvielli.
Keflavík sigraði 2:0, en það
voru þeir Haraldur Guð-
mundsson og Magnús Þor-
steinsso sem skoruðu fyrir
Keflavík.
Fyrir leikinn var mínútu þögn
til minningar um Vilhjálm Ket-
ilsson, skólastjóra og fyrrum
bæjarstjóra Keflavíkur sem lést
s.l. laugaradag. Leikmenn
beggja liða báru einnig sorgar-
bönd vegna fráfalls Vilhjálms
sem lék um árabil með liði
ÍBK og vann lengi ötullega
fyrir knattspyrnuna í Keflavík,
m.a. sem formaður knatt-
spyrnuráðs.
Bæði mörkin voru skoruð í
fyrri hálfleik en Haraldur skor-
aði mark á 11. mínútu úr auka-
spyrnu Ólafs Ívars Jónssonar.
Á 22. mínútu skoraði Magnús
Þorsteinsson annað markið eft-
ir sendingu frá Hólmari Erni
Rúnarssyni. Njarðvíkingar
byrjuðu seinni hálfleikinn af
krafti en leikurinn varð hálf lit-
laus, enda engin mörk skoruð.
Þó átti Eyþór Guðnason tvö
dauðafæri sem rötuðu þó ekki
í mark Keflavíkur.
Keflavík sigraði Njarðvík
Breyttur
leiktími á
laugardag
Leikur Keflavíkur og Víkings
verður leikinn í Keflavík kl.
15:00 á laugardaginn, en ekki kl.
14:00 eins og áætlað var. Nauð-
synlegt reyndist að seinka leik
Þórs og Leifturs/Dalvíkur á Ak-
ureyri, en Víkingur og Þór eru að
berjast um 2. sætið í deildinni og
þurfti leikurinn á Keflavíkurvelli
að fara fram á sama tíma.
Reykja-
nesmótið
að hefjast
Reykjanesmótið hefst á sunnu-
dag og markar mótið upphaf bar-
áttu vetrarins á milli toppliðanna
í körfunni, en búast má við hörku
keppni. Leikið verður á fimm
völlum í mótinu, sem hefst
sunnudaginn 14. september.
Næstu leikir eru:
Sunnudaginn 14. september í
Njarðvík mætast Breiðablik og
Haukar kl. 17 og klukkan 19
mætast Grindavík og Njarðvík.
Fimmtudaginn 18. september að
Ásvöllum mætast Keflavík og
Breiðablik kl. 19 og kl. 21 taka
Haukar á móti Grindavík.
menning
Barna og fjölskyldusamkomur
Sunnudaginn 14. September kl. 11:00 hefst barnastarfið í
Hvítasunnukirkjunni að Hafnargötu 84. Það er nú orðnar nokkrar
kynslóðir suðurnesjamanna sem hafa farið í gegn um sunnudaga-
skólann okkar frá upphafi.
Samkomurnar sem nú hefjast eru með miklum söng leikjum og
brúðan Guðfinna er nokkurs konar meðhjálpari. Einnig er alltaf
stutt og hnitmiðuð kennsla um „Ljósið „ sem við öll viljum að lýsi
veg okkar. Jesús heitir hann. Þessar stundir eru stílaðar fyrir börn á
öllum aldri og foreldrar eru hjartanlega velkomnir með.
VF 37. tbl. 32 sidur loka 10.9.2003 15:44 Page 29