Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 06.11.2003, Qupperneq 1
BYGGIR MEÐ ÞÉR afsláttur 25% af öllum GROHE blöndunartækjum! S T Æ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222 Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja. 45. tölublað • 24. á rgangur Fimmtudagurinn 6 . nóvember 2003 Ljósagangur á Garðskaga Ljósmynd: Hilmar Bragi Uppsagnir 90 starfsmanna Varnarliðsins semsagt var upp störfum í síðustu viku hafaverið dregnar til baka og hefur varnarliðið ákveðið að eiga samráð við verkalýðsfélög um málið. Í tilkynningu frá varnarliðinu segir að yfir- stjórn Flotastöðvarinnar telji að uppsagnirnar sem gripið var til í síðustu viku hafi verið í fullu samræmi við íslensk lög og venjur og er tekið fram að slíkar aðgerðir verði að vera hafnar yfir grun um ólögmæti og geta talist sanngjörn, og þess vegna sé gripið til þessara ráðstafana. „Að ósk Alþýðusambands Íslands vegna uppsagna starfsmanna mun Flotastöð Varnarliðsins taka upp frekari viðræður við verkalýðsfélög um ásættanlegt fyrirkomulag við niðurskurð á rekstrarfé og áhrif á félagsmenn þeirra. Yfirstjórn Flotastöðvarinnar telur að uppsagnir þær sem gripið var til í síðastliðinni viku hafi verið í fullu samræmi við íslensk lög og venjur. Þeim var ætlað að takmarka sem mest áhrif á heildarstarfsmannafjölda stöðvarinnar. Jafnframt er ljóst að svo afdrifarík ákvörðun fyrir afkomu starfs- manna verður að vera hafin yfir grun um ólögmæti og geta talist sanngjörn. Flotastöð Varnarliðsins hefur því ákveðið að draga til baka uppsagnir sem sendar voru 90 starfsmönnum hinn 28. október síðastliðinn og eiga frekara samráð við verkalýðsfélögin um mál- ið. Stjórnendur flotastöðvarinnar eru reiðubúnir að ræða allar hugmyndir ASÍ varðandi það hvernig mæta megi fjárhagsvanda stöðvarinnar. Þó er ljóst að leiði slíkt samráð ekki til þess að aðrar sparnaðarleið- ir finnist geta tafir á uppsögnum starfsmanna þýtt að grípa verði til enn fleiri uppsagna svo mæta megi nið- urskurði á rekstrarfé,” segir m.a. í tilkynningunni frá Varnarliðinu. Uppsagnir dregnar til baka Varnarliðið veitir gálgafrest: VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:54 Page 1

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.