Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Page 4

Víkurfréttir - 06.11.2003, Page 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ D A G B Ó K L Ö G R E G L U N N A R ➤ P Ú L S I N N Í S A N D G E R Ð I Kórar Fjölbrautaskóla Suðurnesja efna til söngskemmtunar í DUUS-húsum í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. nóvember kl. 20:30. Tveir kórar sjá um dag- skránna, stjórnandi er Kjartan Már Kjartansson en kynnir verður Jóna Guðný Þórhallsdóttir. Undirleikarar eru Sigrún Gróa Magnúsdóttir á píanó og Guð- brandur Einarsson á hljómborð. Órafmögnuð Vegavinna í Reykjanesbæ European Roadworks Music eru Evrópusamtök sem vinna að því að efla kynningu á ungum söngvurum og lagahöfundum. Hera, Santiago og Geir Harðar voru valin úr hópi umsækjanda á Íslandi til að taka þátt í verkefn- inu og munu þau ferðast saman um Ísland 6. - 12. nóvember. Lög eftir öll þrjú koma út á safn- plötu sem gefin verður út með tónlistarfólki frá Ítalíu og Bret- landi. Órafmögnuð Vegavinna verður fimmtudaginn 6. nóvem- ber á Castro í Reykjanesbæ. Helgina 15.-16. nóvemberverður magadansnám-skeið fyrir konur í Púls- inum með Tove Vestm¢ sem er dönsk magadansmey og frá- bær kennari. Hún kennir glæsilegan arabískan magadans. Tove Vestm¢ er ís- lenskum konum að góðu kunn því þetta er fjórða námskeið með henni hér á landi en kennsla hennar höfðar til allra aldurs- hópa. Hægt er að vera með báða dagana. Á laugardeginum verður alls konar dekur, máltíð og magadans fyrir byrjendur en á sunnudeginum er framhaldsnám- skeið í magadansi. Enn eru nokkur pláss laus en skráningu lýkur laugardaginn 8. nóvember. Lestu meira um magadanshelg- ina á www.pulsinn.is eða kann- aðu málið í s. 848 5366. Púlsinn ævintýrahús. Kórar FS með söng- skemmtun í DUUS-húsum Magadans í Sandgerði Ljósmynd: Helgi Bjarnason/Morgunblaðið ➤ M E N N I N G Kastaði röri í bifreið Skömmu eftir miðnætti á föstudagskvöld hringdi kona á lögreglu- stöð og kvaðst hafa verið að aka norður Njarðarbraut í Njarðvík og á móts við Herðubreið/Skjaldbreið hafi maður hent röri í bifreið- ina. Brotnaði framrúðan og skemmdir urðu á toppi. Lögreglumenn könnuðust við manninn af lýsingu ökumanns og farþega bifreiðar- innar. Hafðist upp á honum skömmu síðar og viðurkenndi hann verknaðinn. Sjónvarpi og DVD-spilara stolið í Njarðvík Skömmu eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um innbrot og þjófn- að í íbúð í fjölbýlishúsi á Hjallavegi í Njarðvík. Allt bendir til þess að farið hafi verið inn um ólæsta svalahurð á jarðhæð er íbúar voru fjarverandi í morgun milli kl. 09:30 til 14:30. Stolið var sjónvarps- tæki og DVD spilara. Á föstudagsmorgun kl. 08:48 var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr við nýbyggingu á Klettási í Njarðvík. Tilkynnandi kvaðst sakna fartölvu af gerðinni Compaq. Innbrotið hafði átt sér stað um nótt- ina. Slasaðist á netaveiðum Á föstudaginn var tilkynnt um sjóslys sem átti sér sólarhring áður um borð í Mörtu Ágústsdóttur GK-31. Einn skipverji slasaðist á öxl er báturinn var á netaveiðum á Faxaflóa. Skipverjinn varð fyrir netarúllu. Gullúri og geisladiskum stolið í Garði Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í hús við Hraunholt í Garði. Hafði verið farið inn um glugga með því að losa stormjárn- ið á meðan íbúar voru fjarverandi á milli kl. 16:30 og 18:00 í dag. Stolið var gullúri og sex geisladiskum. Fluttur á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð á Strandarheiði á Reykjanesbraut um níuleytið í morgun og var ökumaður bifreiðarinnar fluttur til aðhlynningar á Landspítala. Maðurinn var einn í bifreiðinni og eru tildrög slyssins óljós. RAUÐUR SÍMI 8 8 8 2 2 2 2 Víkurfréttir safna frekari upplýsingum um málefni Varnarliðsins. Þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar en vilja ekki koma fram undir nafni er bent á talhólf VF sem er í síma 888 2222. Einnig má senda tölvupóst til blaðsins í gegnum vefsíðu vf.is. Þar koma ekki fram upplýsingar um sendanda. Fullum trúnaði heitið. Frí heilun Frí heilun verður laugardaginn 8. nóvember kl. 13-16 í húsi félagsins að Víkurbraut 13. Upplýsingar eða tímapantanir í síma 421 3348 eða 866 0621. Skúli Lórentsson miðill mun starfa hjá félaginu föstudaginn 14. nóvember nk. Tímapantanir hjá Sálarrannsóknarfélaginu. S R F S V íkurfréttum hefurborist yfirlýsing fráVarnarliðinu varð- andi frétt blaðsins sl. föstu- dag þar sem vitnað er til háttsetts yfirmanns hjá Varnarliðinu um að áætl- anagerð um 30% niður- skurð, til viðbótar þeim 18% sem nú er unnið að, sé ráðgerður á næstunni. Vík- urfréttir hafa gögn undir höndum sem sýna áætlanir sem gera ráð fyrir allt að 30% niðurskurði og sagðist yfirmaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið að hann hefði ekki tekið áður þátt í slíkri áætlanagerð.Yf- irmaðurinn hefur starfað hjá Varnarliðinu í áratugi. Í yfirlýsingu frá Varnarliðinu vegna fréttarinnar kemur fram að slíkar áætlanir séu reglulega gerðar til að hægt sé að bregðast við fjölbreyttum aðstæðum sem upp kunna að koma, líkt og í öðrum stórum opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Yfirlýsing Varnarliðsins: „Vegna fréttar blaðsins síðast- liðinn föstudag er rétt að taka fram að rekstur starfsemi á borð við herlið og landvarnir grundvallast á gerð kannana og áætlana svo bregðast megi við fjölbreyttum aðstæðum sem upp kunna að koma líkt og í öðrum stórum opinber- um stofnunum og einkafyrir- tækjum. Varnarliðið og rekstrareiningar þess vinna stöðugt að gerð kannana á rekstrinum og þykir eðli málsins samkvæmt ástæðu- laust að fjalla um þau störf opinberlega, enda langur veg- ur frá því að slíkar kannanir leiði allar til breytinga. Markmiðið með því að grípa svo snemma til uppsagna starfsmanna var að takmarka sem mest fjölda uppsagna þannig að þær hefðu ekki áhrif á skyldur Flotastöðvar- innar til að halda uppi fullum rekstri Keflavíkurflugvallar og skyldur Varnarliðsins vegna öryggis landsins. Skal í því sambandi meðal annars nefna rekstur flugvallar- slökkviliðs, hálkuvarnir á flugbrautum, viðhald flug- leiðsögutækja og flugvallar- mannvirkja auk annarrar ör- yggisþjónustu. Þótt launa- kostnaður sé yfir 70 prósent af rekstrarfé stöðvarinnar, verður nærri tveimur þriðju hlutum niðurskurðarins mætt með öðrum ráðstöfunum, t.d. rekstrarsparnaði á öðrum sviðum og frestun viðhalds- framkvæmda.” Áætlanir gerðar til að bregðast við fjölbreyttum aðstæðum VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 13:23 Page 4

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.