Víkurfréttir - 06.11.2003, Síða 6
Suðurnesjamaðurinn Arn-ar Dór Hannesson kepp-ir í Idol Stjörnuleit ann-
að kvöld á Stöð 2, en Arnar er
eini Keflvíkingurinn sem hefur
komist svo langt í keppninni.
Arnar Dór er 21 árs og stund-
ar nám við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Arnar er nýfluttur
til Hafnarfjarðar, en bjó áður í
Keflavík og álítur sig hrein-
ræktaðan Keflvíking. Arnar
fór að syngja fyrir um einu og
hálfu ári síðan og hefur þanið
raddböndin í brúðkaupum og
árshátíðum.Keppnin á Stöð 2
hefst klukkan 20:30 annað
kvöld.
Í febrúar mun Arnar syngja aðal-
hlutverkið í söngleiknum Hárinu
sem Fjölbrautaskólinn í Breið-
holti setur upp í Austurbæjarbíói
og segist hann vera spenntur að
takast á við það hlutverk. Sýn-
ingar á Hárinu verða alls 13 tals-
ins.
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M Í F Y R I R TÆ K J U M Á S U Ð U R N E S J U M
➤ S U Ð U R N E S J A M E N N E I G A F U L L T R Ú A Í I D O L - S T J Ö R N U L E I T
G eirmundur Kristinsson,sparisjóðsstjóri las fyrirstarfsmenn á bæjar-
skrifstofum Reykjanesbæjar í
lestarátaki sem hófst í bæjarfé-
laginu fyrir tveimur vikum síð-
an.
Ritstjóri Víkurfrétta las fyrir
starfsmenn Sparisjóðsins í Kefla-
vík í síðustu viku og skoraði á
Geirmund sem mætti með bók-
ina Að elska er að lifa, eftir
Gunnar Dal. Þetta er mikil bók
eftir mikinn speking þar sem
hann fjallar m.a. um hvað andleg
velferð þjóðar er mikilvæg eign
hennar. Um tveir tugir starfs-
manna á bæjarskrifstofu Reykja-
nesbæjar við Tjarnargötu í Kefla-
vík hlustuðu á lestur sparisjóðs-
stjórans sem var fróðlegur og
góður. Árni Sigfússon, bæjar-
stjóri tók við fundargerðarbók-
inni sem gengur á milli aðila sem
lesa og heldur bókhald utan um
lesturinn. Árni þakkaði Geir-
mundi fyrir komuna og áskorun-
ina og sagði jafnframt að bærinn
myndi skora á Íslandsbanka í
Keflavík að viku liðinni.
Haustfagnaður:
Tónleikar í Ytri-
Njarðvíkurkirkju
Kvennakór Suðurnesjaheldur tónleika ásamtLögreglukór Reykja-
víkur í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju nk. laugardag, 8. nóv-
ember kl. 17.00. Nú er
skammdegið skollið á og
hvað er betra til að létta
lundina þegar daginn styttir
en að hlusta á fallegan og
skemmtilegan söng? Efnis-
skráin er í léttari kantinum,
í henni er meðal annars að
finna íslensk og erlend dæg-
urlög, s.s. Hljómasyrpu,
Bellu símamær og fleira
gott. Stjórnandi Kvenna-
kórs Suðurnesja er Kriszt-
ina Kalló Szklenárné og
undirleikari er Geirþrúður
Fanney Bogadóttir. Stjórn-
andi Lögreglukórs Reykja-
víkur er Guðlaugur Viktors-
son og undirleikari Anna
Margrét Óskarsdóttir. Suð-
urnesjamenn og aðrir eru
hvattir til að mæta og ylja
sér við ljúfa tóna kóranna.
Miðasala verður við inngang-
inn og er miðaverð kr. 1200.-
Geirmundur las eftir Gunnar Dal
Arnar Dór syngur í Idol og Hárinu
Hvaða lag bræðir hjartað
um leið?
Þú fullkomnar mig.
Hvaða lag myndirðu syngja
til að bræða hjarta stúlku?
Have i told you latley that i
love you.
Syngurðu í sturtu?
Jáhá, svo sannarlega.
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Allt nema gufan,hlusta á þetta
mest allt.
Hver væri þín mesta
martröð?
Að detta út í þessari keppni,
þetta hefur verið draumur
minn síðan það fréttist að
Idolið væri að koma til Ís-
lands.
Nagarðu blýantana þína?
Já þegar ég er stressaður, ég er
að semja við Dodda í bókabúð
keflavíkur um kaup á blýönt-
um, ég hef verið svo stressaður
undanfarnar vikur.
Hvernig finnst þér að hlusta
á sjálfan þig syngja?
Gaman þegar vel gengur,, en
þegar það gengur illa að þá get
ég orðið brjálaður en það þýðir
víst lítið.
IDOL
yfirheyrsla
VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:25 Page 6