Víkurfréttir - 06.11.2003, Page 8
H eilsuleikskólinn Krókurvar formlega opnaðursl. þriðjudag og flutti
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra ávarp við það tilefni. Í
máli ráðherra kom fram að í
ljósi þess að kannanir hafi sýnt
að Íslendingar hafi þyngst á
síðustu árum, þá séu forvarnir
eitt mikilvægasta verkefni heil-
brigðisráðuneytisins. Ráðherra
lýsti ánægju sinni með hinn
nýja leikskóla og sagði að um
einstaklega vel heppnað sam-
starf milli leikskólans og
heilsugæslunnar væri að ræða.
Í fréttatilkynningu frá Landlækn-
isembættinu vegna opnunar
heilsuleikskólans Króks í
Grindavík kemur fram að sam-
starfsverkefni um heilsueflingu í
skólum hafi hafist árið 1999.
Verkefnið var unnið í samstarfi
Menntamálaráðuneytis, Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis og Landlæknisembættis-
ins. Verkefninu lauk formlega
sem þróunarverkefni í árslok
2002 og á ráðstefnu sem haldin
var í desember í fyrra var ákveð-
ið að halda áfram að fá skóla á
öllum skólastigum til að vinna
eftir hugmyndafræði um heilsu-
eflandi skóla.
Leikskólinn Krókur í Grindavík
hefur nú byggt upp sína starfsemi
þannig að hún uppfylli viðmið
heilsuleikskóla. Í leikskólanum
er lögð áhersla á hollt og gott
mataræði og hreyfingu í leik
undir faglegri umsjá. Heilsubók
barnsins, sem var þróuð að
Heilsuleikskólanum Urðahóli, er
notuð í skólastarfinu til að meta á
markvissan hátt þroska og hreysti
barnanna. Þeim börnum sem
þess þurfa er boðið upp á sjúkra-
þjálfun í skólanum og góð sam-
vinna er við heilsugæsluna meðal
annars með því að framkvæma
þroskamat í skólanum. Einnig er
skólinn í góðu samstarfi við bæj-
arfélagið og fyrirtækin þar, til að
börnin fái tækifæri til að kynnast
bænum sínum betur. Reglulegt
samstarf er einnig við hjúkrunar-
heimilið Víðihlíð til að tengja
saman kynslóðir. Starfsfólk leik-
skólans hefur sinnt eigin heilsu-
eflingu til að vera betri fyrirmynd
fyrir börn og foreldra. Við hönn-
un skólans og lóðarinnar var hug-
að að örvun sálar og líkama og
umhverfið býður upp á íslenska
náttúru með fjöllum, hrauni og
fjörulífi,” segir í fréttatilkynningu
frá Landlæknisembættinu.
HITAVEITA SUÐURNESJA fær svo sannarlega mörg prik frá Kall-
inum fyrir nýju virkjunina sem á að rísa á Reykjanesi. Þar skapast
nokkur hundruð störf við byggingu virkjunar-
innar. Ef skýr markmið eru til staðar - þá er
allt hægt!
KALLINN skilur ekkert í varnarliðinu. Eiga
Suðurnesjamenn bara að fá næstu holskeflu
uppsagna yfir sig? Á ekkert að ræða málin?
Væri ekki hægt að ræða við fulltrúa ríkis og
sveitarfélaga um hagræðingu á vellinum? Að
mati Kallsins, sem hefur jú nokkra innsýn inn
í lífið á vellinum, er hægt að hagræða á mörgum sviðum. Það verða
bara utanaðkomandi aðilar að sjá um þá vinnu.
SENDIÐ KALLINUM línu á kallinn@vf.is. - kveðja, Kallinn
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0009, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum
Heilsuleikskólinn
Krókur opnaður
➤ G R I N D A V Í K
- heilbrigðisráðherra í heimsókn
Myndarlegir hrútar í Miðkoti
Hrútasýning var haldin í Miðkoti í Sandgerði nýlega. Sýndir voru níu hrútar.
Efstur vetrargamalla hrúta var Kubbur í Miðkoti og langefstur lambhrúta var
Baukur, einnig frá Miðkoti. Eigandi beggja hrútanna er Jónas Ingimundarson
úr Keflavík. Dómari á hrútasýningunni var Friðrik Jónsson.
Ástkær faðir okkar og vinur,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 7. nóvember kl. 14.
Martha Hauksdóttir, Aðalsteinn Hauksson,
Haukur Ingi Hauksson, Hrafn Hauksson,
Hildur Hauksdóttir, Þórður Helgi Þórðarson,
Guðrún Guðmundsdóttir.
Haukur Ingason,
Hlíðarvegi 5,
Ytri-Njarðvík,
✝
VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 13:25 Page 8