Víkurfréttir - 06.11.2003, Síða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
■Karfan / 1.deild kv.
Íþróttafréttir Víkurfrétta
ÞORGILS JÓNSSON
GSM 868 7712
Kvenna:
GRINDAVÍK-ÍR
Í seinni leik Grindavíkur og ÍR í
Hópbílabikarnum verða heima-
stúlkur aldeilis að spýta í lófana
til að vinna upp 19 stiga mun úr
fyrri leiknum. Pétur Guðmunds-
son, þjálfari Grindavíkur, játar að
spilið hjá sínu liði hafi verið
hikstandi að undanförnu og
skotin hafi ekki viljað í körfuna
en telur þó að síðasti leikur hafi
ekki gefið rétta mynd af getumun
liðanna. Flestar stúlkurnar í hans
liði eru reynslulitlar í efstu deild
en vonast er til þess að þær finni
taktinn sinn og fái sjálfstraustið
og úrslitin fari að batna upp frá
því.
NJARÐVÍK-ÍS
Njarðvíkurstúlkur töpuðu illa
fyrir ÍS í fyrri leik liðanna og má
segja að þær eigi lítinn mögu-
leika á að vinna upp 24 stiga
mun úr þeim leik. Jón Júlíus
Árnason, aðstoðarþjálfari
Njarðvíkur tekur undir það. „Það
má segja að við höfum kastað
þessu frá okkur í síðasta leik en
þá vantaði okkur tvo sterka leik-
menn.” Hann segir að þau muni
nota leikinn, sem fer fram í
kvöld, til þess að kryfja það sem
miður fór síðast og reyna að bæta
þá hluti.
Karla:
NJARÐVÍK-KR
Njarðvíkingar taka á móti KR í
seinni leik liðanna í
Hópbílabikarkeppni karla í
kvöld. Njarðvíkingar unnu fyrri
leikinn með einu stigi þannig að
þeir þurfa að sigra til að tryggja
sig áfram. Friðrik Ragnarsson
segir að það sé gott að hafa ekki
stig á bakinu sem þarf að vinna
upp í seinni leiknum en bætir við
að það það sé gott að fyrri sig-
urinn hafi verið tæpur þannig að
hans menn komi rétt stemmdir til
leiks í kvöld. „Það er ágætt að
þurfa að vinna en ekki hugsa
sem svo að það sé í lagi að tapa
með 4 eða 5 stigum.” Brandon
Woudstra hefur náð sér af fót-
meiðslum sem hafa hrjáð hann
að undanförnu, en Brenton er
ekki enn heill af bakmeiðslum og
er ekki búist við því að hann
verði 100% heill fyrr en í janúar.
„Við höfum verið að leika stíft að
undanförnu og það hefur komið
niður á bata Brentons vegna þess
að hópurinn er ekki nógu breiður.
Við verðum að bæta úr því með
því að leyfa fleiri strákum að
spreyta sig.”
GRINDAVÍK-ÍR
Friðrik Ingi Rúnarsson var ekki
ánægður með tap sinna manna
gegn ÍR í fyrri leik liðanna í 8-
liða úrslitunum og ætlar sér
stærri hluti á heimavelli í kvöld.
„Við vorum ekki að leika vel.
Það vantaði allan neista í okkur
og við hittum illa.” Hann er þó
ekki svartsýnn fyrir leik
kvöldsins því að hann segir að
sínir menn hafi ekki ofmetnast
þrátt fyrir gott gengi síðustu
vikna. „Við erum ekkert slegnir
útaf laginu með þessu. Þetta er
bara eins og hálfleikur og við
mætum tilbúnir til leiks og ætlum
okkur sigur.”
KEFLAVÍK-HAMAR
Keflavík má teljast nær öruggt
um sæti í undanúrslitunum eftir
stórsigur á Hamri í fyrri leiknum
vegna þess að það lið er vand-
fundið sem kemur til Keflavíkur
og vinnur upp 30 stiga mun.
Guðjón Skúlason tekur í sama
streng. „Það mætti segja að það
yrði stórslys ef við kæmumst
ekki áfram með þennan mun í
bakhöndinni.” Keflavíkurliðið er
að fara inn í mjög strangt tímabil
þar sem hver leikurinn rekur
annan í deild, bikar og
Evrópukeppni og hyggjast
Guðjón og Falur dreifa álaginu á
leikmannahópinn en leggja alla
áherslu á Evrópukeppnina.
Breiddin í hópnum er góð og er
næsta víst að margir af hinum
ungu og efnilegu mönnum
liðsins fái tækifæri til að láta ljós
sitt skína í þessum leik sem fer
fram í Keflavík á mánudaginn.
GRINDAVÍK-KEFLAVÍK
Gengi þessara liða hefur ekki
verið eftir væntingum fylgjenda
þeirra en Grindavík er á botni
deildarinnar og hafa einungis
unnið einn leik í vetur á meðan
Keflavíkurstúlkur hafa verið ansi
mistækar í síðustu leikjum.
Hjörtur Harðarson hjá Keflavík
býst við hörkuleik og segir sínar
stelpur ekki vanmeta
Grindvíkinga vegna þess að þær
séu með góðan mannskap sem
eigi bara eftir að springa út en er
þó bjartsýnn á góð úrslit. „Ég
vona bara að mínar stelpur séu
búnar að læra að það þarf að
vinna fyrir öllum sigrum. Þá hef
ég engu að kvíða”
„Við vanmetum Keflavík að
sjálfsögðu ekki, en síðustu vikur
hafa þær sýnt að þær eru ekki
ósigrandi”, segir Pétur
Guðmundsson hjá Grindavík.
Hann væntir þess að ungu
stelpurnar í hans liði fari bráðum
að finna hjá sér sjálfstraustið
sem til þarf.
ÍS-NJARÐVÍK
Þessi tvö lið mætast í deildinni
eftir að hafa leikið tvisvar í
Hópbílabikarnum vikuna áður.
Jón Júlíus Árnason, aðstoðar-
þjálfari Njarðvíkur, segir að sitt
lið mæti til þessa leiks staðráðið í
að bæta sig og halda áfram góðu
gengi þeirra í deildinni. Í
augnablikinu eru Stúdínur í efsta
sæti deildarinnar en Njarðvík og
Keflavík eru einungis tveimur
stigum á eftir þeim. „Við munum
eiga erfitt með að slá þær út í
bikarnum en við munum leggja
allt kapp á að ná árangri í
deildinni” segir Jón Júlíus en
bætir við að Gréta Jósepsdóttir sé
tæp vegna meiðsla og Eva
Stefánsdóttir spili varla með
liðinu næstu vikurnar af sömu
ástæðu.
■Hópbílabikarinn / næstu leikir
Sparisjóðurinn
í Keflavík
Reykjanesbær
Mango Keflavík
Persóna
Hitaveita
Suðurnesja hf.
Hótel Keflavík
Hárgreiðslustofan
Elegans
Fegurð Snyrtihús
Grágás
Víkurfréttir
Þakka kærlega
fyrir drengilega
hjálp vegna Ungfrú
Evrópu og
Ungfrú Skandinavíu
Ragnhildur
Steinunn
Jónsdóttir
VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 13:29 Page 18