Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Page 19

Víkurfréttir - 06.11.2003, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I 45. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. NÓVEMBER 2003 I 19 ■Karfan / úrslit síðustu leikja ■Sund / A-sundmót Ármanns Góður árangur náðist hjásundmönnum ÍRB á A -sundmóti Ármanns um sl. helgi. Mikið var um góðar bætingar hjá yngra sundfólk- inu og margir þeir eldri voru að gera það gott, þrátt fyrir að vera í erfiðum undirbúningi fyrir Bikarkeppnina. Mót þetta var því lokahnykkur hjá þeim í undirbúningnum. Bikarkeppn- in í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur helgina 14. - 16. nóvember og er stefnan sett á að verja titilinn frá síðasta ári. Lið ÍRB var með flest gullverð- laun allra liða á mótinu eða alls 23. Einnig átti liðið þrjá af sex stigahæstu einstaklingunum. Það voru þau Gunnar Örn Arnarson í flokki 12 ára og yngri, Guðni Emilsson í flokki 13 -14 ára og Erla Dögg Har- aldsdóttir í flokki 15 ára og eldri. Eitt Íslandsmet í aldurs- flokki var sett á mótinu en það var Guðni Emilsson sem setti met í 100m fjórsundi. Karítas Heimisdóttir náði einnig frá- bærum árangri þegar hún náði lágmörkum inní unglinga- landslið SSÍ. Stigahæstu einstaklingar ÍRB A-mót Ármanns. Kraftur í Sundfólki ÍRB Hópbílabikar karla HAMAR-KEFLAVÍK Keflavík vann auðveldan sigur á Hamri í heimsókn sinni sl. sunnudagskvöld. Lokatölur voru 65-95 Keflavík í vil. ÍR-GRINDAVÍK Grindavík tapaði fyrir ÍR í Selja- skóla, en lokatölur voru 82-79. Grindvíkingar, sem eru enn ósigraðir í Intersport-deildinni, áttu ekki góðan dag og voru und- ir allan leikinn. KR-NJARÐVÍK Njarðvík bar sigur úr býtum í rimmu sinni við KR í Hópbíla- bikarkeppni karla á mánudaginn. Leikurinn, sem fór fram í DHL- höllinni í Reykjavík, fór 81-82. Njarðvík leiddi allan leikinn en náðu aldrei að hrista Vesturbæj- arliðið af sér og voru klaufar að missa leikinn niður í eitt stig undir lokin. Hópbílabikar kvenna NJARÐVÍK-ÍS Á sunnudaginn beið Njarðvík lægri hlut fyrir ÍS 79-55. Njarð- vík var án tveggja mikilvægra leikmanna, Evu Stefánsdóttur og Grétu Jósepsdóttur. ÍR-GRINDAVÍK Kvennalið Grindavíkur tapaði fyrir ÍR í Hópbílabikarnum í körfuknattleik á mánudaginn. lokatölur leiksins voru 67-48 ÍR í vil en þær spiluðu á heimavelli. Intersport-deildin HAMAR-NJARÐVÍK Njarðvík tapaði fyrir Hamri í Intersport-deildinni síðasta fimmtudagskvöld, en leikurinn fór fram í Hveragerði. Lokastað- an var 79-76 Hamri í vil og áttu þeir sigurinn fyllilega skilinn. KEFLAVÍK-SNÆFELL Keflavík sigraði Snæfell 79-70 á heimavelli sínum í baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir. Keflvíkingar byrjuðu illa og voru undir í hálfleik en komu firna- sterkir inn í þriðja leikhluta og náðu góðri forystu sem þeir héldu til leiksloka þrátt fyrir harða atlögu gestanna. GRINDAVÍK-HAUKAR Grindavík vann öruggan sigur á heimavelli gegn Haukum 85-67. Grindavík hafði mikla yfirburði í leiknum og var staðan 26-9 eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu þeir með 25 stigum. 1. deild kvenna NJARÐVÍK-KEFLAVÍK Keflavík vann öruggan sigur, 58- 90, í nágrannaslagnum við Njarðvík í 1. deild kvenna sem fór fram á miðvikudaginn í síð- ustu viku. GRINDAVÍK-KR Umferðinni lauk með tapi Grindavíkur á heimavelli gegn KR-ingum síðastliðinn fimmtu- dag en lokatölur voru 45-58. VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:40 Page 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.