Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Page 12

Víkurfréttir - 15.07.2004, Page 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Rotaðist í fótbolta ■ Á sunnudag var lögregl- unni í Keflavík tilkynnt um að ung stúlka lægi meðvit- undarlaus á knattspyrnuvell- inum í Grindavík. Lögregla og sjúkrabifreið voru þegar send á staðinn en í ljós kom að stúlkan hafði fengið fót- bolta í höfuðið og rotast. Stúlkan var með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn en var flutt til skoðunar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Tekinn með fíkniefni ■ Á laugardag fann lögregl- an í Keflavík fíkniefni í fórum ungs manns. Þar var um að ræða 10-15 grömm af hassi og um 1 gramm af amfetamíni. Eigandinn sagði að efnin hefðu verið ætluð til einka- neyslu en ekki til sölu. Ufsanum mokað upp ■ Mjög góð veiði hefur ver- ið hjá færabátum sem leggja upp aflann í Sandgerði. Aðal- lega hafa bátarnir verði að fá stóran ufsa. Karl Einarsson starfsmaður á höfninni í Sand- gerði sagði í samtali við Vík- urfréttir að veiðin hjá færabát- unum hafi verið fremur slök hingað til. „Það hefur verið nóg af ufsa en þeir hafa verið tregir til að taka hann upp fyrr en núna. Ufsinn sem þeir eru að koma með að landi er það stór að þeir eru snöggir að ná honum upp,“ sagði Karl en kílóverðið fyrir ufsann á fisk- mörkuðum er í kringum 35 krónur. M ódel.is hefur hafiðsamstarf við Víkur-fréttir og Qmen við leit að fyrirsætum. Leitað er að bikiní módeli ársins og mun sú stúlka prýða blaðsíður vinsæl- ustu blaða landsins næstu mánuði og ár. Þær stúlkur sem birtast sem Qmen stúlkan, ásamt þeim stúlkum sem kepp- tu í sumarstúlku Hafnarfjarð- ar, Álftanes og Garðabæjar, mun bjóðast að fara í prufu á vegum módel.is. Þetta gefur stúlkum Qmen skemmtilegt tækifæri að koma sér enn meira á framfæri sem fyrirsætur í allskyns verkefnum. Ásdís Rán, framkvæmdastjóri módel.is, sagði í samtali við Vík- urfréttir að þær stelpur sem hafa nú þegar birst á vef Víkurfrétta séu gott efni í fyrirsætur og sé velkomið að mæta í prufu hjá módel.is. Haft verður samband við stelpur Qmen og Sumarstúlk- unar á næstu dögum en þeim er bent á að hafa samband í síma 421-0000 eða í síma 697-5837 ef þeim gefst kostur á. Módel.is og Víkurfréttir hefja samstarf Þegar ég heyrði að til stæði að forsætisráð- herra Davíð Oddsson færi til fundar við forseta Bandaríkj- anna til að ræða m.a. og kannski fyrst og fremst, framtíð varn- arliðsins á Keflavík- urflugvelli, taldi ég að nú myndi ljúka því langa tímabili óvissu sem um þetta málefni hefur ríkt allt of lengi. Svör við spurningum þingmanna og sveitarstjórnarmanna um hvert stefn- di í málefnum varnarliðsins hefur alltaf verið svarað að hálfu ráðherra ríkisstjórnarinnar á þann eina veg að ekkert væri að frétta, en um leið og næðist fund- ur við hina bandarísku ráðmenn myndu mál skýrast og óvissu létta. Þeir hafa líka sagt að á meðan ekki væri um viðræður að ræða, væri um óbreytt ástand að ræða í umfangi varnarliðsins og engar breytingar yrðu gerðar nema í fullu samráði við ríkisstjórn Ís- lands. Við sem höfum fylgst með þróuninni upp á velli án þess að vera með einhver sérstök gleraugu á nefinu, gleraugu sem virðast þeirri náttúru gædd að engan sannleik megi sjá í gegnum þau, vitum að varnarlið- ið hefur dregið verulega úr starfssemi sinni með fylgjandi fækkun íslenskra starfsmanna. Við sjáum einnig að bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að draga úr starfsseminni með því að minnka fjárfram- lög til varnarstöðvarinnar og þannig náð niðurskurði þeim, sem þeir hafa ekki náð í viðræðum eða samn- ingum við íslensk stjórnvöld. Þetta virðast íslensk stjórnvöld láta sér nokkuð vel líka og ekki hafa mótmæli þeirra verið hávær, eða hafa þau talið nauðsynlegt að ræða neitt sérstaklega við aðila á Suðurnesjum um stöðu mála og framtíð- arhorfur. Í framhaldi af því sem sagt hefur verið og gert, mátti búast við því að fundur æðstu ráðamanna Bandaríkjanna og Íslands myndi skila einhverjum árangri, í því að skýra mál og setja málefni Kefla- víkurflugvallar í eitthvað formlegt ferli sem skilaði niðurstöðu innan skamms. Vonbrigðin voru því all- nokkur þegar í ljós kom að fundurinn skilði engum áþreifanlegum eða sjáanlegum árangri og óvissan enn sú sama og áður, eða jafnvel hálfu verri þar sem nú hefur þó verið haldinn langþráður fundur sem vonir höfðu verið bundnar við. Þeir sem hafa misst störf sín á Keflavíkurflugvelli á undangengnum misserum og einnig þeir sem bíða milli vonar og ótta um framtíð starfa sinna fyrir Varnarliðið lifa ekki lengi á því að Bush hafi jú skil- ið það sem Davíð Oddsson sagði við hann og myndi kynna sér málið. Hvað er þá að marka það sem við okkur hefur áður verið sagt; að málið hafi verið á borði bandaríkjaforseta og þaðan myndi koma einhver niðurstaða? Hefur málið þá bara leg- ið á borði hans án þess að hann hafi kynnt sér það á nokkurn hátt? Sú staðreynd að bandarísk stjórnvöld vildu að íslendingar tækju meiri þátt í rekstri flug- vallarins eru ekki ný tíðindi og sú krafa legið fyrir lengi. Það er mál til komið að íslenskir ráðamenn hristi af sér slenið og setjist að raunverulegu samn- ingaborði við Bandaríkin um framtíð varnarliðsins. Á sama tíma verði sett í gang samráð við heima- menn um hvernig skuli brugðist við þeim samdrætti sem orðinn er og þeim samdrætti sem vænta má. Fundur Bush og Davíðs sýnir okkur svo ekki verður um villst að það er ekkert bitastætt að gerast í mál- inu og að óbreyttu haldi störfum á flugvellinum áfram að fækka án þess að nein viðbragðsáætlun sé fyrir hendi. Nú hljóta þó utanríkisráðherra og forsætisráðherra að svara ítrekaðri beiðni stjórnar Sambands Sveitar- félag á Suðurnesjum um fund um málefni Keflavík- urflugvallar. Geri þeir það ekki hlýtur að vera hægt að álykta sem svo að það sé ekkert að frétta og te- boðið hafi engum árangri skilað. Jón Gunnarsson Þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi Hjalað í teboði vestanhafs ➤ Jón Gunnarsson skrifar um fund Bush og Davíðs: Frumsýning á söngleiknum Hárinu fór fram síðastliðinn föstudag í Austur- bæ. Mikið bar á suðurnesjamönnum á sýningunni enda taka þeir stóran þátt í henni. Það eru þeir Davíð Guðbrandsson, leikari, og Guðjón Kjartans- son, framkvæmdastjóri en þeir voru í góðu skapi eftir frumsýninguna. „Hún hefði ekki getað tekist betur sýningin því allir voru í toppformi. Við- tökur áhorfenda voru stórkostlegar og fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna,“ sagði Guðjón eftir frumsýninguna. Mikið hefur borið á suðurnesja- mönnum í leikhúsunum og er ekki annað að sjá en að þeir haldi því áfram. Hárið frumsýnt Guðjón Kjartansson framkvæmdastjóri Hársins með Hilmi Snæ eftir frumsýningu. Davíð Guðbrandsson með foreldrum sínum og systur eftir frumsýninguna. Elsku Jórunn mín, takk fyrir samfylgdina og ánægjustund- irnar á Kaffi Duus. Svo falleg og góð, og full af eldmóð. Þú kvaddir alla svo fljótt. Ég bið að þú sofir og Guð að mér lofir að gefa þér góða nótt. Hvíl þú í friðið elsku vina sjá nú mun þjáningum lina ég veit að um ókomna daga þá hittumst við aftur og bið að Guðs kraftur mun angist og sorg okkar laga. Alda Hafsteinsdóttir Minningar- ljóð 29. tbl. 2004-Stefan5 14.7.2004 12:15 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.