Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Lögreglan: TVÖfréttir MUNDI 8 MUNDI Menn geta sem sagt lært um net á netinu... Annars hef ég hug á að gerast Mundi ehf. 8 Samkaup veita styrki til góðra málefna: Eitt virtasta sjávarútvegs-tímarit heims „Fishing News” fjallaði nýverið um netagerðardeild Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Tímaritið sem kemur út mánaðarlega fjallar um sjávarútveg og fisk- veiðar um allan heim. Í greininni er fjallað ítarlega um starfsemi netagerðardeild- arinnar og er fyrirsögn grein- arinnar „Iceland´s the place to learn about gear” eða Ísland er staðurinn til að læra um veið- arfæri. Það er Quentin Bates sem skrifar greinina en hann var á sínum tíma stýrimaður á Íslandsmiðum. Quentin ræðir meðal annars við Lárus Pálmarsson, forstöðu- mann deildarinnar og Ólaf Jón Arnbjörnsson skólameistara. Sagt er frá nýjum tilraunatanki sem verið er að setja upp í skól- anum, fjarnámi sem nýtast mun nemendum um allan heim og samstarfi við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Athygli af þessu tagi er mikil viðurkenning fyrir FS og það þróunarstarf sem átt hefur sér stað innan skólans. 8 Fjölbrautaskóli Suðurnesja vekur athygli erlendis: Netagerðin í FS á síðum „Fishing News“ Fjögur grömm af am-fetamíni fund ust á tvítugum karlmanni í Reykjanesbæ í síðustu viku. Lögreglan í Keflavík hand- tók manninn vegna gruns um neyslu og vörslu fíkni- efna. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu. Með fjögur grömm af amfetamíni Á öðru hundraði í gemsanum! Fyrir helgi var öku-maður stöðvaður á Grinda vík ur vegi á 123 km hraða og var hann einnig að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Há- markshraði á Grindavíkur- vegi er 90 km. Betur fór en á horfðist þegar bifreið valt út af Grindavíkurvegi rétt fyrir kl. 2 aðfararnótt sunnudags. Enginn slasað- ist, en bifreiðin skemmdist töluvert og var fjarlægð með kranabíl að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Talið er að hálka hafi valdið slysinu. Sluppu við meiðsl eftir bílveltu Samkaup veittu í fyrradag styrki til þriggja aðila, Lista safns Reykja nes- bæjar, KFUM og KFUK og At- hvarfs geðfatlaðra. Athöfnin var haldin í Duus-húsum. Skúli Skúlason, starfsmanna- stjóri Sam kaupa, sagði við afhendinguna að þeim þætti sjálfsagt að gefa aftur til baka í samfélagið og leggja góðum mál- efnum lið. Athvarf geðfatlaðra fékk 500.000 kr. til að standa straum af inn- búskaupum í aðstöðuna. Geð- sjúkdómar eru afar aðkallandi vandamál og mun athvarfið án nokkurs vafa verða mörgum til hjálpar. KFUM og K fengu 200.000 krónur til að styrkja áratuga- langt starf þessara mætu sam- taka. Var það von Samkaupa að styrkurinn mætti nýtast áfram til góðra verka og sagði fulltrúi samtakanna að fjármunirnir munu koma sér vel í að standa straum af framkvæmdum á húsi þeirra. Þá fékk Listasafn Reykjanes- bæj ar styrk að upp hæð kr. 500.000.- til að styðja við þá um- byltingu sem Skúli sagði hafa átt sér stað á sviði menningar og lista í Reykjanesbæ undan- farin ár og hafi nálægð við slíkt auðgað bæinn. Afhentu styrki fyrir á aðra milljón króna AF GEFNU TILEFNI Myndlyklaþjónusta Víkurfrétta fyrir Digital Ísland er opin virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Á föstudögum er opið til kl. 15. Nokkuð hefur borið á því að hringt er í blaðamenn Víkurfrétta eftir lokun afgreiðslu vegna myndlyklaþjónustu. Fólk er vinsamlegast beðið um að hringja í síma 515 6100 ef upp koma vandamál með myndlykla eftir lokun afgreiðslu hjá Víkurfréttum. Samkvæmt samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjölgun einkahlutafélaga í sveitarfélögum kemur í ljós að 629 einkahlutafélög eru skráð í Reykjanesbæ í október á þessu ári. Þau voru 422 árið 2000 og þýðir það 49% fjölgun, sem er nokkru meiri hlutfallsleg fjölgun en t.d. í höfuðborginni á sama tíma. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Á síðunni er haft eftir Árna Sigfússyni bæjarstjóra að ánægjulegt sé að slíkur fjöldi einkahlutafélaga skuli vera í bænum. Hins vegar byggi skatttekjur bæjarfélagsins á útsvari, en með fjölgun einkahlutafélaga lækkaði útsvarsstofninn nokkuð, sérstaklega með breytingu yfir í einkahlutafélög frá árinu 2002. Helmingsfjölgun einkahlutafélaga í Reykjanesbæ VF -L JÓ SM YN D : O D D G EI R KA RL SS O N VF -L JÓ SM YN D : Þ O RG IL S JÓ N SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.