Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 33
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 9. DESEMBER 2004 I 33 Á síðasta bæjarráðsfundi Reykjanesbæjar var lagt til að álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda verði óbreytt á árinu 2005 að und- anskyldu sorphirðugjaldi sem hækki í kr. 5.100 úr kr. 4.900. Út svarspró sent an yrði því áfram í 12.7% en ekki hækkuð upp í 13.03% sem er löglegt há- mark. Var til lagan samþykkt með þremur atkvæðum meirihlut- ans, en Jó hann Geir dal og Ólafur Thordersen, Samfylk- ingu, sátu hjá og bókuðu að þeim þætti óráð að nýta ekki tekjumöguleika sveitarfélagsins að fullu meðan bæjarsjóður er rekinn með tapi ár eftir ár. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu ákveðið að fylgja ekki fordæmi annarra sveitarfé- laga sem hafa verið að hækka álögur á þegna sína að undan- förnu. Þau hafa vísað til útgjalda- aukningar vegna launahækkana kennara sem eina stærstu or- sökum hækkana. „Vissulega þýða kennarasamn- ingarnir aukinn kostnað en við þurfum ekki að leggja 200 milljóna króna skatt á bæjar- búa til að mæta því,” segir Árni og bætir því við að eignarstaða bæjarins sé nægilega sterk til að hægt sé að halda áfram uppbygg- ingu áfram. Árni sagði að lokum að hann hefði trú á því að fólk ið í bænum væri ekki hlynnt frekari skattlagningum. „Skattahækkanir eru auðveld leið í pólitík, en við munum fara erfiðari leiðina. Við trúum því að heillavænlegra sé að Reykja- nesbær marki sér sérstöðu fyrir lága skatta og góða þjónustu. Þannig getum við laðað fólk til bæjarins og það skilar tekjum til bæjarsjóðs.” Útsvarið hækkar ekki 8 Reykjanesbær: VF -L JÓ SM YN D : O D D G EI R KA RL SS O N Fréttirnar sérðu fyrst á vf.is! ................................ Íþróttafréttir daglega á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.