Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R M EN N IN G 8 Listasafn Reykjanesbæjar: Tónlistarmaðurinn Hjör-leifur Ingason frá Kefla-vík hef ur, í samstarfi við Elvar Bragason, gefið út diskinn Regn, en þeir félagar standa að samnefndum dúett. Diskurinn samanstendur af 10 lögum sem þeir hafa samið, en einn textinn er eftir Þorstein Eggertsson. Hjörleifur hefur verið að semja popptónlist síðustu 30 ár og leikið með hljómsveitum í Dan- mörku, en hann bjó þar um 19 ára skeið og stundað nám í tónlistarskóla FÍH. Hann og Elvar hafa leikið saman undir merkjum Regns í eitt ár og hafa spilað mikið á veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu Í fréttatilkynningu sem fylgir disknum kemur fram að nafn dúettsins sé hugsað sem eins konar mótleikur við öllum „sól- arböndunum,” t.d. Á móti sól, S.S. sól o. fl. Hjörleifur segist vera mikill jazz- og fönkmaður en þessi plata sé hreinræktað popp. Síð- asta lag disksins, Snúðurinn, var framlag Hjörleifs í Ljósa- lagskeppnina 2004. Fyrsti diskur dúettsins Regn 8 Tónlistarmaðurinn Hjörleifur Ingason frá Keflavík: Hið árlega Jólahapp-drætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er farið í gang og er boðið upp á marga glæsilega vinninga að þessu sinni. Í aðalverðlaun er ný bifreið af gerðinni Toyota Yaris, en auk þess er hægt að tryggja sér sjónvarp, hljómtækjasam- stæðu eða örbylgjuofn. Heildarverðmæti vinninga er rúm 1.500.000 og er einungis dregið úr seldum miðum. Dregið verður á Þorláks- messu, en allur ágóði rennur til líknarmála. Gunn ar Gunn ars son organisti og Sigurður Flosason saxófónleik- ari halda tónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 20:30 Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af út komu geisla disks ins “Draumalandið”, en hann kom út um miðjan nóvem- ber. Á diskinum leika Sigurður og Gunnar 13 íslensk ættjarð- arlög í eigin útsetningum, en þar gegnir spuni stóru hlutverki. Diskurinn hefur að geyma hefðbundin ætt- jarðarlög á borð við “Land míns föður” eftir Þórar- inn Guðmundsson, “Hver á sér fegra föður land” eft ir Emil Thoroddsen og þjóðsöng Íslendinga eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Einnig koma fyrir einsöngslög með þjóðlegu ívafi svo sem „Draumalandið“ Sigfús Einarsson og „Nótt“ (Nú ríkir kyrrð í djúpum dal) eftir Árna Thorsteinsson. Þá eru flutt dæg- urlög sem á síðari árum hafa fest í sessi sem ættjarðarlög svo sem “Ísland er land þitt” eftir Magnús Þór Sigmundsson og „Fylgd“ eftir Sigurð Rúnar Jóns- son. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson hafa áður vakið athygli fyrir diska sína „Sálma lífsins“ og „Sálma jólanna“, en báðir nutu mikilla vinsælda og hlutu jákvæða dóma. Gunnar og Sigurður hafa auk þess báðir gefið út diska í eigin nafni og leikið inn á fjölda diska með öðrum. „Draumalandið“ var tekið upp í Laugarneskirkju í júní sl. Þar leikur Gunnar Gunnarsson á nýtt íslenskt pípuorgel, smíðað af Björg- vini Tómassyni. Orgelið, sem var vígt í desember 2002, er hið stærsta til þessa eftir íslenskan orgelsmið. Þess má geta að “Drauma- landið” er fyrsti geisladiskur- inn sem hljóðritaður er á hið nýja orgel Laugarneskirkju. Draumalandið er m.a. gefið út til að fagna 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 100 ára afmæli heimastjórnarinnar í ár. Þess má geta að Sigurður Flosa- son og Gunnar Gunnarsson eru tilnefndir til íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir diskinn. Tónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju 8 Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson: Yaris aðal- verðlaun í Jóla- happdrætti Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum stendur nú yfir sýning á olíuverkum úr safneigninni. Um er að ræða verk eftir ýmsa listmálara frá mismunandi tímum þar sem náttúra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Þórarin B. Þorláksson. Sýningin er opin alla daga frá 13.00-17.30 fram að jólum og eru íbúar bæjarins hvattir til að nota tækifærið og sjá hluta safneignarinnar. Enginn aðgangseyrir er í Duushúsin í desember. Gömlu meistararnir í DUUS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.