Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 8 VIÐHORFSKÖNNUN Á NETINU Spurt var: Ertu sammála því að breyta rekstri fríhafnar- innar í einkarekstur? Já sögðu 22%. Nei sögðu 78%. Alls voru greidd 130 atkvæði. Spurning vikunnar á vf.is er: Hvar gerir þú stærstu jólainnkaupin? Suðurnes eða höfuðborgarsvæðið. Farðu inn á vef Víkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar í Víkurfréttum vikulega, ásamt næstu spurningu. Já: 22% Nei: 78% Vals fimmtud ags Í ljósaskiptunum Skil ekki hvernig í ósköpunum mér datt í hug að standa í flutningum í byrjun desember. Það var svo sem ekki á skipulaginu en svona gerast hlutirnir bara. Hefði að vísu getað sagt mér það sjálfur að vera ekki að kaupa húseign í miðju kennaraverkfalli og það á miðju hausti. Mig minnti að þriggja mánaða afgreiðslutími væri algengur í húsaskiptum en í þetta skiptið tók það mun skemmri tíma. Verð þó að viðurkenna að þetta er ekkert tiltökumál. Einu sinni flutti ég á sjálfan þjóðhátíðardaginn sautjánda júní, takk fyrir. Hæ, hó, jíbbíjei og jibbíjei! Ætla samt ekki að mæla með svoleiðis flutningstíma hjá fólki með börn. Miklu skemmtilegra að vera niður í skrúðgarði. Jafnvel þó hann rigni. Frúin var reyndar búin að pakka fyrir löngu og útbýta innanstokksmunum samkvæmt erfðagreiningu. Enn og aftur sluppu bikararnir og verðlaunapeningarnir mínir við að lenda á tombólu. Dótið í bílskúrnum er náttúrulega yfirgengilegt og því guðs blessun að fá að koma því haganlega fyrir í gámunum hjá Kölku. Þar eru yndislegir starfsmenn á hverju strái og hreint út sagt frábær aðstaða til að koma bíl- skúrsdóti fyrir til frambúðar. Miklu stærri og betri ,,skúr’’ þar en hjá mér. Sé ekki eftir neinu. Get svarið það! Fataskápurinn var ekki alveg eins auðveldur. Einhverra hluta vegna tengist maður fatadruslunum tilfinninga-böndum enda verið umvafinn görmunum við hin ýmsu tilefni. Minningar um veislur, partí, jól og páska rifjuðust upp í hugskoti mínu eins og flassmyndir í módelmyndatöku og það var virkilega gaman að heilsa upp á sumar tuskurnar. Ógleymanleg svarta skyrtan sem týndi tölunum þegar ég tók syrpuna upp á borði niður á Rá. Eða diskódressið frá Hollýwood árunum. Hvað þá karrígula vetrarúlpan sem ég keypti í Zöru á Spáni. Fór reyndar aldrei í hana. Fullir fata- pokar af minningum eru nú á leið til Rauða krossins og verður dreift til nýrra eigenda. Vona svo sannarlega að þeir eigi eftir að eiga jafngóðar minningar og ég í görmunum. Það eina sem ég á virkilega erfitt með þessa dagana er að búa í kössum á jólaaðventunni. Allir farnir að skreyta og jólaljósin mín einhversstaðar á milli húsa. Mér líður eins og herra Jólafúl, ljóslausum og allslausum og það í sjálfum ljósabænum. Hefði sennilega verið litinn horn- auga í nýja Las Vegas hverfinu uppi á ,,Völlum’’ef ég væri að flytja þangað. Það fer ekki á milli mála að ljósadýrðin er öllu meiri í norðurbænum en suðurbænum þessa stundina. Ég er því staddur einhversstaðar í ljósaskiptunum. EFTIR VAL KETILSSON �������������������� �������������������������������������� ���������� � ����� ���������� ������������ ��� ��������������� ������ ������ ������������ Gárungarnir eru fljótir að finna ný nöfn á hlutina. Í kjölfar umræðu síðustu vikna um olíusamráð þá gaukaði einn ágætur lesandi því að okkur að ný merking hafi verið lögð í skammstöfunina OSK sem enn má sjá á olíutanki í Keflavík. Vildi hann meina að OSK þýddi OlíuSamráðsKlúbburinn og vitnaði þar til samskipta forstjóra olíufélaganna... OSK = OlíuSamráðsKlúbburinn Rúmlega 830 millj óna króna halli verð ur á bæjarsjóði á þessu ári samkvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar á þriðju- dagskvöld. Gert var ráð fyrir 4 milljóna króna rekstrarafgangi í upphaflegri fjárhagsáætlun sem lögð var fram í lok síð- asta árs. Hart var tekist á um málið á fundi bæjarstjórnar á þriðjudagskvöld og lögðu bæði minnihluti og meirihluti fram bókanir vegna málsins. Minnihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þróun- arinnar og krefst þess í bókun að gripið verði til annarra vinnu- bragða. Í bókun minnihlutans segir: „Þegar upphafleg fjár- hagsáætlun var samþykkt í lok síðasta árs var gert ráð fyrir 4 milljón króna rekstrarafgangi. Niðurstaðan er því verri sem nemur 837 milljónum eða 23% af heildartekjum bæjarsjóðs sem nema um 3,5 milljörðum króna. Á síðasta ári var rekstrarniður- staða bæjarsjóðs neikvæð um rúmar 800 milljónir, en þá var hallinn fjármagnaður með sölu- hagnaði fasteigna, sem ætlaður var til niðurgreiðslu skulda. Slíkum söluhagnaði er hins vegar ekki til að dreifa á þessu ári og því ljóst að ef ekki tekst að ná tökum á rekstri bæjarins stefnir í algjört þrot á nokkrum árum,” segir m.a. í bókun minni- hlutans vegna málsins. Segir einnig í bókuninni að þótt margt gott hafi verið gert á síð- ustu árum þá sjái það allir að ekki sé hægt að halda áfram á þessari braut. „Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi getu til þess að taka upp önnur vinnubrögð. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir sem kynntar hafa verið gefa tilefni til að ætla að áfram verði keyrt umfram áætlanir og að Reykjanesbær verði skuldum vafinn í lok þessa kjörtímabils.” Meirihluti bæjarstjórnar lagði einnig fram bókun vegna máls- ins þar sem segir í framhaldi af góðri rekstrarniðurstöðu árið 2003 hafi Reykjanesbær fjárfest í mjög mikilvægum verkefnum fyrir framtíð bæjarins. „Góð eignastaða Reykjanesbæjar leyfir að farið sé í slíkar fjárfestingar. Þessum aðgerðum er ætlað að skila auknum tekjum í bæjar- sjóð vegna fjölgunar bæjarbúa og betri atvinnutækifæra þeirra. Samfylkingunni og Framsókn er velkomið að vinna þetta með sjálfstæðismönnum og öllum góðum ábendingum fagnað nú sem fyrr,” segir í bókun meiri- hluta bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar. 830 milljóna kr. halli 8 Bæjarsjóður Reykjanesbæjar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.