Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Dr ek kið Þriðjudaginn 14. des kl. 19.40 Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, hélt á mánu dag utan til Austurríkis Þar sem hún mun keppa á Evrópumeistaramót- inu í 25m laug sem fram fer í Vín. Mótið hefst í dag, fimmtu- dag, en 487 keppendur frá 35 þjóðum keppa á mótinu. Erla Dögg mun keppa í 50, 100 og 200m bringusundi og 200m fjórsundi ásamt boðsundum á mótinu. Mótið fer fram í gríðar- lega stórri tónleikahöll, Vienna City Hall, þar sem mótshaldar- arnir hafa komið fyrir glæsi- legri átta brauta keppnislaug sem síðan verður tekin niður að loknu móti. Eftir að laugin er komin upp tekur höllin 3600 áhorfendur, 500 keppendur og 200 frétta- menn í sæti. Við hliðina á höll- inni er einnig önnur fullkomin laug til upphitunar. Bein útsending verður frá úr- slitum mótsins á Eurosport og er einnig hægt að fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu á netinu á heimasíðu mótsins. Jón Oddur Sigurðsson, ÍRB, hafði einnig náð lágmörkum fyrir mótið en hann mun ekki fara sökum anna í námi. Ný og skemmtileg íþrótt hefur rutt sér til rúms í 88 Húsinu að undanförnu. Um er að ræða „Gólf tennis” sem byggir að miklu leyti á sömu reglum og borðtennis. Notast er við borðtennisspaða og -kúlu en í stað borðsins hefur verið markaður völlur í kjallara hússins og net strengt milli helm- inganna. Hafþór Barði Birgisson, forstöðu- maður 88-Hússins, segir leikinn hafa verið afar vinsælan meðal gesta hússins síðan völlurinn var settur upp. Til að sannreyna skemmtunina tóku fulltrúar frá Víkurfréttum stutt mót við liðsmenn Intro en skemmst er frá því að segja að Intro-menn höfðu betur með 3 sigrum gegn einum. Verður ekki langt að bíða eftir annarri umferð til að jafna metin. Nýstárleg íþrótt í 88-Húsinu -Allir í gólftennis Erla Dögg á EM Körfuknatt leikslið ið Ljón in úr Njarð vík hefur fengið til liðs við sig tvo Kana til að leika í 16- liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ á sunnudag. Annar þeirra er Anthony Jones, sem átti margan stórleikinn fyrir Grindavík í úrslitakeppn- inni á síðustu leiktíð. Hinn leikmaðurinn er Steve Smith, alnafni NBA hetjunnar, en hann er 2 metra hár strákur sem Ljónin vona að eigi eftir að hjálpa þeim í baráttunni undir körfunum. Leikmennirnir eru gagngert fengnir í þennan eina leik en Jón Júlíus Árnason, þjálfari Ljónanna segir ekki loku fyrir það skotið að leikmennirnir verði kallaðir aftur til leiks ef allt fer að óskum gegn Skalla- grími. „Þeir eru til í að koma til að rokka þetta aðeins upp með okkur og það er aldrei að vita nema við köllum aftur í þá ef við komumst í 8-liða úrslitin.” Jón segir kostnaðinn við þeta ævintýri ekki vera ýkja mik- inn. „Þetta er bara flugfarið og svo einhver pappírsvinna sem kostar líka eitthvað. Við eigum hins vegar góða stuðningsmenn sem styðja við bakið á okkur. Svo vonumst við til að fylla Ljónagryfjuna á sunnudaginn og komast nær draumaúrslita- leiknum Njarðvík-Ljónin!” Grindvíkingar sektaðir um 100.000 kr. Körfuknattleiksdeild Grinda- víkur hefur verið sektuð um 100.000 krónur fyrir að fara yfir leyfilegt launahámark til leikmanna og fyrir að skila ekki fjárhagsáætlun til KKÍ á réttum tíma. Grindvíkingar hafa gert brag- arbót á sínum málum og fellst eftirlitsnefnd KKÍ á að búið sé að kippa öllu í liðinn en sektardómurinn stendur engu að síður. Auk þess hefur sektardóm- urinn það í för með sér að Grindavík og Snæfell, sem var einnig sektað fyrir samskonar brot, geta ekki verið fyrir ofan önnur lið sem hafa jafnmörg stig í lok deildarkeppninnar. Stórhuga Ljón fá sér Kana Leikið var í Íslandsmótinu í knattspyrnu í Íþróttahúsinu í Garði um helgina. Þar mættust 7 lið í 5. flokki drengja og var hart tekist á. Leikmenn buðu upp á skemmtileg tilþrif og drengilegan leik og fór mótið vel fram. Reynir/Víðir, vann 3 af lekjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur. Góður árangur hjá Reyni/Víði Strákarnir sýndu mörg skemmtileg tilþrif og skildi engan undra þótt þar leyndust afreksmenn framtíðarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.