Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 9. DESEMBER 2004 I 35 Kirkjustarfið Maður hefði haldið að sú mynd sem við gefum öldruðum af samfélaginu ætti að búa þeim áhyggjulaust ævikvöld í sjálfu velferðarríkinu. Það vakti því athygli mína að heyra í rík- isútvarpinu nýlega að einmitt fyrir jólin verði sumt aldrað fólk órólegt því það kvíði þeim sam- skiptum sem það á í vændum um jól og áramót við fjölskyldu sína. Getur það verið að það sé einmitt á jólum og öðrum stór- hátíðum sem við leggjum það á ömmur og afa að horfa upp á glaðværasta fólk ummyndast í hálfgerð óargadýr þegar rifist er um hvar börnin eigi að vera á jólunum? „Þegar við hugsum til jóla sjá flestir fyrir sér frið- sæla og hátíðlega kvöldstund, þar sem menn njóta góðs matar og samveru við sína nánustu. Í mörgum tilvikum er jólahald af þessu tagi því miður tálsýn ein. Jólin eru mörgum eins konar tilfinningalegur vígvöllur, þar sem barist er um fjölskylduna yfir jólasteikinni, og flestir koma sárir og illa leiknir undan hátíðunum. Hin hefð- bunda stórfjölskylda hefur nefnilega vikið fyrir nýrri gerð af stórfjölskyldu“ segir í fréttapistli 15. nóvember frá Sigríði Hagalín tíðindamanni RUV í Kaupmannahöfn. Þá segir Sigríður okkur einnig frá því að nú hafi verið stofnuð samtök í Dan- mörku sem heita Nýir afar og ömmur. Samtökin halda fundi þar sem vandamál tengd nútíma stórfjölskyldunni eru rædd og krufin til mergjar. Þar miðla afar og ömmur úr klofnum fjölskyldum af reynslu sinni og læra af öðrum. Á fyrsta fundi samtakanna ræddu sálfræðingar við afa og ömmur um jólahald í nýju fjölskyld- unni. Í kringjum fjölskylduhátíðir hefði mátt ætla að stórfjölskyldan sameinaðist að minnsta kosti eitt kvöld og ætti saman gleðileg jól. En nú á tímum raðkvænis er öldin önnur og greinilegt af þessum fréttum að þörf er fyrir slík samtök. Stórfjölskyldan í dag er nefnilega ekki einungis skipuð afa og ömmu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum. Nei, hin nýja stórfjöl- skylda þarf líka að rúma fyrrverandi tengdabörn, nýja maka þeirra, sem eru orðnir stjúpforeldrar barnabarnanna og börn þeirra af fyrr hjónabandi og svo hafa börnin fundið sér nýjan maka og eign- ast með þeim börn auk barnanna sem báðir eiga úr fyrri hjónaböndum. Nýja stórfjölskyldan þarf því að rúma síbreyti- legan og oft ósamrýmdan hóp fólks af mismun- andi kynslóðum og hjónaböndum. Afarnir og ömmurnar standa oft hjá og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir enda með því að halda jólin án barna og barnabarna eða stökkva úr landi t.d. til Kanarí vegna þess að þeir treysta sér ekki til að takast á við þessar breyttu aðstæður. Það er þó huggun harmi gegn að yfirleitt mildast fólk með árunum og verður umburðarlyndara. Margir aldraðir standa sig eins og hetjur í þessu sambandi og taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Viljir þú vita meira um hið nýstofnaða félag fyrir afa og ömmur þá er slóðin www.denyebedstefora- eldre.dk/ Helga Margrét Nútíma teygjufjölskyldan á jólum 8 Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar: Keflavíkurkirkja Laugardagur 11. des.: Árnað heilla: Sigrún Haralds- dóttir og Björn Oddgeirsson, Lyngmóa 12, Reykjanesbæ, ganga í hjónaband kl. 18. Sunnudagur 12. des.: 3. sunnudagur í jólaföstu. Fjölskylduguðsþjónusta/ sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njálsdóttir, umsjónarmaður. Jólasveiflan verður endurtekin sunnudaginn 19. des. kl. 20. Sjá Vefrit Keflafvíkurkirkju: keflavikurkikja.is Þriðjudagur 14. des.: Jólafundur Tjarnarsels með þátttöku foreldra barnanna. Miðvikudagur 15. des.: Leikskólabörn koma í kirkjuna kl. 10 og 14. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Aðventusamkoma 12. des. kl. 17. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju og Eldeyjarkórinn syngja. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnu- dagaskóli 12. desember kl. 11, síðasta skiptið á þessu ári. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Sunnudagaskóli í Ytri-Njarðvíkur- kirkju 12. des. kl. 11, ekið frá Safn- aðarheimilinu kl. 10.45 og komið við í strætóskýlinu Akurbraut á leið í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Systrafélag Njarðvíkurkirkju fundar 2. þriðjudag hvers mán- aðar kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kirkjuvogskirkja (Höfnum) Sunnudagaskóli 12. des. kl. 13.30. Síðasta skipti á þessu ári. Aðventusamkoma 12. des. kl. 17. Kór Ytri-Njarðvíkur- kirkju og Eldeyjarkórinn syngja. Piparkökur og kaffisopi á eftir í boði sóknarnefndar. Allir hjartanlega velkomnir. Baldur Rafn Sigurðs- son sóknarprestur Grindavíkurkirkja 5. desember: Sunnudagaskólinn kl. 11:00. 11. desember: Jólatónleikar Tónlistarskóla Grindavíkur verða haldnir kl. 11:00, 13:00 og 14:30. 12. desember: Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 20:00. Blönduð dagskrá í tali og tónum með þátttöku barna, unglinga og fullorð- inna. Létt kirkjuleg sveifla með hljómsveit og söngvurum Nýstofnaður kvennakór syngur. Útskálaprestakall Laugardagurinn 11. desember kl. 11. Safnaðarheimilið í Sandgerði - kirkjuskólinn Kl. 13: Safnaðar- heimilið Sæborg - kirkjuskólinn Sunnudagurinn 12. desember kl. 17:00: Safnaðarheimilið í Sandgerði - Aðventutónleikar kirkjukórs Hvalsneskirkju. kl. 20:30 Útskálakirkja - Aðventutónleikar kirkjukórs Útskálakirkju. Hvítasunnukirkjan Keflavík. Sunnudagar kl. 11:00 Barna- og fjölskyldusamkoma. Þriðjudaga kl. 19.00 Bæna- samkoma. Fimmtudaga kl. 20:00 Vakningarsamkoma www.gospel.is Baptistakirkjan á Suðurnesjum Alla fimmtudaga kl. 19.30: Kennsla fyrir fullorðna. Barnagæsla meðan samkoman stendur yfir. Sunnudagaskóli: Alla sunnudaga. Fyrir börnin og unglingana 11:30 - 12:30: Börnin eru sótt í kirkjuna. 11:50 - 12:30: Leiktími. 12:30 - 12:45: Bæna- stund, söngvar, inngangur. 12:45 - 13:15: Handbókartími: Lærið minnisvers og lesið Biblíuna. 13:15 - 13:30: Skyndibiti. 13:30 - 14:00: Kennslutími, prédikun. 14:00 - 14:20: Spurningarkeppni. 14:20 - 14:30: Lokaorð og bæna- stund. 14:30 - Leiktími. Samkomuhúsið á Iðavöllum 9 e.h. (fyrir ofan Dósasel) Allir velkomnir! Prédikari/Prest- ur: Patrick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756 Elsku Elvar Þór, til hamingju með 1 árs afmælið í dag. Mamma, pabbi og Davíð Þór. Elsku Reynir minn. Ti l hamingju með 5 ára afmælið. Þín amma í Garði. Afmæli

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.