Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n 8 Háberg GK komið til Grindavíkur: Bókabúð Grindavíkur fag naði þeim mer ka áfanga að halda uppá 40 ára starfsafmæli þann 24. nóvember sl. Mikill fjöldi gesta og gangandi litu við og þáðu veitingar. Heitt var á könnunni og bakkelsi með. Eigendur frá upphafi eru þau hjónin Halldór Ingvason og Helga Emilsdóttir. Helga sagðist vel muna eftir u pph a f i b ó k a b ú ð a r i n n a r. „Kaupfélagið hafði ákveðið að hætta með bóksölu og leyfið var laust. Halli var fyrir norðan á síld og ég sótti um og fékk úthlutað leyfinu,” segir Helga. Fyrsta verslunin var staðsett í kjallaranum á Vesturgötu 6 en fluttist þaðan í litlu búðina að Ási á Víkurbrautinni. Um það leyti er Halldór tók við Olís versluninni við Hafnargötu fluttu þau starfsemina þangað. Þann 24. nóvember árið 1984 flutti verslunin í núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni við Víkurbraut. Helga segir að grunnurinn að svo löngu og farsælu starfi sé fyrst og fremst góðu og tryggu starfsfólki að þakka, ásamt velvilja bæjarbúa. Uppsjávarveiðiskipið Háberg GK í eigu Sam-herja kom til Grinda- víkur í síðustu viku eftir sex daga sigl ingu frá Pól landi. Skipið hét áður Antartic og er eina uppsjávarveiðiskipið sem gert verður út frá Grindavík. Eftir að Samherji festi kaup á skipinu var því siglt rakleiðis til Póllands þar sem það und- irgekkst ýmsar breytingar. Sett var í það kraftblökk og annar nauðsynlegur búnaður til nóta- veiða. Hábergið er útbúið fyrir tveggja skipa togveiðar eða svokallaðar parveiðar og er gert ráð fyrir að það verði að einhverju leyti á slíkum veiðum. Skipið heldur á síldveiðar í næstu viku og stefnt er að því að 10 menn verði um borð við togveiðar en 12 á nótaveiðum. Skipstjóri er Þorsteinn Símonar- son og yfirvélstjóri er Þórhallur Sigurjónsson. Bókabúð Grindavíkur 40 ára VF -L JÓ SM YN D : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N Útbúið til tveggja skipa togveiða VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G U N N AR K RI ST JÁ N SS O N VF -L JÓ SM YN D : Þ O RG IL S JÓ N SS O N Þorsteinn Símonarson skipsstjóri Iðnaðarmenn að störfum um borð. Háberg GK við bryggju í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.