Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.12.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R 8 Fjölmenni í rigningunni í miðbæ Reykjanesbæjar: Fjöl menni var í skrúð-garðinum í Keflavík á laugardagskvöld þegar ljósin voru tendruð á vinabæj- arjólatrénu frá Kristiansand í Noregi. Jónas Bergsteinsson, nemandi í 6. bekk Njarðvíkur- skóla kveikti ljósin á trénu eftir að Guttorm Vik, sendiherra Noregs hafði afhent Reykja- nesbæ tréð að gjöf. Þrátt fyrir að veður hafi ekki beint verið eins og helst væri á kosið sveif jólaandinn yfir vötnum þar sem Hurðaskellir og nokkrir bræður hans mættu á staðinn og sungu með börn- unum og dönsuðu í kringum jólatréð. Þá má ekki gleyma Tóta Tannálfi og Blásarasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar sem skemmtu viðstöddum með söng og hljóðfæraleik og For- eldrafélagi Tónlistaskólans sem sá til þess að engum væri kalt með því að bjóða upp á heitt kakó og kaffi. Ljósin tendruð á Vinabæjarjólatrénu í Reykjanesbæ Lögregla var kölluð að húsi einu í Keflavík um helgina þar sem kona ein svaf ölvunarsvefni á útidyratröppunum um hánótt. Eftir að lögreglu- menn vöktu hana kom í ljós að þetta voru hennar eigin tröppur. Mað ur slas að ist þegar pressa féll á hann í húsi í Garði í síðustu viku. Verið var að flytja pressuna sem er um 200 til 300 kíló að þyngd. Maðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og eftir skoðun þar var hann fluttur á Landspítala há- skólasjúkrahús í Reykjavík. Var maðurinn talinn vera mjaðmagrindarbrotinn. Vakin af lög- reglu á úti- dyratröppum Vinnuslys í Garðinum VF -L JÓ SM YN D : Þ O RG IL S JÓ N SS O N VF -L JÓ SM YN D : Þ O RG IL S JÓ N SS O N Kallinn á kassanum er í fríi þessa viku en mætir galvaskur í jólagír í næsta blaði!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.