Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þriðjudaginn 11. janúar voru 4 ár liðin frá fjöl-mennum borgarafundi sem haldinn var í Stapa að frumkvæði áhugahóps um ör- ugga Reykjanesbraut. Á fund- inn mættu um eitt þús und manns til að þrýsta á yfirvöld um að tvöfalda Reykjanesbraut sem allra fyrst. Nú fjór um árum síðar hefur um helm- ingur leiðarinnar verið tvöfald- aður en framkvæmdir liggja nú niðri og formleg niðurstaða um hvenær seinni hlutanum verði lokið liggur ekki fyrir. Á hu g a h ó p u r u m ö r u g g a Reykjanesbraut hefur á síðustu mánuðum átt fundi með sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvars- syni, og þingmönnum kjördæm- isins. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir áhugahópsins til samgönguráð- herra að mæta á nýjan borg- arafund þann 11. janúar taldi ráðherrann sig ekki geta orðið við því enda myndi niðurstaða um framhaldið ekki liggja fyrir á þeim tímapunkti. Nú hefur samgönguráðherra aftur á móti samþykkt að mæta á borgara- fund með áhugahópnum 11. febrúar n.k. sem ber að fagna enda gefa fyrri ummæli ástæðu til að reikna með að ráðherrann kynni þar niðurstöðu sína enda mun vegaáætlun ríkisstjórnar- innar liggja fyrir nú í lok þessa mánaðar. Væntum jákvæðrar niðurstöðu „Loksins er komið að þeim tíma- punkti þar sem samgönguráð- herra gerir grein fyrir framhaldi verksins og áætluðum verk- lokum,” sagði Steinþór Jónsson, formaður áhugahópsins í sam- tali við Víkurfréttir. „Við höfum ástæðu til að vænta jákvæðrar niðurstöðu á þessum fundi enda liggur mikilvægi verk- efnisins ljóst fyrir og þeim skiln- ingi hefur samgönguráðherra deilt með okkur frá fyrsta degi. Vilji allra þingmanna á fund- inum 2001 var mjög skýr en þar voru ártölin 2004 og 2005 nefnd sem sá tími sem tvöföldun lyki og höfum við því enn tækifæri til að sjá þann draum rætast á réttum tíma.” Búist við miklum fjölda Á fundinum er gert ráð fyrir ræðu samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar ásamt stuttum ávörpum þingmanna kjördæm- isins en síðan munu þeir allir svara spurningum úr sal. Þá má búast við einhverjum skemmti- legum uppákomum í anda verksins. Búast má við miklum fjölda á fundinn en formaður áhugahópsins skorar á alla sem mættu á fundinn fyrir fjórum árum að koma aftur og taka nú vini sína með sér! Taka daginn frá „Þessi fundur er ekki síður mikil- vægur en sá fyrri því áríðandi er að sá raunverulegi stuðningur sem framkvæmdin hefur komi skýrt fram á fundinum,” segir Steinþór og bætir við. „Við félag- arnir í áhugahópnum sem leitt höfum vinnuna út á við höfum síðustu fjögur ár unnið verkinu framgang í anda fundarins sem var einn fjölmennasti borgara- fund landsins á sal. Það er ekkert annað sem hefur hjálpað okkur meira í baráttunni en þessi mikli fjöldi og sá kraftur sem allir sem þar mættu skynjuðu. Við skorum því á alla að merkja við daginn og gera ráðstafanir til að mæta á ný í Stapann eftir réttan mánuð. Undirbúningur fundarins fer nú á fulla ferð en á næstu dögum munum við hitta þingmennina okkar, formann samgöngunefndar og fleiri aðila sem máli skipta. Með þessa ein- staklinga í okkar liði getum við tryggt niðurstöðu sem allir geta fagnað.” Á heimasíða áhugahópsins um tvöföldun Reykjanesbrautar á slóðinni www.steini.is/reykja- nesbraut má finna á annað hundrað fréttir og greinar um verkefnið allt frá árinu 1998. Á næstu dögum verður opnaður borði á vef Víkurfrétta þar sem verður listi fyrir þá aðila sem vilja skrá sig á fundinn og skora með því um leið á aðra að mæta og klára málið. 8 Barátta tvöföldunar Reykjanesbrautar heldur áfram: Borgarafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar haldinn í febrúar - fjögur ár liðin frá síðasta fundi. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun mæta á fundinn og kynna framkvæmdir við áframhald tvöföldunar Reykjanesbrautar. Hægt verður að skrá sig á fundinn á vf.is. Frá fundinum í Stapa fyrir fjórum árum. stuttar F R É T T I R Kveiktu tvisvar í sorpgámum Lögregla og slökkvilið voru tvívegis kölluð út á aðfaranótt föstu- dags vegna elda sem höfðu verið kveiktir í sorpgámum við Holtaskóla og Garðasel. Greiðlega gekk að slökkva eldana en við Holtaskóla sáust 4-6 piltar hlaupa af vettvangi. Skutu flugeldum á hús og bíla Á aðfaranótt föstudags vor u fjór ir ung ir menn kærðir fyrir að sprengja flugelda víðsvegar um Reykjanesbæ. Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um að menn irn ir hefðu verið að skjóta flugeldum á ökutæki sem voru í akstri og á mannvirki. Eitthvað af flugeldum fannst í bifreið mannanna og voru þeir hald- lagðir. Lögreglu er ekki ljóst hvað mönnunum gekk til með þessu hátterni. Lögreglan spark- aði upp hurð og handtók fjóra Lögreglan í Keflavík handtók á föstudags-kvöld fjóra aðila sem höfðu brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Heiðarhverfi í Keflavík. Upp úr kl. 21 var tilkynnt um grunsamlegar manna- ferðir við íbúðina og er lög- reglumenn komu á staðinn vaknaði grunur um fíkniefna- neyslu þeirra sem inni voru. Ekki var komið til dyra og urðu lögreglumenn að sparka upp útihurð íbúðarinnar. Á borðstofuborði var bæði am- fetamín og hassmulningur, ca. 0.5 gr. af hassi og 0.4 gr. af amfetamíni. Fólkið var hand- tekið og fært í fangageymslu en sleppt seinna um nóttina að lokinni yfirheyrslu. Ekk- ert af fólkinu er búsett í íbúð- inni. Ofurölvi færð heim Nokkuð var um smærri útköll hjá lögreglu um helgina. M.a. var tilkynnt um ofurölvi konu á Faxabraut og var henni komið til síns heima. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um ölvun við akstur, annar fyrir að aka án þess að endurnýja ökuskírteini sitt og sá þriðji fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma. Eitt hávaðaútkall barst. 8Löggan situr aldrei auðum höndum:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.