Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 1
HEKLA_Vikurfrettir021104.FH11 Tue Nov 02 12:47:23 2004 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K ������������������������ ��������������� �������������� ������������������ ������������������ ��������������������� 2. tölublað • 2 6. árgangur Fimmtudaguri nn 13. janúar 2005 Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 8 Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll tvöfaldast á næstu 10 árum: Farþegafjöldi um Keflavík-urflugvöll mun tvöfaldast á næstu 10 árum. Farþegar sem fara um völlinn verða 3,1 milljón árið 2015 en þeir voru 1,6 milljón á síðasta ári. Þetta kemur fram í endurmetinni spá sem breska fyrirtækið BAA plc. hefur gert fyrir Keflavíkurflugvöll. Þetta eru 10% fleiri farþegar en í hliðstæðri spá sama fyrirtækis frá árinu 2001. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf., segir ljóst að menn verði að halda vel á spöðum og hraða eftir mætti framkvæmdum við að stækka og breyta skipulagi í flugstöðinni til að halda í við far- þegafjölgunina. Gert sé ráð fyrir að fjárfesta á alls fjórða milljarð króna í stækkun, breytingum og betri aðbúnaði fyrir farþega og flugrekstraraðila á árunum 2004 og 2005 - án þess að álögur á far- þega og flugrekendur hafi verið auknar. „Starfsfólki við flugstöð- ina og tengdra aðila mun fjölga um 50% á næstu árum. Í dag er fjöldi starfsfólks við stöðina og aðila tengdri henni á svæðinu um 1800 manns. Á þessu sést að á næstu árum munu verða miklar breytingar á stöðinni,” sagði Hösk- uldur í samtali við Víkurfréttir. Reykjanesbær mun áfram niðurgreiða vistun hjá dagmæðr- um með sama hætti og áður og fyrirhuguð skerðing á niðurgreiðslum tekur ekki gildi. „Ég við ur kenni að þessi ákvörðun okkar var ekki í anda þeirrar miklu uppbygg- ingar í þágu fjölskyldunnar sem við viljum standa fyrir og við viljum því leiðrétta hana. Við höfum ákveðið að verða við óskum foreldra og verðandi foreldra og halda áfram niðurgreiðslum með sama hætti og var fyrir ára- mót. Fyrirhuguð breyting gengur því ekki í gildi“, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í grein sem hann ritar í Víkurfréttir í dag. Láta undan þrýstingi foreldra - dagmæðrapláss niðurgreidd Hundruð nýrra starfa á Keflavíkurflugvelli Reykjanesbær og SBK, sem annast almenningssam-göngur til og frá höf uð- borgarsvæðinu, hafa gert með sér samkomulag um að SBK bjóði námsmönnum sem nema utan svæðis 50% afslátt af fargjöldum. Miðað við fullt gjald og daglega notkun vagnanna getur afsláttur- inn numið um 35 þúsund krónum á mánuði. Með þessu tilboði hyggst SBK auka nýtingu vagnanna og Reykjanesbær hyggst koma til móts við nemendur sem eru í skóla utan svæðis. Þeir eiga með þessu kost á að ferðast á milli með hagkvæmum hætti. Þannig er komið til móts við at- hugasemdir um alla niðurfellingu styrkja til einstaklinga sem nema utan svæðis. - Sjá einnig á vf.is Nemendur fá 50% afslátt hjá SBK Gert sé ráð fyrir að fjárfesta á alls fjórða milljarð króna í stækkun, breytingum og betri aðbúnaði fyrir farþega og flugrekstraraðila á árunum 2004 og 2005 - án þess að álögur á farþega og flugrekendur hafi verið auknar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.