Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 2005 I 11
Dansleikir
alla laugardaga
Janúar
15. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar.
22. Rúnar Þór og hljómsveit.
29. Rokksveit Rúnars Júlíussonar.
Febrúar
5. Magnús Kjartansson
ásamt Helgu Möller.
12. Rokksveit Rúnars Júlíussonar.
19. Hljómsveit Hilmars Sverissonar.
26. Rúnar Þór og hljómasveit.
Mars
5. Rokksveit Rúnars Júlíussonar.
12. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar.
19. Traffic frá Borgarnesi.
26. Hljómsveit Hilmars Sverissonar.
Dansk/íslenska hljómsveitin
Kraka með Guðjón Rudólf
innanborðs mun skemmta
matargestum á þorranum,
ásamt okkar landskunnu
Víkingasveit !
Tilboðið gildir fyrir 2 eða fleiri
í janúar, febrúar og mars.
Tilvalið fyrir árshátíðir, þorrablótið,
eða þá bara þið tvö að slappa af
á frábæru, öðruvísi hóteli.
Fr
áb
ært tilboð
kvöldverður - gisting -
mo
rg
un
ve
rð
ur
Aðeins
kr. 6.500
www.fjorukrain.is
Metaðsókn var í Bláa lónið - heilsulind árið 2004. Heildarfjöldi
gesta var 354.552 en það er
10.6% aukning frá árinu áður.
Alls hafa 1.766.335 gestir heim-
sótt heilsulindina frá opnun
hennar í júlí 1999.
Bláa lónið - heilsulind er einn
vinsælasti áfangastaður erlendra
ferða manna á Ís landi. Um
70% erlendra ferðamanna sem
hingað koma heimsækja Bláa
lónið
Ein meginskýring aukinnar að-
sóknar er fjölgun erlendra ferða-
manna til Íslands. Bláa lónið
- heilsulind hefur einnig hlotið
umtalsverða umfjöllun í fjöl-
miðlum á erlendum vettvangi
og hefur það aukið vitund fólks
og áhuga fyrir að heimsækja
þessa einstöku íslensku heilsu-
lind.
„Við erum mjög ánægð með
þennan árangur og við gerum
ráð fyrir enn meiri aukningu
þetta árið eða um 6 til 7% í við-
bót,” sagði Anna Sverrisdóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa
lónsins. „Það hefur verið aukn-
ing hjá okkur á hverju ári eftir
að við opnuðum Bláa lónið á
nýja staðnum árið 1999 en við
tókum smá dýfu eins og margir
í kjölfar hryðjuverkaárásanna
11. september. Við höfum meira
en tvöfaldað gestafjölda Bláa
lónsins frá því sem var á gamla
baðstaðnum og það er ánægju-
legt en nú er kappkostað við
að ljúka við húðlækningastöð-
ina. Einnig erum við að bæta
rannsóknaraðstöðu okkar sem
stendur og að klára aðstöðuna
fyrir hráefnavinnsluna,” sagði
Anna í samtali við Víkurfréttir.
Tæpar 2 milljónir
baðgesta á 5 árum
8 Bláa lónið í Svartsengi:
myndanna eru teknar á Íslandi
en hinn í Finnlandi. „Ég gerði
þetta verkefni því ég hef áhuga
á menningu og finnst að Finnar
og Íslendingar geti lært mikið
af öðrum menningarheimum.
Ef þessar ljósmyndir gefa þeim
sem þær líta glaðlegri mynd af
innflytjendum, þá er mikið verk
unnið,” sagði Kenneth. Hann er
í námi við Listaskólann í Uusika-
arlepyy í Finnlandi en hefur
dvalið þrisvar á Íslandi á undan-
förnum árum. Hann starfar nú
í félagsmiðstöðinni Þrumunni í
Grindavík og mun síðan halda
til náms við Listaháskóla Karel
de grote Antwerpen í Belgíu. Í
samtali við Víkurfréttir sagði
Kenneth að sér finnist Íslend-
ingar og Finnar vera mjög líkir,
svolítið lokaðir og kaldir en
mjög vingjarnlegir þegar maður
kynnist þeim betur. Sýningin
stendur til 21. janúar og er opin
alla daga frá kl.11:00-18:00.
Hrönn Kristjánsdóttir safnstjóri
sagði að nú þegar væri búið að
skipuleggja fjölda sýninga og
verða þeim gerð frekari skil hér
á Grindavíkursíðunni á næstu
mánuðum.
Ljósmyndanemi frá Álandseyjum
með sýningu í Saltfisksetrinu