Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! öKASSINNPÓST Aðsendar greinar berist til: postur@vf.is Fjölskyldumál 8 Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar: Öflug uppbygging í erfiðu atvinnuárferði Fram á haust mán uði 2004 höfðu Reyknesingar þurft að horfast í augu við umtalsvert atvinnuleysi sl. 3 ár. Snörpum a t l ö g u m a ð s t ö r f u m h j á Varn ar lið inu og sam drætti í verktakaþjón- ustu og sjávarútvegi varð að svara með öflugri uppbyggingu á öðrum sviðum sem skapaði tímabundin störf. Um leið var búið í haginn fyrir Reykjanesbæ. Miklar framkvæmdir hafa verið í uppbyggingu innviða samfé- lags okkar á undanförnum árum. Uppbygging Iðngarð- anna í Helguvík, sjóvarnir með allri strandlengjunni, nýbygging grunnskóla, algjör endurnýjun Hafnargötunnar, endurbætur og stækkanir leikskóla, endurbætur íþróttamiðstöðvar í Njarðvík, gróðursetning og bættur frá- gangur í hverfum hafa m.a. ein- kennt framkvæmdir bæjarins. Allt eru þetta fjölskyldumál, ekki aðeins vegna þess að þau skapa tekjur fyrir fjölskyldufólk heldur vegna þess að þau búa í haginn fyrir betri tíð í Reykja- nesbæ. Þó vil ég sérstaklega nefna endurbætur og stækkanir leikskóla, öflugt átak í umferð- aröryggismálum, byggingu nýs grunnskóla, fríar almenn- ingssamgöngur, frístundaskóla fyrir 6-10 ára börn og styrkingu við íþróttastarf yngstu aldurs- hópanna. Nú er verið að leggja grunn að innanhússlaug fyrir skólasund tveggja grunnskóla, keppnislaug fyrir íþróttafólkið okkar og vatnagarði fyrir yngstu börnin, allt í einni snilldarlega samþættri byggingu við Sunnu- braut. Það hef ur ver ið mik il vægt að standa að uppbyggingu á meðan verulega dró úr atvinnu- verk efn um ann ars stað ar. Þannig hafa framkvæmdir bæj- arins undanfarin ár stuðlað að jafnara atvinnustigi og nú eru einkaaðilar að taka við sér. Það er að gerast svo um munar í Tjarnahverfi og víðar við lífæð- ina okkar eftir Njarðarbraut og Hafnargötu. Stækkun Flugstöðv- arinnar, Íþróttaakademían og Reykjanesvirkjun eru dæmi um slíkt framtak. Tækifæri til hagræðingar Með öflugu átaki í verkefnum bæjarins, höfum við náð að ljúka ýmsum viðhaldsverk- efnum sem löngu voru tíma- bær, s.s. við endurnýjun gatna, gangstíga og bætts umhverfis í nýjum sem eldri hverfum. Þess vegna er tækifæri nú í fjárhagsá- ætlun ársins 2005 að draga stór- lega úr slíkum framkvæmdum og þar er lang stærsti kostnaðar- liðurinn sem dregið er úr. Þegar atvinnutækifærin eru fleiri eru einnig tækifæri til að ganga fastar fram í hagræðingu innra starfs Reykjanesbæjar. Það er skylda okkar að leita alltaf leiða til að gera hlutina hagkvæmar. Þegar launakostnaður er 70% af heildarkostnaði er ekki hjá því komist að hagræðing þýðir að störfum fækkar. Þannig höfum við hafið hagræðingaraðgerðir í stjórnkerfinu hvort sem er í fé- lagsþjónustunni, á fræðslusviði, hjá menningar- íþrótta- og tóm- stundasviði og hjá fjármála og stjórnsýslusviði. Markmiðið er að vinna verkin hagkvæmar án þess að kjarni þjónustunnar skerðist. Ákvörðun um niðurfell- ingu styrkja til foreldra yngstu barna Hluti þess sem við erum að breyta og hagræða tengist fyr- irkomulagi niðurgreiðslu til dagmæðra fyrir börn undir leikskólaaldri og afnámi nið- urgreiðslna til hóps foreldra sem nutu þeirra áður. Þessi ákvörðun hefur vakið reiði og óánægju margra foreldra og verðandi foreldra. Þeim finnst þessi ákvörðun ekki vera í okkar anda sem höfum hag fjölskyldu- fólks að leiðarljósi. Bent er á að með öflugum stuðningi við fjöl- skyldufólk í leikskólum, grunn- skóla, frístundaskóla, íþróttum og almenningsvagnaþjónustu, standi ákveðinn aldurshópur barna nánast útundan í stuðn- ingi. Þetta er tímabil frá lokum fæðingarorlofs til uppphafs leikskólagöngu. Þessi ábending er rétt að mínu mati. Ég er þeirrar skoðunar að þar sem þessi aldurshópur þarf, aldurs- ins vegna, á nánari þjónustu að halda en eftir 2 ára aldur, eigi hann að fá meiri stuðning rík- isins í gegnum auknar barna- bætur. En á meðan svo er ekki, þykir okkur sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ eðlilegt að endur- skoða ákvörðun okkar um breyt- ingar á niðurgreiðslu til þessa aldurshóps. Ég viðurkenni að þessi ákvörðun okkar var ekki í anda þeirrar miklu uppbygg- ingar í þágu fjölskyldunnar sem við viljum standa fyrir og við viljum því leiðrétta hana. Við höfum ákveðið að verða við óskum foreldra og verðandi foreldra og halda áfram niður- greiðslum með sama hætti og var fyrir áramót. Fyrirhuguð breyting gengur því ekki í gildi. Foreldrar með mjög skertar tekjur geta þó áfram leitað eftir stuðningi fjölskyldu- og félags- þjónustunnar. Til að mæta þessari ákvörðun verður gengið fastar fram í hag- ræðingu á yfirstjórn bæjarins. Við munum hins vegar ganga eftir því að stuðningur við ald- urshópinn undir 2 ára aldri fái sérstaka skoðun hjá þingi og rík- isstjórn. Með kveðju, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Miðvikudaginn 19. janúar kl. 20 verður Alfa-námskeið haldið í safnaðarheimil-inu Sæborgu í Garði og hefst það með sérstöku kynningarkvöldi. Námskeiðinu verður síðan framhaldið á miðvikudagskvöldum og stendur í 10 vikur. Þetta er fjórða árið sem Alfa- námskeið eru haldin hér í prestakallinu og hefur þátttaka verið sérstaklega góð. Þátttaka á kynn- ingarkvöldinu felur ekki í sér skuldbindingu um að sækja námskeiðið sjálft. Alfa eru skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Námskeiðin byggjast upp á sameigin- legri máltíð, fyrirlestri, umræðum og stuttri sam- veru. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér kristindóminn og heilaga ritningu á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trúar. Reynt er að hafa námskeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi. Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið verðuga athygli og hafa nokkrar milljónir manna sótt námskeiðin frá upphafi. Alfa námskeið í Garðinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.