Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉFJóhannes Kr. KristjánssonB L A Ð A M A Ð U R S K R I F A R Rétt innan við 340 einstaklingar eru atvinnu-lausir á Suðurnesjum. Víkurfréttir hafa með reglulegum hætti skrifað fréttir um atvinnuleysi á svæðinu og hafa tölur um atvinnu- lausa farið upp og niður, sem betur fer. Víkur- fréttir hafa einnig skrifað um fyrirtæki á Suður- nesjum sem hafa auglýst eftir fólki á svæðinu en ekki fengið neina svörun. Örfáir hafa þá sótt um þau störf sem í boði eru. Þau störf sem í boði hafa verið henta án efa ekki öllum sem á atvinnuleysisskránni eru og vel getur verið að fyrir suma henti ein- faldlega ekkert starf. Fyrir því geta verið margar ástæður, s.s. aldur, menntun eða hagir. Þegar búið er að draga alla þessa frá, þ.e. þá sem vilja vinna en finna ekki neitt við sitt hæfi þá hljóta að vera einhverjir eftir sem nenna hreinlega ekki að vinna. Fólk sem er á skránni með sinn tæpa hundrað þúsund kall. Og það er einmitt þetta fólk sem misnotar kerfið. Og þetta þarf að skoða og finna lausnir handa þessu fólki. Sveitarfélagið, svæðis- vinnumiðlun og félagsmálayfirvöld þurfa að kafa ofan í atvinnuleysisskrána og skapa lausnir fyrir það fólk sem lengst hefur verið á listanum. Það bitnar á þeim sem þurfa að vera á skránni að þetta fólk sé að misnota aðstöðu sína. Afmæli 88 hússins, menningar- og upplýs-ingamiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ verður fagnað í dag en húsið varð eins árs á mánudaginn. Víkurfréttir fagna tilkomu hússins og óska því til hamingju. Í hverju sveitarfélagi er nauðsynlegt að hlú að ungu fólki og er 88 húsið nauðsynlegur þáttur í því starfi. Það þarf hins- vegar að skapa þar spennandi tómstundaumhverfi fyrir unga fólkið. Unga fólkið þarf sjálft að taka þátt í mótun starfsins í húsinu og gera dagskrána aðlaðandi. Í dag er húsið einungis opið á kvöldin og því þarf að breyta. Í sumar var haldið Frumkvöðlanámskeið á vegum Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja og fór námskeiðið fram í 88 húsinu. Þar var sam- ankomið atvinnulaust ungt fólk sem vann að frumkvöðlahugmyndum undir leiðsögn Maríu Rutar Reynisdóttur. Víkurfréttir greindu frá hug- myndunum sem komu fram á námskeiðinu og meðal hugmynda sem komu fram var uppbygging alhliða ferðaþjónustumiðstöðvar á Suðurnesjum sem bæri nafnið Ice Info. Frábær hugmynd sem vel gæti orðið að veruleika. Ekkert hefur heyrst um frekari námskeið af þessu tagi. Nota á hús- næði 88 hússins undir námskeið sem þessi og skapa á grundvöll fyrir atvinnulaust fólk til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Fjöl- mörg slík verkefni eru í gangi í Evrópu og er hægt með tiltölulega einföldum hætti að ná sér í upplýs- ingar um slík verkefni á netinu og í gegnum Hitt Húsið í Reykjavík. Nýsköpun skiptir samfélagið miklu máli og ekki er síður mikilvægt að koma atvinnu-lausu fólki í snertingu við spennandi verk- efni sem geta leitt af sér atvinnu. Það hlýtur að vera kappsmál þeirra sem stjórna sveitarfélögum á Suðurnesjum að lækka atvinnuleysistölur og um leið stuðla að nýsköpun á svæðinu. Það yrði fljótt að skila sér. Nýsköpun skiptir samfélagið miklu máli Merkinganefnd Reykja-ness hefur það hlut-verk að und ir búa merk ing ar göngu stíga og áhugaverðra staða á Reykjanes- inu (Suðurnesjum) í takt við gönguleiðakortið sem Göngu- leiðanefnd Ferðamálasamtak- anna vann að í fyrra og gefið var út af Loftmyndum ehf. Nefndin á að gera tillögur til Ferðamálasamtaka Suðurnesja um útlit, fjölda, staðsetningu og texta á leiðarvísa og upplýsinga- spjöld við gönguleiðir og áhuga- verða staði á Reykjanesi. Einnig á nefndin að áætla kostnað við verkefnið í heild og gera tillögu um uppsetninguna og kostnað við hana. Gert er ráð fyrir því að kostnaði verði áfangaskipt og ár- legur kostnaður af þeirri stærð- argráðu að áætlaðar styrkveit- ingar til verkefnisins og framlög Ferðamálasamtakanna hrökkvi fyrir kostnaði ár hvert. Nefndinni er ekki skammtaður tími en þó er miðað við það að nægar upplýsingar geti legið fyrir svo Ferðamálasamtökin geti sótt um styrki strax í janúar 2005 og fyrsti áfangi skilta tilbú- inn til uppsetningar í maí 2005. Markmiðið með þessari vinnu er að gera gönguleiðir og áhuga- verða staði á Reykjanesi aðgengi- lega hverjum sem er og auð- fundna og um leið að koma á framfæri sögu svæðisins. Einnig er talið mikilvægt að merkingar gönguleiða og áhuga- verðra staða á Reykjanesinu öllu séu samræmdar eins og kostur er að útliti og texta. Nefndina skipa eftirtaldir full- trúar: Kristján Pálsson FSS - Formaður Merkinganefndar. Reynir Sveinsson Fræðasetrinu - Sandgerði. Rannveig L. Garðarsdóttir Upp- lýsingamiðstöð Reykjaness - Reykjanesbær. Óskar Sævarsson Saltfisksetrinu - Grindavík. Ásgeir Hjálmarsson Byggða- safninu Garði - Sveitarfélagið Garður. Viktor Guðmundsson - Vatns- leysustrandarhreppur. Helga Ingimundardóttir leið- sögumaður - Sérlegur ráðgjafi nefndarinnar. Ómar Smári Ármannsson lög- reglumaður - Sérlegur ráðgjafi nefndarinnar. Þeir sem vilja koma ábend- ingum til nefndarinnar er vin- samlegast bent á að snúa sér til einstakra nefndarmanna eða hafa samband við Ferðamála- samtökin í síma 8934096 eða á stjanip@mmedia.is Ferðamálasamtök Suðurnesja. Merkinganefnd Reykjaness skipuð 8 Ferðamálasamtök Suðurnesja: Leitin að Fegurðardrottningu Suðurnesja 2005 er hafin. Keppnin í ár verður glæsileg sem fyrr og því er óskað eftir ábendingum um verðuga fulltrúa í keppnina. Hægt er að koma ábendingum til Lovísu Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í síma 697 4030 eða í síma 565 8343. Víkurfréttir munu fjalla ítarlega um keppnina og undirbúning hennar. Þannig verða birtar myndir af þátttakendum í Víkur- fréttum, í Tímariti Víkurfrétta og á vef Víkurfrétta, www.vf.is Hver verður Fegurðar- drottning Suðurnesja 2005? ÞORRABLÓT NJARÐVÍKINGA Ein vinsælasta skemmtun Njarðvíkinga í gegnum árin hefur verið þorrablótið sem haldið var á vegum Kvenfélags Njarðvíkur og Ungmennafélagsins. Ávallt var uppselt og komust færri að en vildu. Vegna sorglegra atburða var þorrablótinu aflýst árið 2000. Á ýmsu hefur gengið síðan sem endaði með því að blótið féll niður í fyrra. Mikill áhugi er meðal fólks um að endurvekja blótið og koma því til fyrri vegs og virðingar. Því hefur ákveðið að gera tilraun til þess og verður blótið haldið föstu- daginn 21. janúar næstkomandi í Stapanum. Það verður með hefðbundum hætti, þ.e. þorrahlað- borð, annáll, skemmtiatriði, fjöldasöngur og dansiball með stuðhljómsveit. Svo er það alltaf stóra spurningin, hverjir verða teknir fyrir í annálinum. Forsala verður í Stapa föstudaginn 14. janúar frá kl. 16-19. Miðaverð í forsölu verður 3.600 kr. Eftir það verður hægt að kaupa miða á kr. 3.900. Allir Njarðvíkingar og nærsveitarmenn eru hvattir til að mæta og skemmta sér í góðra vina hópi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.