Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.01.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! KALLINN UNDRAST hversu illa margar götur á Suðurnesjum hafa verið ruddar í þessum snjóakafla sem varað hefur nokkuð lengi. Víða eru hryggir á götum. Kallinn hugðist taka hús á kunningja sínum við ofanverða Hafnargötuna í Keflavík á mánudagskvöld en varð frá að hverfa, þar sem bílastæði við götuna voru full af snjó og virtust ekki hafa verið rudd. Því varð Kallinn að leggja nokkuð frá og ganga nokkurn spöl. Það hafa svo sem allir gott af göngutúr en, Kallinn var með þungan hlut sem átti að koma til skila og því verður það að bíða leysingatíðar. ÍBÚI Í INNRI NJARÐVÍK sendi Kallinum tölvu- póstskeyti um helgina og fannst vegtengingar við byggðina ekki alveg vera á hreinu. Þannig vildi hann vita hvort búið væri að opna formlega þann veg sem liggur að Njarðarbrautinni eins og gamli þjóðvegurinn gerði fyrir nokkrum árum. Hann benti á að merkingum væri ábótavant. Á myrkum kvöldum væri erfitt að átta sig á hvert ætti að fara. Ljósastaurar væru farnir að lýsa við vegi sem ekki eru komnir í gagnið á meðan aðrir vegir væru eins og verstu þvottabretti og óupplýstir í skamm- deginu. Kallinn fór í vettvangsferð og getur tekið undir athugasemdir. ÁRAMÓTABRENNULEYSIÐ í Reykjanesbæ sem Kallinn ræddi aðeins í síðasta blaði varð einnig til þess að annar íbúi sendi línu. Hann benti á að á Helguvíkursvæðinu væri búið að jafna út jarðveg á stóru svæði þar sem hæglega hefði mátt hlaða bálköst og hafa að honum gott aðgengi bílaum- ferðar. Það fer víst enginn neitt nema á bílnum í dag. Veðrið á gamlárskvöld er eina málsvörn bæj- aryfirvalda. Vonandi að Reykjanesbær hafi ráð á því að halda áramótabrennu um næstu áramót. KALLINN ER MATMAÐUR mikill og heldur í hefðir. Kallinn hefur svo sem greint frá því hvað var á borðum yfir hátíðirnar. Kallinn má þó til með að hrósa sérstaklega kjötvöru sem framleidd er undir merkjum Kjötsels. Kallinum áskotnaðist nefnilega svínahamborgarhryggur með 50% af- slætti sem keyptur var í Kaskó. Hryggurinn er eitt það besta sem komið hefur út úr ofni Kallsins og hafa þó margar stórsteikurnar verið framreiddar í gegnum áratugina. Börnin komu með barna- börnin í mat á nýja árinu og enginn var svikinn af Kjötsels-hamborgarhryggnum frá Kaskó. ÞAÐ YRÐU HELDUR BETUR TÍÐINDI ef Voga- menn færu í sæng með Hafnarfirði í stað þess að fylgja Suðurnesjum í sameiningarmálum. Annars virðast eingöngu Reykjanesbæingar vilja samein- ingu sveitarfélaga. Hverjar eru raddir almennra borgara í bæjunum Garði, Sandgerði og Grinda- vík? Kallinn vill heyra frá almennum borgunum um sameiningarmál sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sjónarmið bæjarstjóranna hafa svo sem komið fram. Þeim finnst stóllinn sinn verðmætari en allt annað og færa ótrúlegustu rök gegn sameiningu sveitarfélaganna. Sendið Kallinum línu. Kveðja, kallinn@vf.is Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n 8 Kallinn á kassanum Vegleysur og snjóruðningar Þa ð er a l l t a f s é r s t ö k stemning í Grindavík á þrettándanum en þá fara ýmsir púkar og kynjaverur á stjá í þeim tilgangi einum að sníkja sælgæti hjá saklausum borgurum sem eiga sér einskis ílls von en eiga þó furðulega mikið af gotteríi. Mátti sjá margar furðuverur hlaupa við fót á milli húsa með vænan feng í poka og vonarglampa í augum um enn meira nammi í næsta húsi. Fjölmennt var í skrúðgöngu sem leidd var af álfadrottningu og álfakóngi en gengið var upp Víkurbraut og sem leið lá niður að Saltfisksetri þar sem við tóku jólasveinar ásamt öðrum kynja- verum. Barnakórinn söng ára- mótalög undir stjórn Rósalindar Gísladóttur og voru svo jólin endanlega kvödd með glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveit- arinnar Þorbjarnar en sýningin var í boði Grindavíkurbæjar. Sníkt á þrettándanum Púkar og aðrar furðuverur fengu sælgæti hjá saklausum borgurum Grindavíkur á þretttándanum. VF-ljósmynd/Þorsteinn G. Kristjánsson. Brotist inn í bíl við Olís í Grindavík Brotist var inn í bifreið sem stóð við Olís að Hafnargötu í Grindavík þannig að tölu- verðar skemmdir urðu. Lög- regla fékk tilkynningu um verknaðinn um helgina en sökudólgarnir hafa ver ið á ferðinni eftir 4. janúar sl. Búið var að brjóta afturrúðu vinstra megin, stela geislaspil- ara og starttæki, tæma bens- íntankinn og skemma læs- ingu. Bifreiðin er af gerðinni Mitsubishi Pajero. Starfsár Saltfistkseturs Íslands hefst með ljós-myndasýningu í Listsýn- ingarsalnum. Þar er sýning á ljós mynd um Kenn eth D. Bamberg en hann er fæddur á Álandseyjum 1981. Kenn eth tek ur svart hvít ar myndir og hefur hann nú unnið að verkefni sem hann kallar „Far- fuglar” og er þetta hans fyrsta sýning. Á sýningunni eru 12 myndir af útlendingum sem fluttst hafa til Íslands eða Finn- lands af ýmsum ástæðum en eru þó ekki flóttamenn. Helmingur Ljósmyndanemi frá Álandseyjum með sýningu í Saltfisksetrinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.