Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Þann 15. janúar s.l. keypti P. Samúelsson hf fasteign og allan rekstur Bíliðnar í Njarðvík. Bíliðn hefur verið þjónustuverk-stæði fyrir Toyota síðan 1991 og er eitt af stærstu þjónustu-
verkstæðum Toyota hér á landi.
Markmiðið með þessum kaupum er að styrkja enn frekar þjónust-
una við Toyota eigendur á Suðurnesjum. P. Samúelsson hf vill þakka
eigendum Bíliðnar þeim Stefáni og Guðríði fyrir frábært samstarf í
gegnum árin, en þau munu starfa áfram við reksturinn.
Toyota kaupir Bíliðn
8 Kallinn á kassanum
„Brasað“ í Helguvík!
Brimborg í Reykjanesbæ mun frumsýna nýjan Ford Focus í sýningar-
sal sínum á laugardag og býður
til veislu af því tilefni. Gestum
verður boðið upp á nýbakaðar
vöfflur og kaffi auk sem trúðar
skemmta bör n un um með
blöðrudýrum og andlitsmálun.
Húsið er opið frá 11-17 laug-
ardag og sunnudag, en Idol-
stjarn an Kalli Bjarni mun
afhúpa bílinn kl. 11.15 á laug-
ardag og taka nokkur lög fyrir
viðstadda. Frumsýningargestir
geta einnig tekið þátt í Focus-
getraun þar sem glæsilegir vinn-
ingar eru í boði og auðvitað
fengið að reynsluaka þessum
vinsæla og margverðlaunaða bíl
sem og öðrum tegundum.
Brimborg frumsýnir nýjan
Focus í Reykjanesbæ
Gylfi, nýráðinn sölumaður, hjá Brimborg við nýja Focusinn. Hann mun
kynna áhugasömum gestum kosti bílsins á frumsýningu um helgina.
Kvennakór Suðurnesja leitar að konum sem hafa gaman af söng. Á
döfinni er Landsmót Kvenna-
kóra og er undirbúningur að
hefjast. Kórinn heldur a.m.k.
þrenna tónleika á hverju ári
og kemur fram við ýmis tæki-
færi, farið er í æfingabúðir einu
sinni á ári, auk þess sem kór-
konur gera margt skemmtilegt
saman.
Ef þú getur sungið og vilt vera
með í góðum félagsskap, þá
viljum við endilega fá þig í lið
með okkur okkur vantar konur
í allar raddir. Æfingar eru á
mánudögum og miðvikudögum
kl. 20 í safnaðarheimilinu í
Innri-Njarðvík.
Upplýsingar gefur formaður
kórsins, Anna Birna Árnadóttir
í síma 660-5927.
HRESSAR
KONUR
ATHUGIÐ!
Bíla spraut un Suð ur nesja er fyrsta fyr ir tæk ið á Suð ur-nesjum til þess að hefja notkun
á umhverfisvænu vatnslakki. Í þessu
nýja vatnslakki er hvorki þynnir né
önnur spilliefni og því má anda að
sér ólíkt fyrri bílalökkum sem voru
mjög hættuleg við innöndun.
„Vatnslakkið er jafn sterkt og það
gamla sem við vorum að nota en glærurnar sem eru í lakk-
inu hafa verið gerðar umhverfisvænni en áður,” sagði Júlíus G.
Gunnlaugsson, einn eigenda Bílasprautunar Suðurnesja, en hann
hefur mjög jákvæða reynslu af nýja lakkinu.
Bílasprautun Suðurnesja hóf að nota þessa nýju tegund af lakki
í byrjun desember 2004 en víða erlendis er eingöngu notast við
vatnslakk. „Árið 2007 eiga öll verkstæði sem sprauta bíla að vera
komin með þessi umhverfisvænu efni í notkun en það eru um 20
ár síðan vatnslakkið var á þróunarstigi og tæp 15 ár síðan að það
fór í notkun erlendis,” sagði Júlíus og því ekki seinna vænna en að
Íslendingar tækju upp þessa náttúruvænu nýjung.
SÓLIN HÆKKAR sífellt á lofti og vorið er ekki
langt undan. Og þá fara Suðurnesin að blómstra.
Brasilísk fyrirtæki líta hýru auga til Helguvíkur
um að koma þar upp einhverskonar járnverk-
smiðju. Kallinum líst vel á þessar hugmyndir
enda hefur hann frá upphafi haldið fram ágæti
svæðisins.
ÞAÐ SEM SKIPTIR svo miklu máli er að ná
fyrstu fyrirtækjunum á svæðið - þá fylgja hin í
kjölfarið. Kallinn hefur þá trú að tugir stórra fyr-
irtækja, bæði erlendra og innlendra muni setja
upp starfsstöðvar í Helguvík. Svæðið er framtíð-
ariðnaðarsvæði Íslendingar.
SAMTAKAMÁTTUR dagmæðra hef ur svo
sannarlega skilað árangri. Bæjarstjórinn hefur
ákveðið að falla frá hugmyndum um breytingar
á gjaldskrá bæjarins. Dagmæðurnar tóku á mál-
inu og náðu fram sigri. Gott mál enda hélt Kall-
inn því fram að það væri fáránlegt að opna vasa
barnafólks, öryrkja og gamalmenna til að ná í
aura.
HALLAREKSTUR Reykjanesbæjar er vonandi á
undanhaldi. Stutt er í kosningar og stjórnmála-
mennirnir þurfa að sýna að bærinn sé vel rek-
inn. Árið 2004 ætti í raun að vera það ár sem á að
beina sjónum að til að skoða árangur meirihlut-
ans á kjörtímabilinu. En einhvern veginn hefur
Kallinn ekki trú á því að það gerist.
ÞAÐ SKIPTIR engu máli þó herinn fari - Kefla-
víkurflugvöllur mun alltaf standa fyrir sínu.
Möguleikarnir eru óendanlegir og starfsemin
í kringum völlinn mun vaxa geysilega á næstu
árum. Það þarf að hlú að þessu svæði - nota
hvert tækifæri til að byggja þar upp góða og
spennandi þjónustu fyrir ferðamenn.
OG NÚ ÞEGAR sumarið er svo gott sem á næsta
leyti vill Kallinn nota tækifærið og hvetja alla
þá sem eru með hugmyndir tengdar ferðaþjón-
ustu að koma þeim í framkvæmd. Kallinn hefði
gaman af því að fá að kynnast þessum hug-
myndum - sendið á kallinn@vf.is.
Kveðja, kallinn@vf.is
- Salsa- og karnivalsveifla...
Fyrstir til að hefja
notkun á umhverfis-
vænu lakki