Víkurfréttir - 20.01.2005, Side 25
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 27
Í síðustu viku hafði Landsbankinn sigur á Stuðlabergi með 11 réttum
gegn 10. Landsbankinn fékk því heilar 640 krónur í vinning og
Stuðlaberg hlaut 180 kr. Áhugasamir geta skráð sinn vinnustað á
netfangið smari@afangar.is
Starfsmenn Fríhafnarinnar
starfrækja nú þegar öflugan
tippklúbb og var því í lófa lagið
að giska á leiki vikunnar.
Jóhann Davíð sá um að tippa
fyrir hönd Bláa Lónsins og spáir
sínum mönnum í Man Utd léttum
heimasigri gegn Aston Villa.
1 Man Utd - Aston Villa 1 1
2 Chelsea - Portsmouth 1 1
3 Everton - Charlton 1 x 1 X 2
4 Norwich - Middlesbro 2 2
5 Crystal Palace - Tottenham 2 1 2
6 Birmingham - Fulham 1 1 2
7 Reading - Ipswich 1 X 2 1 X 2
8 Wigan - Watford 1 1
9 Sunderland - Sheffield Utd 1 X 2
10 Plymouth - Preston 1 2 1 2
11 Cardiff - Burnley X 2
12 Stoke - Leeds 1 X 2 1
13 Coventry - Q.P.R. 1 X
Óhætt er að segja að ekki hafi blásið byr-lega fyrir Grindvík-
inga undanfarið og sitja þeir
nú í 9. sæti Intersport-deild-
arinnar og eru dottnir út úr
bikarkeppninni.
Einar Einarsson tók við þjálf-
arastöðunni eftir að Kristni
Friðrikssyni var sagt upp
störfum en hann hefur ekki
náð að bæta gengi liðsins.
„Vandamálin hafa verið af
ýmsum toga hjá okkur og
það tekur tíma að vinna úr
þeim,” sagði Einar er Víkur-
fréttir inntu hann út í gengi
liðsins. „Þetta er aðallega hug-
arfarsleysi. Menn eru ekki að
gefa nógu mikið af sér og það
er það sem hefur vantað hjá
okkur. Það er þessi liðsheild-
arbragur sem er ekki til staðar
eins og er og það eru of mörg
ÉG í þessu hjá okkur. Við
vitum af þessu og erum að
vinna að því að bæta úr því.”
Erfið dagskrá er framundan
hjá Grind vík ing um þar
sem þeir mæta Skallagrími
í Röstinni á morgun og svo
mæta þeir Njarðvíkingum í
Ljónagryfjunni á miðvikudag.
Einar segist ekki vera farinn
að hugsa um Njarðvíkurleik-
inn því hann taki einn leik
fyrir í einu.
„Nú er skor ið úr um það
hvort við ætlum að vera að
berjast um sæti í úrslitunum
eða vera í fallbaráttunni. Það
þarf ekki mikið til að koma
sér á beinu braut ina, en
maður verður að vinna fyrir
því. Við ætlum að snúa þessu
við og byrja hér á heimavelli á
föstudaginn.”
Getraunaseðill
vikunnar
Örgryte var í miklu basli nær allt tímabilið, lenti í umspili um áfram-
haldandi sæti í efstu deild og
mikil heppni réði því að liðið
féll ekki.
„Síðasta tímabil var mjög erfitt.
Við vorum í rauninni með al-
veg nýtt lið og mikið af ungum
leikmönnum. Þar sem félagið
hefur verið í fjárhagslegum
vandræðum höfum við þurft að
selja okkar bestu leikmenn svo
að við vissum fyrirfram að þetta
yrði erfitt. Þjálfarinn, Finninn
Jukka Ikkelainen, var einnig nýr
og stóðst engan veginn undir
væntingum. Við lærðum mikið
af þessu tímabili og komum ef-
laust reynslunni ríkari til leiks
í vor.”
Mikil ónægja skapaðist meðal
leik manna með þjálf ar ann
Jukka Ikkelainen og var nýr
þjálf ari ráð inn í hans stað
skömmu fyrir jól.
„Nýi þjálfarinn heitir Zoran
Lukic og þjálfaði Djurgården
og gerði þá að tvöföldum meist-
urum, 2002-2003. Ég hef heyrt
að hann sé mjög strangur sem
er kærkomin breyting eftir fyrri
þjálfara en hann var alltof linur.
Þessi maður er mjög virtur þjálf-
ari í Svíþjóð. Mér líst mjög vel á
þessar breytingar og þær virðast
ekki ætla að hafa áhrif á veru
mína í klúbbnum. Lukic lætur
okkur púla en æfingarnar eru
skemmtilegar og þetta lofar
allt saman mjög góðu. Yfirleitt
er það líka þannig þegar nýr
þjálfari er ráðinn að menn fá
smá spark í rassinn og allir vilja
standa sig.”
Meiðsli settu strik í reikning-
inn hjá þér síðasta tímabil.
Hvað gerðist?
„Ég meiddist í æf ingaleik á
seinni hluta tíma bils ins og
missti af níu leikjum. Ég lenti í
samstuði og ristarbein brákað-
ist. Meiðslin voru á mjög óþægi-
legum stað uppá það að geta
spilað fótbolta svo ég er rétt að
komast í gang núna. Það var
mjög erfitt að verða að sitja uppi
í stúku og horfa á liðið sigla
hraðbyri inn í 1. deild en sem
betur fer tryggði félagi minn,
Tryggvi Guðmundsson, okkur
sæti í efstu deild á þessu ári með
smá heppni á ögurstundu.
Hvernig líkar þér að búa í Sví-
þjóð?
„Við fjölskyldan höfum það
mjög fínt. Við höfum komið
okkur vel fyrir og svo er tveggja
ára sonur minn, Davíð Snær,
byrjaður í leikskóla og er hæstá-
nægður með það. Það er virki-
lega gaman að fylgjast með
honum koma heim með nýtt
sænskt orð á nánast hverjum
deg i . Gauta borg er mjög
skemmti leg borg og margt
hægt að gera sér til afþreyingar.
Strákarnir í liðinu eru fínir og
svo höfum við mjög gott fólk í
kringum okkur eins og Tryggva
Guðmunds og hans fjölskyldu,
Atla Þórarins og hans fjölskyldu
og auðvitað Hjálmar Jóns. Við
höfum verið dugleg við að hitt-
ast og hafa það gott saman.
Fótboltaundirbúningstíminn í Svíþjóð er hafinn og þar með annað
tímabil Jóhanns B. Guðmundssonar með liði sínu Örgryte. Jóhann
spilaði 17 leiki af 26 á sínu fyrsta tímabili og átti við meiðsli að stríða
undir lok þess. Þetta er 8. knattspyrnuár Jóhanns í atvinnumennsku
erlendis og er Örgryte þriðja erlenda liðið sem hann spilar með.
Félagarnir Jóhann og Hjálmar Jónsson á góðri stund, en
Hjálmar leikur með sænska liðinu IFK Gautaborg.
Dregið hefur verið í jólahapp-
drætti Körfuknattleiksdeildar
UMFN og komu vinningar á
eftirtalin númer:
1. vinningur: Ferðavinningur
með Sumarferðum. 472
2. vinningur: Myndataka hjá
Ljósm.stofu Oddgeirs. 334
3. vinningur: Árskort í líkams-
rækt hjá Massa. 344
4. vinningur: Árskort í líkams-
rækt hjá Massa. 442
5. vinn ing ur: Gistinótt á
Hótel Keflavík. 418
6. vinningur 139
7. vinningur 366
8. vinningur 233
9. vinningur 267
10. vinningur 104
11. vinningur 221
12. vinningur 1
13. vinningur 92
14. vinningur 320
Heildarverðmæti vinninga
er 243.700 kr og þakk ar
körfuknattleiksdeildin miða-
höfum fyrir þátttökuna.
Vinningshafar í
jólahappdrætti
UMFN
3. flokkur knattspyrnustúlkna
frá Grindavík komst í úrslita-
keppni innimóts KSÍ með
því að sigra sinn riðil sem
var leikinn í Laugardalshöll
um helgina. 5. flokkur liðsins
hefur einnig tryggt sér sæti
í úrslitum sem fara fram 19.
og 20. febrúar nk.
2. flokkur stúlkna lenti í öðru
sæti síns riðils sem er mjög
góður árangur og 5. flokkur
drengja stóð sig einnig með
stakri prýði og lenti í 3. sæti.
Þórarinn kominn af stað í Skotlandi
Markahrókurinn Þórarinn Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um síð-ustu helgi.
Hann kom inná sem varamaður í tapleik gegn meisturum
Glasgow Celtic, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Búast
má við að kappinn fái að spreyta sig frekar í næstu leikjum því
mikið er um meiðsli í herbúðum liðsins og er vonandi að Þórar-
inn nýti sér tækifærið og sýni hvað í honum býr.
Þess má einnig geta að í herbúðum Celtic er Kjartan Henry Finn-
bogason, sonur Keflvíkingsins Finnboga Kjartanssonar.
Góður árangur
Grindvíkinga
„Við lærðum mikið af síðasta tímabili”
-Jóhann B. Guðmundsson, atvinnumaður í knattspyrnu, um veru sína í Gautaborg
Hugarfarsleysi orsökin