Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! öKASSINNPÓST Sendið okkur fréttatilkynningar á: postur@vf.is Það hef ur lengi ver ið ríkj andi með al stjórnmálamanna að þora ekki að skipta um skoðun og reyna frekar að standa við orðin tóm þrátt fyrir að samviskan vilji stundum segja þeim annað. Auð- vitað er það svo að í stjórnmálaþátt- töku þarf að ná málamiðlunum og þá getur stjórnmálamaður lent í þeirri afstöðu að niðurstaða flokks- ins sé á aðra lund en honum finnst sjálfum og fylgir því oftar en ekki flokksaga. Við höfum tvö nýleg dæmi þess að stjórnmála- menn hafa endurskoðað málefnin vegna andstöðu almennings. Ríkisstjórnin ákvað að hætta við fjölmiðlafrumvarpið og vinna málið betur í sátt við sem flesta hlutaðeigandi. Nýrra dæmi eru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ. Breytingar voru kynntar á niðurgreiðslum vegna dagvistar barna í heimahúsum og afnám ferðastyrkja til náms- manna. Þessar breytingar féllu í grýtan farveg bæj- arbúa og foreldrar mótmæltu harðlega, sem og Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna með álykt- unum sem stjórn félagsins sendi frá sér. Að endurskoðuðu máli ákváðu sjálfstæðismenn að bakka með breytingarnar á niðurgreiðslum og fá því allir hana eins og áður tíðkaðist, óháð tekjum og tekjuminnstu fjölskyldurnar geta leitað til félagsþjónustu Reykjanebæjar. Hvað ferða- styrkin varðar fá þeir sem nýta sér almenningssam- göngur helmingsafslátt af hverri ferð. Mikill kostn- aður hefur myndast við ferðastyrki námsmanna síðustu árin og erfitt var að fylgjast með því hvort nemandinn var virkilega að ferðast daglega á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins, eða hvort viðkomandi væri að leigja með lögheimili hér og nýtti sér samt þennan styrk. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn sýndu mikinn póli- tískan þroska með að breyta fyrri ákvörðunum sínum og virtu lýðræðislegan rétt samborgaranna. Það eitt sýnir fram á vilja meirihlutans í verki að byggja hér upp fjölskylduvænt samfélag þar sem allir sem einn geta lagt sitt að mörkum í upp- byggingu Reykjanesbæjar til framtíðar. Meirihluti sjálfstæðismanna sýndi líka fram á það að þrátt fyrir hreinan meirihluta er hvorki valdhroka eða yfirgangi beitt sem hætta er oft á þegar stjórnmála- flokkar ná hreinum meirihluta. Ég fagna ákvörðun meirihlutans, enda voru þessar aðgerðir sem boðað hafði verið til, engan veginn í takt við vinnubrögð hans hingað til og ég get stoltur tekið ofan fyrir þeim og hvet þau til að eiga áframhaldandi gott samstarf við íbúa Reykja- nesbæjar, því það er sameiginlegt verk okkar allra sem hér búa að skapa gott samfélag. Árni Árnason Formaður Heimis, FUS Reykjanesbæ Bæjarfulltrúar sýndu pólitískan þroska 8 Árni Árnason, formaður Heimis, skrifar um sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ: Kæra foreldri barns í grunnskóla! Ef einhver spyr þig: „Ertu til í að vera bekkjarfull- trúi?” Þá gætir þú hugsað sem svo: „Æ nei, þá þarf ég að standa fyrir skemmtunum, bakstri og pizzu- kvöldum, endalaus vinna og ég hef alveg nóg á minni könnu. Og til hvers svo sem? Ég meina, hugsar ekki bara hver um sig og sín börn?” En ef einhver spyr þig: „Viltu taka þátt því sem getur aukið vellíðan barns þíns í skólanum, og jafnvel hækkað einkunnir þess?” Sérð þú ennþá fyrir þér hið sama? Hver eru svörin nú? Ertu ekki búin að skipta út myndinni af tertubakstrinum? Betri líðan barna Við vitum að samstarf og samskipti meðal for- eldra barna í grunnskólum, skilar sér í betri líðan barna. Barni sem líður vel, á auðveldara með að læra. Barn sem á auðveldara með að læra fær hærri einkunnir. Allt þetta leiðir til meiri vellíð- unar og sjálfstraust. Barni sem líður vel og með gott sjálfstraust, á í minni hættu á að lenda í ýmis konar erfiðleikum s.s. einelti, jafnt sem gerandi eða þolandi, og velur sér heilbrigðari lífsstíl. Sam- starf foreldra hefur þannig ótvírætt forvarnargildi og þannig hefur allt áhrif hvert á annað í enda- lausri hringrás. Samstarf og samskipti foreldra gegna lykilhlutverki í þessu gangverki vellíðunar, sjálfstrausts og námsárangurs. Gott að tala við aðra foreldra Vilt þú ekki þekkja mikla áhrifavalda barnsins þíns, þ.e. vini þess? Það er mikill stuðningur í því að tala við foreldra annarra barna og komast að samkomulagi um ýmsa hluti, því börn eru fljót að bera sig saman. Erfitt er að standast þrýstinginn þegar þetta hljómar: “já en allir hinir foreldrarnir leyfa börnunum sínum að;...... vera úti lengur, fara seinna að sofa, fá sælgæti milli mála, vera lengur í tölvunni, horfa meira á sjónvarp, vera með GSM síma..... og Guð má vita hvað....” Þá er gott að vera málkunnugur foreldrum vinanna, og vita sjálfur hverjar þeirra áherslur eru. Og geta svarað: „nei, þetta er ekki rétt, mamma og pabbi Jóns/Gunnu hafa sömu reglur og ég og vilja ekki að þið séuð að ........” eða „já, ég veit að mamma og pabbi Jóns/Gunnu leyfa þetta, ég er ekki sammála og hér gilda aðrar reglur en þar.” Bekkjarfulltrúar, sem tengiliðir foreldra innbyrðis og á milli kennara og foreldra, gegna lykilhlut- verki í að fá foreldra til að kynnast og tala saman, auka upplýsingaflæði milli kennara og foreldra og skapa góðan bekkjaranda. Nú eru foreldrafélögin í grunnskólunum, í samstarfi við kennara, að koma sínu starfi af stað. Meðal annars felst í því að sjá til þess að bekkjarfulltrúar, helst 2-3 séu starfandi í hverri bekkjardeild, því gæti verið haft samband við þig á næstunni varðandi þetta hlutverk. Ekki barnapössun, bakstur og basl..... Kæra foreldri! Ég bið þig að slá ekki á þá hug- mynd ef hún er borin upp við þig að gerast bekkj- arfulltrúi, og íhuga alvarlega að taka að þér þetta hlutverk tímabundið. Þetta er ekki yfirþyrmandi mikil vinna sem leggst ofan á öll hin hlutverkin sem við gegnum. Þetta þarf heldur ekki að snú- ast um endalaust partýhald eða uppákomur fyrir börnin, ekki frekar en fólk vill. Heldur er þetta gefandi og gagnlegt hlutverk sem felst í því að skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast og tala saman, með og án barna sinna, og vera tengiliður þeirra milli kennara, foreldraráðs/félags og for- eldra í bekknum. Foreldrafélögin í hverjum skóla eru bakhjarl bekkjarfulltrúanna, svo hver og einn renni ekki blint í sjóinn heldur hafi aðgang að reynslubanka annarra og aðgang að stuðningi eftir þörfum. Með kærri kveðju, f.h. FFGÍR,- Foreldrafélög og foreldraráð grunn- skólanna í Reykjanesbæ Ingibjörg Ólafsdóttir verkefnastjóri Viltu vera bekkjarfulltrúi? 8 Ingibjörg Ólafsdóttir, verkefnafulltrúi, skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.