Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Fasteignafélagið Þrek ehf. hyggst reisa og reka nemendaíbúðir fyrir nemendur sem stunda munu nám við Íþróttaakademíuna
í Reykjanesbæ og mögulega nemendur við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
Í kjölfar auglýsingar Reykjanesbæjar eftir aðilum
til eignar og reksturs á nemendaíbúðum sótti Þrek
ehf. um byggingu og rekstur a.m.k. 72 leiguíbúða.
Niðurstaða hefur verið kynnt í Umhvefis- og
skipulagsráði og verður málið tekið til formlegrar
afgreiðslu á næsta fundi.
Félagið hyggst hefja framkvæmdir strax og lóðir
verða byggingarhæfar en gert er ráð fyrir að það
verði í mars n.k. Þrek gerir ráð fyrir að fyrstu íbúð-
irnar verði tilbúnar í september n.k. og aðrar 12 á
skólaárinu. Í framhaldi er gert ráð fyrir að næstu
24 íbúðirnar verði tilbúnar á skólaárinu 2006-7 og
síðustu 24 á skólaárinu 2007-2008 eða í samræmi
við eftirspurn.
Í áætlun félagsins er gert ráð fyrir að samsetning
íbúða í fyrsta áfanga verði 18 tveggja herbergja
íbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Félagið hefur
jafnframt látið gera grunnmyndir af fjölbýlishúsi
sem samanstendur af einstaklingsherbergjum og
verður það skoðað sérstaklega hvort ástæða sé til
að reisa slíkar íbúðir.
Við stefnumörkun og útleigu hyggst félagið hafa
náið samstarf við stjórnendur Íþróttaakademí-
unnar sem og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Útleiga á íbúðum
Fasteignafélagið Þrek ehf. hefur fengið staðfest-
ingu félagsmálaráðuneytisins á samþykktum fé-
lagsins til að reka leiguíbúðir þ.m.t. námsmanna-
íbúðir.
Leiguverð
Leiguverð á nemendaíbúðum Fasteignafélagsins
Þreks ehf. er háð sömu skilyrðum og íbúðir Fé-
lagsstofnunar Stúdenta en í dag er leiguverð á 2
herbergja íbúð ca. 40m2 kr. 39.000 per. mán. og 3
herbergja íbúð 60 m2 kr. 53.000. Þessi verð eru til
viðmiðunar á væntanlegu leiguverði sem þó mun
taka mið af endanlegum byggingarkostnaði.
Vo r i ð 2 0 0 3 h ó f s t í Reykja nes bæ þró-unarverkefnið Lestr-
armenning í Reykjanesbæ.
Þetta er þriggja ára þróunar-
verkefni sem ætlað er að efla
lestrarfærni og málskilning
barna í bæjarfélaginu (2003-
2006). Markmið verkefnisins
er að fá allt samfélagið til
að taka höndum saman um
að efla mál- og lesþroska
barna, allt frá fæðingu til full-
orðinsára.
Verkefnið er ekki bundið við
skólana heldur unnið víða
úti í samfélaginu. Veturinn
2003-2004 fór t.d. fram lestr-
aráskorun fyrirtækja og fyrir-
lestrar voru haldnir í kvenna-
og karlaklúbbum bæjarins. 1.
nóvember s.l. hófst svo sam-
félagsverkefni þessa vetrar
sem kallast “Ljóð um allan
bæ”. Þar er áfram unnið með
lestur í fyrirtækjum en nú í
öðru formi. Á vegum verkefn-
isstjórnarinnar hefur fjöldi
ljóða legið frammi í vetur í
hinum ýmsu fyrirtækjum og
stofnunum bæjarins, viðskipta-
vinum og starfsfólki vonandi
til ánægju.
Ljóðalesturinn hófst í mat-
vöruverslunum í nóvember, í
desember mátti svo lesa ljóð
í verslununum við Hafnargöt-
una og nú í febrúar liggja ljóð
frammi í opinberum stofn-
unum og bönkum. Þannig
geta bæjarbúar lesið hin ýmsu
ljóð á mismunandi stöðum
í allan vetur. Verður þetta
vonandi gestum og gangandi
bæði til gagns og gamans.
Með þessu verkefni vill verk-
efnisstjórn minna á nauðsyn
lestrar og ekki síður þá ánægju
sem lesturinn veitir.
8 Fasteignafélagið Þrek ehf. í Reykjanesbæ:
Framkvæmdir við
Nemendaíbúðir hefjast í mars
Lestrarmenning í Reykjanesbæ
- Ljóð í opinberum stofnunum
„Ljóð um allan bæ“
©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222