Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.2005, Síða 15

Víkurfréttir - 17.02.2005, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 2005 I 15 ©FRÉTTASÍMINN 898 2222SÓLARHRINGSVAKT Verið er að opna nýjan veitinga- og skemmti-stað í Grinda vík og hefur hann hlotið nafnið Salt- húsið. Það eru Hjálmar Örn Erlingsson og Jóna Rut Jóns- dóttir sem fest hafa kaup á hús- næðinu en það var tímabundið í eigu Landsbankans. Staðurinn hét áður Sjávarperlan og var opnaður í mars árið 2001 en rekstri Sjávarperlunnar var hætt í lok síðasta árs. Salt- húsið er glæsilegt bjálkahús á 2 hæðum og er þetta eitt stærsta bjálkahús á landinu. Hjálmar sagði að nafnið væri dálítið óhefðbundið á veit ingastað en vekji engu að síður athygli. “Við munum leggja áherslu á saltfiskrétti og mun nafnið vísa á það. Jafnframt verðum við með almennan matseðil og ham- borgara og slíkt. Hér er mjög rúmgott og getum við tekið allt að 160 manns í sæti. Við verðum reglulega með böll og byrjum einmitt núna um helg- ina með hljómsveitinni Á móti sól. Guðjón Valberg hefur verið ráðinn veitingastjóri og mun Salthúsið verða rekið sem fínn veitingastaður og skemmti- staður og getum við tekið á móti jafnt litlum sem stórum hópum og bendum við fólki á að leita upplýsinga á staðnum” sagði Hjálmar þegar Víkurfréttir litu við í Salthúsinu um helgina. Unnið hefur verið að ýmsum breytingum og verður Salthúsið opnað formlega á laugardaginn kl 17 00. Nýr veitingastaður opnar í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.