Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! geta þeir einir sem stjórna skút- unni. Hver er kostnaður BS af þessu samstarfi í dag? Sveitarfélögin, hver fyrir sig, bera kostnaðinn af samstafi slökkvi- liðanna. Við hjá BS höfum ekki haldið því aðgreindu í bók- haldi. Afstaða okkar til eflingar samstarfsins hefur alltaf verið jákvæð og okkur finnst það sjálfsögð stefna BS að styrkja að fremsta mætti slökkviliðin sem eina heild bæði hvað varðar tæki, búnað og mannhald. Ég vil ekki nefna eitthvað eitt umfram annað í því efni. Kemur til greina að sam- eina slökkviliðin á Suður- nesjum í eitt lið? Já, við höfum dæmi um hag- kvæma útkomu af sameiningu slökkviliða á höfuðborgarsvæð- inu. Þar hafa sjö sveitarfélög sameinast um rekstur Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins. Ég tel að það sé mun meiri styrkur og slagkraftur í slökkviliði sem starfar sem ein heild og rekstr- ar lega er það ótvírætt mun hagkvæmara fyr irkomulag. Sveitarstjórnir hafa látið vinna skýrslu um kosti og galla aukins samstarf slökkviliðanna á Suð- urnesjum. Skýrsla Karls Taylors fjallar um starfsemi og rekstur slökkviliðanna og þrjá mögu- leika til að ná fram betra fyrir- komulagi. Í skýrslunni fjallar ein af tillögum Karls um sameinað Slökkvilið Suðurnesja. Þessa skýrslu, ásamt úttekt Verkfræði- stofunnar Hnit á Slökkviliði BS má nálgast á heimasíðu okkar bs.is undir fundargerðir. Nú hefur verið bent á það að rekstur BS sé dýrari á haus en t.d. rekstur liðs- ins í Sandgerði, er þetta sanngjarn samanburður? Nei, þetta er mjög óréttmætur og órökstuddur samanburður. Kostn að ur pr. íbúa er ekki réttur í skýrslu þessa starfshóps Sandgerðisbæjar. Framlag sveit- arfélaga vegna reksturs og fjár- festinga BS fyrir árið 2003 var 73.399 þús. eða rúmar 5.600 krónur pr. íbúa og er þetta um 1.000 krónum lægri tala en fram kemur í skýrslu Sandgerð- inga. Kostnaður pr. íbúa vegna reksturs Slökkviliðs Sandgerðis er tæplega 3.900 krónur pr. íbúa. Eðlilega er rekstrarkostn- aður slökkviliðsins þar minni. En ég spyr; Er slökkvilið sama og „Slökkvilið“? Hvernig er það marktækt að bera Slökkvilið BS, sem fer að jafnaði í um 1450 út- köll á ári, skipað bæði atvinnu- og hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, saman við Slökkviliðið í Sandgerði sem er skipað útkallsliði og hefur mun minni verkskyldur. Ég vil segja það við þennan starfshóp sem framsetur þessi gögn í vörn um eigin hagsmuni að við hjá BS höfum mikinn metnað til að veita íbúum okkar svæðis gott þjónustustig, öryggi og góða ímynd slökkviliðs BS. Hver er framtíðarsýn þín á málefni BS háttað? Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti. Bruna- varnir Suðurnesja er öflug starfseining sem hefur bæði öflugt mannahald, búnað og stuðning sveitarstjórna til að takast á við spennandi tækifæri og krefjandi verkefni sem eru framundan. Ljóst er að á komandi árum verða breytingar á útkallsvæði BS, nú þegar er mikil uppbygg- ing á svæðinu og við munum fylgja þeirri þróun og nálgast þau tækifæri í tíma. Þá tel ég að verkskyldur og umsvif slökkvi- liðs BS eigi eftir að aukast veru- lega vegna þeirra þróunar sem á sér stað og nú er fyrirséð. Um- hverfismál og forvarnargildin eiga eft ir að fá stærri hlut í starfsemi BS á komandi árum. Þá liggur fyrir tillaga stjórnar BS um framtíðalausn í hús- næðismálum en það mál er í ákveðnum farvagi. BS hefur unnið brautryðjandi starf í uppbyggingu á þjálfun- arsvæði, smíði sérstakra gáma- eininga til verklegrar þjálfunar. Svæðið sem um ræðir er svæði gömlu Sorpeyðingarstöðvar við Hafnarveg. Nýlega var haldinn fundur um þetta mál. Á þann fund komu fulltrúar átta slökkvi- liða af suður- og suðvesturland- inu og lofar þetta mál góðu. Hugmyndin er að stórum hluta fengin frá vinaslökkviliði okkar í Lindesberg í Svíþjóð. Þá höfum við, í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar og Slökkvi- lið höf uð borgar svæð is ins, nýlega gert verktökusamning við Brunamálastofnun ríkisins um kennslu og umsjón á 540 kennslustunda námskeiði fyrir atvinnuslökkviliðsmenn. Þessi samningur er tímamótasamn- ingur og kallar á ennþá meiri þátttöku BS í þessum mála- flokki. Mikið hagræði og fag- mennska fæst með því að efla þátttöku slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna BS. Starfsáætlun BS fyrir árið 2005 er spenn andi, þar má helst nefna endursmíði og lagfær- ingar á körfubíl og tankbíl BS, áframhaldandi uppbyggingu í búnaði til viðbragða vegna mengunaróhappa á landi. Þjálfun liðsins verður með hefð- bundnum hætti. Að auki verða mörg sérstök námskeið á árinu og má þar nefna að í mars er fyrirhugað að ráða í sex lausar stöður. Í kjölfarið verður 80 kennslustunda fornám haldið af BS fyrir nýráðna. Þetta er í annað sinn sem BS heldur slíkt fornám sem er bæði bók- leg og verkleg kennsla í slökkvi- liðsfræðum. Fimm slökkviliðs- menn varaliðs munu sækja 120 kennslustunda grunnnámskeið í sjúkraflutningum nú í febr- úar og þrír fara á sama nám- skeið í haust. Þá er fyrirhuguð viku ferð á þjálfunarsvæðið í Lindesberg um miðjan maí. Við höfum skipulagt þjálfun í fimm daga sem eingöngu eru verklegar æf ingar, krefjandi æfingar, þar sem við kveikjum elda í gámasamstæðum og æfum reykköfun, árás á elda, reyklos un, froðu notk un, gaselda, öryggi á þökum og fleira. Þetta er í annað sinn sem BS fer með 10 slökkviliðs- menn bæði úr fastaliðinu og útkallsliðinu til slíkra æfinga í Lindesberg. Með þessu átaki er verið að efla samræmingu verk- lags fastráðna og hlutastarfandi saman og styrkja þannig heildar- getu slökkviliðsins, virkja enn betur þátttöku og hlutverk vara- liðsmanna. Margt annað er á dagskrá s.s. árlegar rýmingar æf ingar í skól un og leiks skól um, en samtals voru 13 slíkar æfingar árið 2003, segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja í viðtali við Víkurfréttir. Í FRÉTTUM/SLÖKKVILIÐ BRUNAVARNA SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.