Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ÍRB sigraði á hinu árlega sundmóti KR með ótrú-leg um yf ir burð um um helgina. Næsta félag í röðinni var með helmingi færri stig og telja aðstandendur að þessi ár- angur gefi góð fyrirheit fyrir Aldursmeistaramót Íslands í sumar. Yngsta kynslóð sundamanna ÍRB stóð sig sérlega vel og unnu þau sigur í nánast hverri einustu grein og oft og tíðum einokuðu þau jafnvel þrjú efstu sætin. Þeir sem unnu til gullverðlauna í yngri flokkunum voru: Soffía Klemenzdóttir (6 gull), Her- mann Bjarki Níelsson (4 gull), Ingi Rúnar Árnason (3 gull), María Halldórsdóttir (2 gull), Rúnar Ingi Eðvarðsson (1 gull) og Svandís Þóra Sæmundsdóttir (1 gull). Boðsundssveitir félagsins voru einnig ósigrandi í öllum boð- sundum í bæði meyja og sveina- flokki. Sveitirnar voru þannig skipaðar. Sveinar: Hermann Bjarki Níelsson, Ingi Rúnar Árnason, Rúnar Ingi Eðvarðs- son og Eyþór Ingi Júlíusson. Meyjar: Soffía Klemenzdóttir, María Halldórsdóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir og Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir. Í stigakeppni einstaklinga stóð sundfólk ÍRB sig vel. Í meyja- flokknum var Soff ía Klem- enzdóttir í fyrsta sæti og María Halldórsdóttir í öðru sæti, og í sveinaflokknum var Hermann Bjarki Níelsson í fyrsta sæti og Ingi Rúnar Árnason í öðru sæti. Eldri sund menn irn ir voru einnig að standa sig mjög vel og í sumum greinum voru þau að vinna þrefaldan sigur. Eldri sundmennirnir eru nú í stífum æfingum því framundan er Ís- landsmeistaramótið um miðjan mars, en þar er stefnt á toppinn eins og endra nær. Eitt met var sett af liðsmanni ÍRB. Erla Dögg Haraldsdóttir setti stúlknamet í 50m bringu- sundi og bætti það gamla um 2/10 úr sek. Þá gerði Tinna Rún Kristófersdóttir sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í unglinga- landsliðinu með frábæru sundi í 200m bringusundi þar sem hún lenti í öðru sæti. Í stigakeppni einstaklinga 15 ára og eldri varð Erla Dögg Haralds- dóttir í öðru sæti í kvennaflokki á eftir dönsku sundkonunni Mette Jacobsen og Birkir Már Jónsson varð þriðji í karlaflokki. Sannarlega glæsilegur árangur og lofar góðu fyrir tímabilið sem er framundan. ÍRB sigrar á KR-mótinu fjórða árið í röð Stefán þakkar fyrir sig Ó m a r J ó - h a n n s s o n , knattspyrnu- markvörður, hefur gengið t i l i ð s v i ð Kefla vík að nýju . Þess i öflugi mark- vörður stóð milli stanganna hjá Keflavík fram á síðasta ár þeg ar hann hélt út til Svíþjóðar og lék þar með Bunkeflo. Auk þess hefur Bjarni Sæ- mundsson, fyriliði Njarðvík- urliðsins, skipt yfir til Kefla- víkur á lánssamningi, en Njarðvíkingar féllu í 2. deild í sumar. Keflvíkingar hafa því fengið tvo sterka menn til liðs við sig, en bet ur má ef duga skal því að nær allir lykil- menn félagsins, sem vann bikartitilinn á síðasta ári, hafa haldið á braut. Þ.á.m. Þórarinn Kristjánsson, Haraldur Gumundsson og Stefán Gíslason. Ómar og Bjarni til Keflavíkur Stjórn Keflavíkur, íþrótta-og ungmennafélags, var öll endurkjörin á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Í stjórn sitja: Einar Haraldsson formaður, Kári Gunnlaugsson varaformaður, Þórður M. Kjart- ansson gjaldkeri, Sigurvin Guð- finnsson ritari og Birgir Ingi- bergsson meðstjórnandi. Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ung menna fé lags fagn ar ákvörð un bæj ar yf ir valda í Reykjanesbæ um að hefja und- irbúning að nýju íþróttasvæði fyrir ofan Reykjaneshöll. Aðalfundurinn fagnar einnig ákvörð un bæj ar yf ir valda í Reykjanesbæ að byggja 50 metra innilaug við Sundmiðstöðina í Keflavík sem verður tilbúin til notkunar í mars 2006. Á fundinum hlaut Sigurbjörn Gunnarsson starfsbikar Kefla- vík ur. Hef ur hann starf að mikið fyrir íþróttahreyfinguna. Hóf feril sinn með því að sitja í unglingaráði UMFK 1974, í stjórn UMFK 1977 - 1987, fram kvæmda stjór i UMFK 1980, varamaður í stjórn ÍBK í nokkur ár, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 1984 sem var haldið í Keflavík og Njarðvík, hlaut silfurmerki UMFK 1989. Sigurbjörn var í stjórn UMFÍ í 18 ár, situr í lottónefnd UMFÍ, rekstrarstjórn Þrastalundar og hefur setið í stjórn Íslenskrar get- spár frá 1987. Sigurbjörn hefur setið í ýmsum öðrum nefndum og ráðum og hlaut gullmerki UMFÍ 1999. Á aðalfundinum var Rúnar V. Arnarson, formaður knatt- spyrnudeildarinnar, sæmdur silf- urmerki Keflavíkur fyrir 10 ára stjórnarsetu, og Erlingur Hann- esson var sæmdur bronsmerki félagins sem og Hrannar Hólm körfuknatteiksdeild, Lilja Karls- dóttir badmintondeild og Rúnar Georgsson körfuknattleiksdeild. Bronsmerkið er veitt fyrir fimm ára stjórnarsetu. Á fundinum veitti Birgir Gunn- laugsson stjórnarmaður UMFÍ þeim Guðjóni Axelssyni, Sig- urvini Guðfinnssyni og Þórði Magna Kjartanssyni stjórnar- mönnum í aðalstjórn Keflavíkur starfsmerki UMFÍ. Stefán Gíslason, miðvallarleikmaður Keflavíkur, hefur verið seldur til norska úrvalsdeildarliðsins Lyn í Osló. Rúnar Arn-arson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að Keflvíkingar hafi fengið ásættanlegt verð fyrir leikmanninn. „Það er klárt mál að við þurfum nú að herða róðurinn í að fá nýja leikmenn.Við munum samt gefa okkur tíma til að finna réttu mennina. Þetta er mikil blóðtaka en við verðum að bíta á jaxlinn og stoppa í götin.“ Stefán sendi heimasíðu stuðningsmanna Keflavíkur þar sem hann þakkar fyrir árin tvö sem hann átti í Keflavík og skilninginn sem hann mætti hjá öllum sem koma að félaginu. „Það er alveg á hreinu að Keflavík á bestu stuðningsmenn á landinu, þeir eru kannski ekki fjölmennastir en þeir eru bestir. Eins og nýji þjálfarinn hefði sagt „Það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin!!!!” Unglingamót í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu við Sunnu- braut laugardaginn 19. febrúar. Fjölmörg lið mættu til leiks og mátti sjá skemmtileg tilþrif. Framkvæmd mótsins fór vel fram og voru pallarnir þéttsetnir af aðstandendum sem hvöttu sín lið með ráðum og dáð. Stefán fagnar Bikarmeitaratitlinum með félögum sínum í Keflavík. Stjórn Keflavíkur endurkjörin Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkurliðsins, tryggði sínum mönnum nauman sigur á Fjölni, 77-79, með körfu um leið og leiktíminn rann út. Baráttujaxlinn Halldór blakaði boltanum ofan í eftir að skot Brentons Birmingham hafði geigað. Púttklúbbur Suðurnesja bar sigurorð af Púttfélögum frá Hrafnistu í Hafnarfirði í hinu árlega móti liðanna í síðustu viku. Keppendur voru 42 og voru keppendur PS í efstu sætum í bæði karla og kvenna- flokki. María Einarsdóttir sigraði á 65 höggum og með 9 bíngó og Guðmundur Ólafsson var hlutskarpastur karla á 61 höggi. Hann var með 12 bingó. Veitt voru verðlaun sem fyr- irtæki í bænum gáfu og Pútt- klúbburinn var með kaffiveit- ingar að móti loknu. Púttarar lögðu Hafnfirðinga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.