Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 2005 I 27 ©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222 Í Keflavík lífið svo lukkulegt var þegar lítill snáði fæddist þar. Í fótbolta fór hann um víðan völl Á Jónsmið fór hann en þó er ekki sagan öll. Á tryllitæki fór hann um allar trissur, tátur og sveinar vildu það reyna. Hjólið var betra en allar hryssur þið vitið hvað ég meina. Á seinni árum hann félag sitt studdi, stjórnaði Nes og Sparisjóðnum okkar. Gummi gullna veginn ruddi, glaðlega, já! Gummi rokkar. Hann er sannur afmælisdrengur, svona alveg eins og gengur. Heillaóskir honum til handa, heill sé þér að vanda. Kveðja frá samstarfsfólki í Sparisjóðnum í Keflavík. Afmæli 8 Kallinn á kassanum ÞAÐ VAR SKEMMTILEGT fyrir Kallinn að lenda á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Kallinn var að koma frá Egilsstöðum (Og ekki nóg með það því Kallinn lá með flensu fyrir austan í nokkra daga og af þeim sökum birtist enginn pistill síðast) með Flugfélagi Íslands og vegna þoku í Reykjavík var lent á Keflavíkurflugvelli. Kallinn sannfærðist enn frekar í þeirri trú sinni að innanlandsflugið eigi að flytjast hingað. Það er bara það eina rétta í stöðunni. LANDSBYGGÐARFÓLKIÐ er gjarnt á að full- yrða að það hætti að fljúga til höfuðborgarinnar verði innanlandsflugið flutt á Suðurnesin. Kallinn veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum það megi vera. Þessi rök halda ekki - engan veginn! REYKJAVÍKURBORG ætti að sjálfsögðu að taka ákvörðun um það að flytja innanlandsflugið úr borginni. Það vantar alltaf byggingarland í borg- inni og til að auka framboðið á íbúðabyggð að rísa á svæðinu. Steinunn Valdís borgarstýra hlýtur að sjá ljósið í þessum efnum - Kallinn hefur ekki trú á neinu öðru. NÚ ERU FRJÁLSLYNDIR búnir að boða fram- boð til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. Kallinn fagnar þeim og hann spáir því að þeir muni verða í oddaaðstöðu við myndun næsta meirihluta. Frambærilegur málflutningur hjá rögg- sömu fólki sem vill aftur færa milljarðaauðlindir í hendur fólksins í landinu. Kallinn styður þá hugmyndafræði og nú er bara að bíða eftir og sjá hvaða andlit verði á lista flokksins. LOKSINS ERU farnar að berast fréttir frá Reykja- nesvirkjun - stærstu einstöku framkvæmd á Suðurnesjum hin síðari ár. Það er verið að tala um framkvæmd upp á 10 milljarða króna - tíu- þúsund milljónir! Og forstjórinn sagði í fréttum Stöðvar 2 að hugsanlegt væri að orkuframleiðslan yrði tvöfölduð tveimur árum eftir gangsetningu. Ótrúlegar framkvæmdir sem allir hljóta að vera ánægðir með. Það skemmtilega við jarðgufuvirkj- anir er að þær eru mun umhverfisvænari heldur en vatnsaflsvirkjanirnar. ANNARS VAR KALLINN að hugsa þegar hann leit niður á melinn sunnan við Patterson flugvöll á leið inn til lendingar með Flugfélagi Íslands á Keflavíkurflugvelli, hvað væri að frétta af bíla- brautinni sem rætt var um. Fyrir ekki svo löngu fluttu Víkurfréttir og aðrir fjölmiðlar fréttir af hug- myndum um að koma upp dekkjaprófunarbraut á melnum og í hrauninu. Framkvæmd upp á fleiri hundruð milljónir króna. Hvar ætli það verkefni hafi dalað uppi? Eða er allt á fullu? Ja, spyr sá sem gjörsamlega ekkert veit! EN NÓG Í bili! Þangað til næst, Kveðja, kallinn@vf.is Með innanlandsflugi til Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.