Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 2005 I 11 Sumarafleysingastörf Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk í vaktavinnu í verslun og á lager fyrirtækisins, bæði í hluta- og heilsdagsstörf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. júní n.k. Í boði eru afleysingastörf, bæði til þriggja og sex mánaða. Störfin felast í afgreiðslu og áfyllingum í verslun og á lager. Við leitum að reyklausum, snyrtilegum og þjónustuliprum einstaklingum. Hæfniskröfur: - Góð þjónustulund - Tungumálakunnátta Nýir umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að sækja stutta undirbúningsþjálfun áður en starf hefst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Fríhafnarinnar í Leifsstöð og á heimasíðu flugstöðvarinnar www.airport.is. Umsóknum ásamt ljósmynd skal skila fyrir 7. mars n.k. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Upplýsingar um starfið veitir starfsþróunarsvið í síma 425 0432 fyrir hádegi. Tölvupóstfang: thorunn@fle.airport.is FRÍHÖFNIN Fríhöfnin ehf. - Hæfni í mannlegum samskiptum - Aldurstakmark 20 ár Föstudaginn 28. janúar fóru 13 unglingar og 2 starfsmenn í samfloti með öðrum félagsmiðstöðvum til þess að taka þátt í und- ankeppni Söngkeppni SamFés, sem eru samtök félagsmið- stöðva á Íslandi. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja, en þar var undankeppnin haldin að þessu sinni. Af 17 félagsmiðstöðvum í Suð- urkjördæmi komust einungis fimm áfram. Skemmst er frá því að segja að framlag Trufl- aðrar Tilveru úr Garði komst í gegnum niðurskurðinn. Verður það að teljast svolítið afrek því keppnin var gríðarlega mikil og mikið lagt í hana af öllum fé- lagsmiðstöðvum úr Suðurkjör- dæmi. Verður Félagsmiðstöðin Trufluð Tilvera ein af 28 kepp- endum í Söngkeppni SamFés sem verður haldin í byrjun mars, í Mosfellsbæ. Söngur Írisar Einarsdóttur, 15 ára Garðmeyjar var framlag Truflaðrar Tilveru að þessu sinni, söng hún lagið „I will sur- vive” af mikilli innlifun og átti náð fyrir augum fjölskipaðrar dómnefndar. Er þarna á ferð- inni gífurlegt söngefni og kæmi alls ekki á óvart að sjá hana í IDOL og ná langt. Garðmenn mega vera stoltir af henni. Vel heppnuð ferð í alla staði, ef frá er talin sjóveiki á leið- inni til og frá Eyjum, bæði hjá unglingum og starfsmönnum. Komið var heim á sunnudags- kvöldið 30. janúar, svolít ið þreyttir og slæptir ferðalangar en umfram allt í mjög góðu skapi. Bestu kveðjur, Agnar Júlíusson - starfsmaður „I will survive“ kom Truflaðri tilveru áfram 8 Félagsmiðstöðin Trufluð tilvera í Garði: FRÉTTASÍMINN 898 2222SÓLARHRINGSVAKT Fréttavefurinn www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.