Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum: stuttar F R É T T I R 8 Þunguð kona féll fram fyrir sig í verslun Bónuss í Njarðvík: Allt fór vel að lok um og stúlku barn kom í heiminn á Landsspítal- anum á föstudagskvöld eftir að þunguð verðandi móðir hafði fallið á gólf í verslun Bónuss á Fitjum í Njarðvík síðdegis sl. föstudag. Tveir sjúkrabílar fóru í útkallið en annar sjúkra- bílanna var á leið til Keflavíkur með lækni innanborðs. Eftir að búið hafði verið um konuna í sjúkrabílnum utan við Bónus í Njarðvík var farið beint til Reykjavíkur, en skurðstofa er ekki til taks í Reykjanesbæ allan sólarhringinn. Ástandið var talið alvarlegt og hver mín- úta talin skipta máli. Bráðakeis- araskurður fór fram á Landsspít- alanum og lítið stúlkubarn kom í heiminn. Bæði móður og barni heilsast vel en þau dvelja nú á sjúkra- húsi í Reykjavík. Þetta er fyrsta barn móðurinnar. Heimild hefur verið veitt til að reka hluta dvalarheimilisins Hlévangs sem hjúkrunardeild. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Víkurfréttir leituðu til Finn- boga Björnssonar, framkvæmdastjóra Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, sem rekur heimilið, til að fá frekari fréttir af málinu. Finnbogi upplýsti að sl. haust hefði verið gert samkomulag milli eignaraðila DS og heilbrigðisráðherra um skipan öldrunar- mála á svæðinu. Fyrsti hluti þess væri að 10 dvalarrýmum á Hlévangi yrði breytt í hjúkr- unarrými. Nú er unnið að lagfæringum á Hlévangi og innkaupum tækja og búnaðar. Nú þegar eru nokkrir heimilismenn á Hlé- vangi sem þurfa hjúkrunarrými, þar eða annarstaðar. Auglýst hefur verið eftir fag- fólki til starfa þar. Gert er ráð fyrir að þessi skipan mála verði á Hlévangi þar til að nýtt hjúkrunarheimili verður risið í Reykjanesbæ á svæði sem er nú í skipulagslegri hönnun. Er þar gert ráð húsbyggingu fyrir allt að 90 hjúkrunarrýmum byggðum í þrem ein- ingum, 30 rúm í hverri, þjónustubyggingu o.fl. Einnig verða byggðar öryggisíbúðir sem verða þjónustutengdar. Er þetta hluti af upp- byggingu Reykjanesbæjar á svæðinu, sem er nánar tiltekið á íþróttasvæðinu í Njarðvík. Tímamörk opnunar nýja heimilisins eru áætluð 2007. Hluti af nefndu samkomulagi eru endur- bætur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Er þar um breytingar á elsta húsnæðinu að ræða, bæði hvað varðar aðstöðu heimilis- manna og starfsmanna. Undirbúningur allra þátta er hafinn og sótt hefur verið um fjármagn til þessara verka. Fr a m k v æ m d i r v i ð Íþrótta aka dem íu í Reykjanesbæ ganga vel og nú þegar er komin mynd á bygginguna sem tekin verður í notkun næsta haust. Árni Sigfússon bæjarstjóri brá sér í heimsókn á bygging- arsvæðið fyrir helgi ásamt Stef áni Bjarkasyni fram- kvæmdastjóra MÍT sviðs og samkvæmt vefsíðu Reykja- nesbæjar, bauð Árni starfs- mönnum upp á harðfisk um leið og hann kannaði fram- gang mála. Búið er að steypa grunn byggingarinnar og uppsteypa á útveggjum er langt komin. Húsið er alls 2.700 m2 og er áætlaður byggingarkostn- að ur um 450 millj ón ir króna. Þess má geta að íþróttasalur akademíunnar er 20x40 á stærð og rúmar því löglegan hand bolta völl en lög leg keppnisstærð í körfubolta er 18x33. Skólastarf mun hefjast í akademíunni í september 2005 og er gert ráð fyrir að nemendur á fyrsta ári skól- ans verði um 30 talsins en þeim mun fjölga ört á næstu árum. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir húsið en fram- kvæmd ir eru í hönd um Ís lenskra að al verk taka. Skóflustunga var tekin að byggingunni þann 13. nóv- ember sl. og má því segja að byggingin rísi hratt. Hluti Hlévangs rekinn sem hjúkrunardeild Framkvæmdir við Íþrótta- akademíu ganga vel Allt fór vel og lítil Bónus-stúlka fædd stuttar F R É T T I R Skólamötuneytin í Reykjanesbæ boðin út? Fræðsluráð Reykjanes-bæjar hefur samþykkt að fræðslustjóri kanni kosti þess að bjóða út skóla- mál tíð ir í grunn skól um Reykjanesbæjar. Umræður urðu um rekstur mötuneyta skól anna á síð asta fundi ráðsins. Skólamötuneyti eru í öllum fjórum grunnskólum Reykja- nes bæj ar, en nú verð ur kannað hvort það sé kostur að bjóða starfsemi þeirra út. Frístundaskólinn hluti af grunn- skólastarfinu Umræður um málefni Frístundaskóla og endurskoðun starfs- lýsinga starfsfólks grunn- skóla voru meðal efnis á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Ragnheiður Ásta Magnús- dóttir mætti á fund ráðsins og sagði frá starfi Frístunda- skóla fram að þessu. Rætt var um undirbúning þess að Frí- stundaskóli verði færður frá menningar,- íþrótta- og tóm- stundasviði yfir á fræðslusvið frá og með næsta skólaári og verði hluti af grunnskólastarf- inu. Verkefnisstjóri kemur til með að skipuleggja og halda utan um starfið í samvinnu við skólastjóra, segir í fundar- gerð ráðsins. Innbrot í fyrirtæki á Reykjanesi Tilkynnt var um inn-brot í fiskvinnslufyr-irtæki út á Reykja- nesi á föstudagsmorgun. Lög regla fór á stað inn. Innbrotið átt sér stað um nóttina en þjófurinn hafði farið inn um glugga. Það sem var horfið var verk- færakista á hjólum full af verkfærum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakkur. Verðmæti þýf- isins er nokkur hundruð þús- und. Ekki er vitað hver var hér að verki en þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið vinsamlegast látið lögregluna í Keflavík vita. FRÉTTASÍMINN 898 2222 SÓLARHRINGSVAKT Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á „rómantíska svæðinu” við Vatns-holt í Reykjanesbæ. Búið er að saga af greinar og tálga greinar á trjám í skóginum svo verulega sér á. Einnig eru glerbrot á svæð- inu. Starfsólk leikskóla í Reykjanesbæ bentu Víkur- fréttum á skemmdirnar og sagði ein starfstúlkan að leikskólabörnunum hafi brugðið þegar þau sáu skemmdirnar. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti myndum af svæðinu og í ljós kom að mörg trjánna eru illa farin. Skemmd tré í Vatnsholti

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.