Víkurfréttir - 17.03.2005, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Um-hverfis- og skipulags-
sviðs Reykjanesbæjar, kynnti
framtíðarhugmyndir sem eru á
deiliskipulagi bæjarins. Þar má
nefna nýtt hverfi, Hlíðahverfi,
sem mun verða staðsett á Nikk-
elsvæðinu svokallaða og nýtt
skipulag á lóðum á Grænási
þar sem gert er ráð fyrir um
100 veglegum einbýlishúsa-
lóðum.
Viðar minntist einnig á fyrir-
hugaða andlitslyftingu Hring-
brautar en áætlanir um slíkt
skýrast í maí.
Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri,
fjallaði um möguleika Helgu-
víkur fyrir iðnaðarstarfsemi af
ýmsum toga. Þegar hafi verið
samþykktar nokkrar umsóknir
um lóðir og mikil undirbúnings-
vinna hafi verið unnin.
Meðal helstu verkefna Vega-
gerðarinnar á svæðinu er að
sjálfsögðu áframhaldandi tvö-
földun Reykjanesbrautar og
Suðurstrandarvegurinn á milli
Grindavíkur og Þorlákshafnar,
en önnur minni verkefni koma
líka til þeirra kasta.
Þar má helst nefna færslu Nes-
vegar út fyrir þéttbýli í Höfnum
vegna aukinnar umferðar en
Hitaveita Suðurnesja hef ur
lýst sig tilbúna til að taka þátt
í kostnaði verði það til að flýta
framkvæmdum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
staðið í miklum framkvæmdum
við húsnæði sitt og verður fram-
hald á þeim það sem eftir lifir
árs. Senn verður ráðist í að
innrétta skrifstofur á 3. hæð
og einnig er stefnt að því að
fjölga bílastæðum um 250, en
mikill vöxtur undanfarið hefur
hreinlega sprengt utan af sér
bílastæðin sem voru gerð fyrir
tveimur árum.
Sjálfstæðir verktakar munu fara
út í framkvæmdir fyrir um 6.8
milljarða og eru fyrirtækin Húsa-
nes og Meistarahús þar efst á
blaði með framkvæmdir um og
yfir 900 milljónir króna á árinu.
Keflavíkurverktakar fylgja þar
skammt á eftir með 800 millj-
ónir en fjölmargir aðrir aðilar
munu taka til hendinni.
Þannig er ljóst að ekki verður
setið auðum höndum þetta árið
en auk þess voru kynnt fjölmörg
verkefni sem eru framundan á
næstu árum.
8 Framkvæmdaþing haldið öðru sinni í Reykjanesbæ:
Framkvæmt verður fyrir rúma 18 milljarða í landi Reykjanesbæjar og nágrennis í ár. Þetta kom fram á
framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar 2005
sem var haldið á Ránni í síðustu viku. Sam-
bærilegar tölur í fyrra voru rúmir 6 millj-
arðar.
Þar voru kynntar væntanlegar og yfirstand-
andi framkvæmdir Reykjanesbæjar, Reykja-
neshafnar og Fasteignar ehf. auk þess sem
aðrir aðilar gerðu grein fyrir því sem er á
döfinni hjá þeim.
Fremstir meðal jafningja eru Hitaveita Suð-
urnesja sem mun framkvæma fyrir um 7.5
milljarða, mest við Reykjanesvirkjun. Þá
mun Fasteign framkvæma fyrir um 1600
milljónir og Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir
um 1300 milljónir. Útgjöld Reykjanesbæjar
í framkvæmdir á árinu munu nema um 330
milljónum.
Sérstaka athygli vekur framtak einkaaðila en
verktakafyrirtæki munu leggjast út í fram-
kvæmdir fyrir um 6.8 milljarða sem er mikil
aukning frá fyrri árum.
Undirbúningsvinna að Gullmolanum, v e r s l u n a r - o g
þjónustumiðstöð í hjarta
Reykjanesbæjar, er langt
kom in og eru komn ir
sterkir fjárfestar að baki
hugmynd Steinþórs Jóns-
sonar, athafnamanns og
bæjarfulltrúa. Hugmyndin
hef ur tek ið nokkr um
stakkaskiptum og er nú
m.a. gert ráð fyrir íbúð-
arhúsnæði í efri hæðum
hússins. Allar hugmyndir
eru hins vegar enn á hug-
myndastigi og á enn eftir
að vinna mikla skipulags-
vinnu á svæðinu.
Ragnar Atli Guðmundsson
framkvæmdastjóri Fast-
eignar ehf. tilkynnti á fram-
kvæmdaþingi Reykjanes-
bæjar að eignarhaldsfélagið
Klasi, sem er í eigu Íslands-
banka, kæmi að málinu.
Steinþór sagði í samtali við
Víkurfréttir að áhugi Klasa
væri til vitnis um hve góður
kostur væri að byggja upp
sterka verslunarmiðstöð
í Reykjanesbæ. „Vinnan
við verkefnið hefur aldrei
stoppað. Við höfum fundað
reglulega með fjárfestum og
nú erum við að skoða skipu-
lagsmál í kringum bygging-
una hvað varðar bílastæði
og annað og munum einnig
funda með húseigendum í
nágrenninu.”
Rými á fyrstu hæð hússins,
þar sem verslanirnar verða
að mest um hluta er um
5000 m2 þannig að ljóst
er að um mikla byltingu
verður að ræða í verslunar-
málum bæjarins.
„Þetta er eiginlega punktur-
inn yfir I-ið í þessum fram-
kvæmdum við Hafnargöt-
una og það er skemmtilegt
fyrir alla að þetta skuli vera
að gerast.”
Hringbrautin skógi vaxin innan fárra ára?
Sjálfstæðir verktakar framkvæma fyrir 6,8 milljarða króna
18 milljarða framkvæmdaár
Verslunarmiðstöð
við Hafnargötuna
Gullmolinn
á réttri leið
8 Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesnæjar, að loknu framkvæmdaþingi:
Á næstu mánuðum mun Reykja-nesbær fara í gang með mark-visst kynningarátak til að mark-
aðssetja bæinn sem fýsilegan kost til
búsetu. Þetta sagði Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri, í viðtali við Víkurfréttir eftir
framkvæmdaþingið sem var haldið í
síðustu viku en þar kom fram að fram-
kvæmdir í sveitarfélaginu og nágrennis
þess yrðu um 18 milljarðar á þessu ári.
Hinar miklu framkvæmdir sem Reykja-
nesbær hefur staðið fyrir undanfarin ár
hafa verið undirbúning fyrir sókn bæj-
arins en Árni sagði að nú væru þær að
skila sér. „Nú þurfum við ekki að keyra
eins mikið áfram í framkvæmdum. Við
höfum lagt mikið í en nú getum við
látið aðra um að fylgja framkvæmd-
unum eftir.”
Árni segir framkvæmdirnar sem hafi
staðið síðastliðin ár hafa verið ákveð-
inn undirbúning að markaðssetningu
svæðisins. „Það er ekki hægt að standa í
markaðssetningu fyrr en við erum alveg
tilbúin. Nú er komin sú heildarmynd
að ástæða er til að ganga fram og mark-
aðssetja og kynna svæðið svo fólk sjái
að hér eru flottir hlutir að gerast. Reykja-
nesbær er frábær valkostur til búsetu og
framtíðarmöguleikar eru mjög sterkir.”
Reykjanesbær kynntur
sem fýsilegur búsetukostur
Hringbrautin mun fá allsherjar andlitslyftingu innan tíðar, enda ekki vanþörf á og sýna meðfylgjandi myndir drög að framtíðarútliti götunnar.
Nánari útfærsla á útliti götunnar liggur fyrir í maí að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðumanns umhverfis- og skipulagssviðs.