Víkurfréttir - 17.03.2005, Qupperneq 21
VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. MARS 2005 I 21
Síðastliðið sumar lagði óvenjulegur hópur upp í sjókajakleiðangur á Græn-
landi. Hópurinn var óvenju-
legur að því leyti að helmingur
þeirra var blindur og einungis
fararstjórinn var vanur kajak-
maður. Leiðin sem þeir völdu
sér þykir einnig eitthvert erfið-
asta verkefni sem kajakmenn
geta tekist á við, 1000 km leið
meðfram strönd Austur-Græn-
lands.
Við sem heima sátum gátum
fylgst með leiðangursmönnum
meðan á ferðinni stóð í gegnum
fjölmiðla og dagbók hópsins
var uppfærð á netinu. Mátti sjá
að þar var tekist á við aðstæður
sem íslendingar eiga ekki að
venjast; ísjaka, moskítóflugur og
endalausa skriðjökla í sjó fram.
Elsti þátt tak and inn í leið-
angrinum, Friðgeir Þráinn Jó-
hannesson, blindaðist í vinnu-
slysi fyrir 6 árum og naut hann
sérstakar aðstoðar Reynis bróður
síns úr Vestmannaeyjum. Báðir
eru þeir vanir sjómenn og segir
fararstjórinn, Njarðvíkingurinn
Baldvin Kristjánsson að þeir
hafi verið lunknir við að finna
góðar leiðir á sjónum. Fjórði
þátttakandinn, Hafnfirðingur-
inn Halldór Sævar Guðbergsson
er fæddur lögblindur, sem þýðir
að hann hefur innan við 10%
sjón. Halldór, sem kom inn á síð-
ustu stundu í stað annars þátt-
takanda, hafði hinsvegar aldrei
setst í kajak fyrr en til Græn-
lands kom.
Nú í kvöld verður fararstjórinn
og Njarðvíkingurinn Baldvin
Kristjánsson með myndasýn-
ingu og erindi um kajakleið-
angurinn, sem lengi verður
í minnum hafður. Á þeim 49
dögum sem leiðangursmenn
réru 935 km reyndi mikið á hóp-
inn en þessa ævintýris verður
þó sérstak lega minnst fyr ir
óvæntan endi þegar bátur sem
flytja átti þá til byggða varð vélar-
vana við suðurodda Grænlands
og var þeim bjargað um borð í
þyrlu. Að sögn Baldvins hafði
þó ýmislegt komið upp á, “eins
og þegar annar þeirra blindu
gekk fram af kletti eitt kvöldið
þegar hann fór út úr tjaldinu að
pissa. Síðar í ferðinni skoluðust
kajakarnir okkar út af klöppum
þar sem við höfðum tjaldað,
þegar brimskafl gekk yfir þá og
tilviljun ein réði því að ég hafði
gengið niður eftir til að líta eftir
þeim.” Þeir félagarnir þurftu því
að takast á við fjölbreytilegar og
erfiðar aðstæður eftir því sem
leið á ferðina, sem flest var þó
skemmtilegra en þessi atvik.
Leiðangurinn, sem var einnig
ætlaður í fjárölunarskyni var
studdur af fjölda fyrirtækja og
einstaklinga, meðal annars af
Kaffitári héðan af Suðurnesjum.
Rás tvö fylgdi leiðangrinum eftir
með vikulegum viðtölum og var
áheitum safnað á heimasíðu
leiðangursins - www.internet.
is/leidangur.
Fyrirlesturinn, sem verður í
kvöld á kaffihúsi Kaffitárs að
Fitjum byrjar kl. 20 og er hann
öllum opinn. Aðgangseyrir er
kr. 1000 sem rennur óskert til
fjáröflunarinnar.
Myndasýning í kvöld
frá blinda kajak leið-
angrinum á Grænlandi