Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2005, Page 1

Víkurfréttir - 23.03.2005, Page 1
HEKLA_Vikurfrettir021104.FH11 Tue Nov 02 12:47:23 2004 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K ������������������������ ��������������� �������������� ������������������ ������������������ ��������������������� 12. tölublað • 26. árgangur Miðvikudaguri nn 23. mars 2 005 Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 Þriggja ungmenna frá Keflavík var leitað á hálendinu á mánudag. Þau höfðu lagt upp frá Dalvík og ætluðu yfir hálendið á tveimur jeppum að gerðinni Toyota Hi-Lux. Þegar þau komu ekki fram á tilsettum tíma var farið að óttast um þau. Um 90 björgunarsveitarmenn á 23 bílum og þyrla Landhelgisgæzlunnar fóru til leitar. Það var síðan undir kvöld á mánudag sem þyrlan fann annan bílinn fastan í krapa en mannlausan. Skömmu síðar fundust ungmennin í hinum jeppanum sem þá var að verða eldsneytislaus við Mikluöldu sunnan við Bláfell. TF-LIF, þyrla Landhelg- isgæslunnar flutti fólkið til byggða. Ekkert amaði að því. Þau höfðu orðið hráolíulaus, eftir að hafa lent í erfiðri færð og fest sig. Björgunarsveitir sóttu bílana og komu þeim til byggða. Ferðalangarnir báru sig vel við komuna til Reykjavíkur. Þau heita Ragnar Þór Georgs- son, tæplega tvítugur, Sesselja Antonsdóttir og Sigurður Arnar Pálsson, bæði 19 ára. Þau búa öll á Suðurnesjum. Meðfylgjandi mynd var tekin úr þyrlu Gæzlunnar af öðrum jeppanum. ólkið komið til Reykjavíkur Festust í krapa á hálendinu Jeppi unga fólksins fastur við Leppitungur. Ljósmynd: Landhelgisgæzlan Þyrla og björgunarsveitir leituðu ungra Keflvíkinga: Frönsk flugfreyja hjá Air France sem var á leið yfir vestur um haf á mánudagskvöld með Boeing 777 breiðþotu slasaðist illa um borð í þotunni, svo nauðlenda varð í Keflavík. Fyrst átti að búa um meiðsl hennar um borð í þotunni á flugvellinum. Þegar læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafði skoðað freyj- una var hins vegar tekin ákvörðun um það að senda hana á bráðamóttöku í Reykjavík vegna gruns um inn- vortis blæðingar. Flugfreyjan hafði rekið höfuðið í eitthvað þegar þotan var stödd suður af landinu. Því var stefnan tekin á Kefla- vík með 440 farþega um borð. Farþegaþotan hélt áfram för sinni vestur um haf en flugfreyjan franska var lögð inn á sjúkrahús í Reykjavík. Nauðlenti með blæðandi flugfreyju Sjúkrabifreið úr Keflavík flutti flugfreyjuna á sjúkrahús í Reykjavík. Ljósmynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.