Víkurfréttir - 23.03.2005, Page 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8 Tekjuaukning um 25% hjá Bláa lóninu:stuttar
F R É T T I R
8 Flugstöðin:
VF
-L
JÓ
SM
YN
D
IR
: O
D
D
G
EI
R
KA
RL
SS
O
N
VF
-L
JÓ
SM
YN
D
: O
D
D
G
EI
R
KA
RL
SS
O
N
Stjórn Flugstöðvar Leifs Ei-ríkssonar hf. samþykkti síðastliðinn miðvikudag
að hraða svo sem kostur væri
að stækka og breyta norður-
byggingu flugstöðvarinnar í
ljósi nýrrar spár um farþega-
fjölgun á næstu árum. Þetta
kom fram á aðalfundi félagsins
í gær.
Gert er ráð fyrir fjárfestingum
upp á allt að 4,5 millj arða
króna á næstu tveimur árum.
Svokölluð norðurbygging er
hin upprunalega flugstöð sem
tekin var í notkun árið 1987.
Þar hefur mörgu verið breytt nú
þegar í samræmi við fjölgun far-
þega en betur má ef duga skal
þegar fyrir liggur ný spá breska
fyrirtækisins BAA Plc. frá því
í janúar 2005 um að tvöfalt
fleiri farþegar fari um flugstöð-
ina árið 2015 en 2004, sem er
10% meira en BAA spáði 2001.
Áformað er að umbylta skipu-
lagi í norðurbyggingunni og
stækka hana jafnframt. Raunar
er fyrsta hluta þess verkefnis
þegar lokið, sem var að stækka
móttökusal og rými verslunar
fyrir komufarþega.
Stjórn Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar hf. (FLE) ætlar sem
sagt að hraða undirbúningi að
stækkun norðurbyggingar til
suðurs um 6.000-7.000 fermetra
til að auka við brottfararsvæði
og rými fríhafnarverslunar,
koma fyrir nýju flokkunarkerfi
farangurs og rýmka um komu-
farþega sem nálgast farangur
sinn. Þetta er framkvæmd sem á
að ljúka fyrir lok árs 2006.
Þá verður lokið nú í ár að inn-
rétta skrifstofur á 3. hæð húss-
ins og flytja þangað starfsemi
FLE, skrifstofuhald opinberra
aðila og fleiri sem nú halda til
á 2. hæð. Eftir það verður öll
2. hæðin lögð undir verslun og
þjónustu fyrir brottfararfarþega.
Við skipulagsbreytinguna í nú-
verandi húsnæði, og stækkun
norðurbyggingar til suðurs, tvö-
faldast verslunar- og þjónustu-
rýmið á 2. hæð flugstöðvarinnar
og verður 7.700 fermetrar í stað
3.600 fermetra nú.
Rekst ur flug stöðv ar inn ar
stendur að langmestu leyti undir
öllum þessum fjárfestingum
og lánsfé að hluta. Álögur á far-
þega og flugrekendur verða ekki
auknar vegna þessa. Fram kom
í ávarpi Gísla Guðmundssonar,
stjórnarformanns FLE, á aðal-
fundinum að rekstrarafkoma
og fjármunamyndun félagsins
sé góð og standi undir nauð-
synlegum framkvæmdum. Fjár-
festingar frá stofnun félagsins
nemi um 6 milljörðum króna
og verið fjármagnaðar nær al-
veg úr rekstri.
Starfsmenn Fríhafnar-innar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar felldu
kjarasamning sem nýlega
var gerður. Á kjörskrá voru
113 starfsmenn. 96 greiddu
atkvæði, eða 85%. Já sögðu
33, eða 34,4%. Nei sögðu 59,
eða 61,5%. Auðir og ógildir
seðlar voru 4, eða 4,2%.
Víkurfréttir á Netinu eru nú á tveimur aðskildum vefjum. Allt efni sem
tengist Suðurnesjum verður
framvegis á slóðinni www.vf.is
en allt efni
sem tengist
Hafnarfirði,
G a r ð a b æ
og Álftanesi
verður á slóð-
inni www.vik-
urfrettir.is
G a g n a -
grunnar hafa
verið aðskildir
og verða vefsvæðin tvö óháð
hvoru öðru, nema hvað hægt
verður að hoppa á milli vefjanna
af sérstökum hnöppum.
Einhver minniháttar óþægindi
hafa skapast vegna þessarar
breytingar.
Umferð um vef Víkurfrétta hefur
aukist mikið á síðustu misserum
og fyrirsjáanlegur er enn meiri
vöxtur með frekari breytingum
sem fyrirhugaðar eru á næstu
vikum og mánuðum. Vefurinn
w w w. v f . i s á e f t i r a ð t a k a
breytingum á næstu dögum.
T.a.m. verður tekin í notkun
öflug fasteignaleitarvél fyrir
fasteignasölur á Suðurnesjum,
svo eitthvað sé nefnt. Fleiri nýj-
ungar eru væntanlegar á vefinn,
sem verða kynntar þegar nær
dregur.
Nýjar verslanir verða opnaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðari hluta árs 2005 og fleiri bætast við
2006. Þetta er afrakstur forvals um verslun-
arrekstur sem efnt var til í fyrra.
Forval um verslunarrekstur var kynnt á
Grand hóteli í Reykjavík í september 2004
og áhugi fyrir því reyndist afar mikill. Um
100 manns mættu til fundar og í kjölfarið
var efnt til skoðunar- og kynnisferðar þátt-
takenda um flugstöðvarbygginguna. Um 60
umsóknir bárust síðan um verslunarrekstur
af ýmsu tagi og af þeim voru 30 valdar til
frekari athugunar. Stjórnendur Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf. áttu fund með full-
trúum allra fyrirtækjanna sem áttu þessar
30 umsóknir og fengu frá þeim viðskiptaá-
ætlanir sem verið er að kanna frekar. Stefnt
er að því að svara öllum umsækjendum
fyrir lok maí og síðan hefst ferli eiginlegra
samninga við þá sem valdir verða til að
opna nýjar verslanir í flugstöðinni.
Þetta forval um verslunarrekstur var á
sínum tíma í biðstöðu í tvö ár vegna þess
að þáverandi eigendur Íslensks markaðar
töldu framkvæmdina brjóta gegn lögum og
kærðu til samkeppnisráðs. Deilan fór fyrir
dómstóla og var leidd til lykta með dómi
Hæstaréttar í apríl 2004 sem staðfesti að
forvalið stæðist fyllilega lög, hvort heldur
varðaði valið sjálft, forsendur þess eða um-
fang. Skömmu síðar skipuðust mál þannig
að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. keypti Ís-
lenskan markað og tók við rekstri hans í
júní 2005. Íslenskur markaður er nú rekinn
sem dótturfélag FLE en aðeins tímabundið
því yfirlýst stefna FLE er að fyrirtækin, sem
samið verður við á grundvelli forvalsins frá
í fyrra, taki við verslun með þær vörur sem
nú eru seldar í Íslenskum markaði. Í fram-
haldi af því verður rekstri Íslensks markaðar
hætt og félagið látið heyra sögunni til.
Samið um nýjar verslanir í Leifsstöð í sumar
Ákveðið að hraða stækkun norðurbyggingar
8 Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar:
Felldu kjara-
samninginn
Víkurfréttir
með tvo
fréttavefi
Á aðalfundi Bláa Lóns-ins hf sem haldinn var nýlega kom fram, að
rekstur félagsins gekk vel á
síðasta ári. Tekjur Bláa Lóns-
ins hf voru 825 milljónir árið
2004 sem er 25% vöxtur frá
fyrra ári.
Met var enn og aftur sett hvað
varðar fjölda gesta heilsulindar
en á síðasta ári heimsóttu 354
þúsund gestir Bláa Lónið -
heilsulind.
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir
og fjármagnsliði s.k. EBITDA
batnaði um 46% milli ára og
var 128 milljónir króna. Veltufé
frá rekstri var 92,6 milljónir
króna, sem er rúmlega 60%
hækkun frá fyrra ári. Hagnaður
ársins var 86 milljóna króna
eftir skatta.
Rekstraráætlun ársins 2005
gerir ráð fyrir að gestir heilsu-
lindar verði 370.000, rekstrar-
tekjur aukist um 20% frá fyrra
ári og að velta félagsins nái
einum milljarði króna.
Töluverðar breytingar urðu á
hluthafahópi Bláa Lónsins hf á
á síðasta ári en Hitaveita Suð-
urnesja hf er enn sem fyrr kjöl-
festufjárfestir í félaginu með
rúmlega þriðjungs eignarhlut.
Á aðalfundinum voru Eðvarð
Júlíusson, Júlíus J. Jónsson og
Albert Albertsson endurkjörnir
í stjórn en nýir stjórnarmenn
eru Helgi Magnússon og Úlfar
Steindórsson. Eðvarð var kjör-
inn formaður á fyrsta fundi
nýrrar stjórnar, en hann hefur
verið stjórnarformaður Bláa
Lónsins hf frá stofnun félagsins
árið 1992.
86 milljóna kr. hagnaður af Bláa lóninu
- Aðsóknarmet slegið. 354.000 gestir í fyrra. Tekjurnar 825 milljónir.