Víkurfréttir - 23.03.2005, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8 Akurskóli í Reykjanesbæ
Fyrsta skóflustungan að nýrri og glæsilegri inni-sundlaug og vatnsgarði
var tekin í síðustu viku. Það
voru leikskólabörn frá Garða-
seli, börn úr Holtaskóla og
sundmenn úr sunddeild Kefla-
víkur sem voru þess aðnjótandi
að eiga fyrstu skóflustunguna.
Athöfnin byrjaði á kynningu
Árna Sigfússonar, bæjarstjóra,
þar sem hann kynnti fyr ir
gestum helstu þætti varðandi
laugina. Þá var haldið út og var
það viðeigandi að krakkarnir
tóku fyrstu skóflustunguna í
miklum kulda sem var þennan
dag. Veður ætti ekki að vera
vandamál í sundiðkun bæjarbúa
með tilkomu innilaugarinnar.
Eftir skóflustunguna var haldið
inn í sundmiðstöð þar sem
gestum var boðið upp á heita
drykki og með því.
Innilaugin verður í viðbyggingu
við Sundmiðstöð Keflavíkur
við Sunnubraut ina þar sem
50 metra innisundlaug og yfir-
byggður vatnsgarður verður. Að-
alverktaki við byggingu laugar-
innar er Keflavíkurverktakar og
eru áætluð verklok í mars 2006.
Helstu þættir varðandi laugina
eru:
Laug in mun upp fylla all ar
kröfur sem keppnislaug fyrir öll
innanlandsmót, Norðurlanda-
mót og alþjóðleg mót. Laugin er
15,5m á breidd, 6 brautir, 50m
löng og 1,5 til 1,8m á dýpt.
Í miðri laug er brú sem verður
hægt að lyfta upp og þannig
breyta lauginni í 25m keppnis-
laug og þannig er einnig hægt
að kenna tveimur bekkjum á
sama tíma.
Í grynnri enda laugar innar
verða upptakanlegar botnein-
ingar á um 200 fermetra svæði
sem gerir laugina 1m djúpa
og hentar því vel fyrir kennslu
ungra barna.
Búningsklefar innilaugarinnar
verða innréttaðir í kjallara nú-
verandi byggingar.
Vatnagarður (Vatnsleikjasvæði)
verður milli nýju innilaugar-
innar og gömlu útilaugarinnar.
Heildarkostnaður er áætlaður
um 645 milljónir króna.
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ráða Jónínu Ágústsdóttur
s e m s k ó l a -
stjóra Akur-
skóla sem á
a ð t a k a t i l
starfa næsta
haust.
V i ð t ö l v i ð
umsækjendur
voru unnin í
samvinnu við
Kennaraháskóla Íslands en um
þau sáu Eiríkur Hermannsson
fræðslustjóri, Árni Sigfússon
bæjarstjóri og formaður fræðslu-
ráðs og dr. Ingvar Sigurgeirsson.
Eiríkur lýsti sig vanhæfan í einu
viðtali þar sem umsækjandi var
starfsmaður hans. Starfshóp-
urinn lagði fram tillögur sínar
fyrir fræðsluráð sem mælti með
Jónínu. Fjórir bæjarráðsfull-
trúar voru samþykktir ráðningu
Jónínu, fulltrúar meirihlutans
ásamt Guðbrandi Einarssyni, en
Ólafur Thordersen vildi ráða
Helga Arnarson í stöðuna. Bók-
aði Ólafur undrun sína á ráðn-
ingu Jónínu, þar eð Helgi hefði
meiri reynslu og menntun.
Jónína hefur lokið B.Ed námi
við Kennaraháskóla Ís lands
með stærðfræði og líffræði sem
kjörsvið og Dipl. Ed. í stjórnun
menntastofnana við sama skóla.
Hún stundar áframhaldandi
nám við KHÍ í vetur.
Hún hefur starfað í Hjallaskóla
og Salaskóla í Kópavogi nú
síðast sem umsjónarkennari
á yngsta stigi. Hún hefur jafn-
framt starfað hjá Barnasmiðj-
unni og við þýðingar og kynn-
ingu á námsefni í LEGO sem
kennsluefni í raungreinum.
Eiginmaður Jónínu er Logi Sig-
urfinnsson, framkvæmdastjóri
Skíðasvæða höfuðborgarsvæð-
isins og eiga þau þrjá drengi á
aldrinum 2 - 16 ára.
Gert ráð fyrir að Jónína taki til
starfa 1. apríl nk.
Jónína Ágústsdóttir
ráðin skólastjóri
8 Ný 50 metra innisundlaug og vatnsleikjagarður í Reykjanesbæ:
Innilaug sem uppfyllir allar kröfur